NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Miami og Atlanta endurtaka lokamínútuna

Sá sjaldgæfi atburður mun eiga sér stað í NBA deildinni í mars að tæp mínúta úr leik Miami og Atlanta frá því þann 19. desember verður leikin upp á nýtt vegna mistaka á ritaraborði í fyrri leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

Bynum finnur peningalykt

Framganga miðherjans unga Andrew Bynum hefur að mörgu leiti verið ástæða góðs gengis LA Lakers í NBA deildinni í vetur. Þjálfarinn Phil Jackson hefur sínar kenningar um framfarir leikmannsins í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Grant Hill fékk botnlangakast

Framherjinn Grant Hill getur ekki leikið með liði Phoenix næstu tvær til þrjár vikurnar eftir að hafa gengist undir botnlangauppskurð. Hill hefur verið í byrjunarliði Phoenix í fyrstu 34 leikjum tímabilsins og leikið mjög vel.

Körfubolti
Fréttamynd

Riley íhugar að hætta þjálfun

Pat Riley, þjálfari Miami Heat í NBA deildinni, útilokar ekki að hætta þjálfun að loknu yfirstandandi keppnistímabili. Riley er líka forseti Heat en er reyndar með samning sem þjálfari út leiktíðina 2010.

Körfubolti
Fréttamynd

Risasigur hjá Boston

Boston Celtics vann í nótt stærsta sigur sinn til þessa á leiktíðinni í NBA þegar liðið skellti sjóðheitu liði Detroit Pistons á útivelli 92-85.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas lagði Golden State

Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Dallas vann góðan sigur á erkifjendum sínum í Golden State 121-99 og hefur nú unnið sigur í báðum viðureignum liðanna í vetur.

Körfubolti
Fréttamynd

Odom fær eins leiks bann

Framherjinn Lamar Odom hjá LA Lakers missir af leik liðsins gegn Philadelphia þann 4. janúar næstkomandi eftir að hann var dæmdur í eins leiks bann fyrir grófa villu á Ray Allen hjá Boston í leik liðanna á sunnudaginn.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit valtaði yfir Milwaukee

Detroit Pistons er heitasta liðið í NBA deildinni í dag eftir að liðið rótburstaði Milwaukee með 45 stiga mun í nótt. Þrettán leikja sigurganga Portland var loksins stöðvuð í Utah.

Körfubolti
Fréttamynd

Stór yfirlýsing hjá Boston

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Boston Celtics tók erkifjendur sína í LA Lakers í bakaríið á útivelli 110-91.

Körfubolti
Fréttamynd

San Antonio - Toronto beint á Sýn í nótt

Leikur San Antonio Spurs og Toronto Raptors í NBA deildinni verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 01:30 í nótt. Meistarar San Antonio hafa farið mjög vel af stað á leiktíðinni þrátt fyrir meiðsli lykilmanna, en Toronto reynir í kvöld að afstýra þriðja tapi sínu í röð á erfiðu sjö leikja ferðalagi sínu yfir jólin.

Körfubolti
Fréttamynd

Payton langar að spila með Boston

Leikstjórnandinn Gary Payton er sagður hafa mikinn áhuga á að taka fram skóna að nýju og ganga til liðs við Boston Celtics í NBA deildinni. Payton ákvað að hætta í sumar en hringdi í umboðsmann sinn eftir að hann sá Boston tapa fyrir Detroit í fyrrinótt.

Körfubolti
Fréttamynd

James hafði betur gegn Bryant

Þrír æsispennandi leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Einvígi LeBron James og Kobe Bryant var í sviðsljósinu þegar Cleveland tók á móti LA Lakers.

Körfubolti