NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

James hafði betur gegn Bryant

Þrír æsispennandi leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Einvígi LeBron James og Kobe Bryant var í sviðsljósinu þegar Cleveland tók á móti LA Lakers.

Körfubolti
Fréttamynd

Heimtar 2,5 milljarða í skaðabætur

Leikstjórnandinn Tony Parker hjá San Antonio hefur farið í 2,5 milljarða skaðabótamál við vefsíðuna x17 online eftir að hún hélt því fram að hann hefði haldið framhjá konu sinni Evu Longoriu með franskri fyrirsætu.

Körfubolti
Fréttamynd

Ferill Mourning hugsanlega á enda

Miðherjinn Alonzo Mourning hjá Miami Heat í NBA kann að hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum í nótt þegar liðið tapaði fyrir Atlanta í framlengdum leik. Mourning meiddist illa á hné og var borinn af velli.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit stöðvaði sigurgöngu Boston

Stórlið Detroit Pistons minnti rækilega á sig í NBA deildinni í nótt þegar það færði Boston Celtics fyrsta tapið á heimavelli með 87-85 sigri í Garðinum. Það var Chauncey Billups sem tryggði gestunum sigurinn með vítaskotum innan við sekúndu fyrir leikslok.

Körfubolti
Fréttamynd

Stuðningsmenn Knicks heimta höfuð Thomas

Stuðningsmenn New York Knicks eru nú búnir að fá sig fullsadda af vanhæfni þjálfarans Isiah Thomas og hafa skipulagt kröfugöngu í kvöld þar sem þeir krefjast þess að hann verði rekinn tafarlaust.

Körfubolti
Fréttamynd

Michael Jordan æfir með Bobcats

Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er nú búinn að taka fram skóna að nýju og æfir á fullu með liði Charlotte Bobcats í NBA deildinni. Jordan er í stjórn félagsins og ákvað að reyna að efla andann í liðinu með uppátæki sínu, en liðinu hefur gengið afleitlega á síðustu vikum.

Körfubolti
Fréttamynd

Keyrði fullur á afmælisdaginn

Harðjaxlinn Charles Oakley sem á árum áður lék með New York Knicks í NBA deildinni hélt full glannalega upp á 44 ára afmælið sitt á dögunum. Hann var handtekinn ölvaður á bíl sínum norðan við Atlanta og þurfti að dúsa þrjá tíma í fangaklefa. Hann sýndi lögreglu þó engan mótþróa og hegðaði sér vel ef marka má frétt New York Daily News.

Körfubolti
Fréttamynd

Lakers lagði Chicago

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers vann góðan sigur á Chicago á útivelli 103-91, en stuðningsmenn Chicago létu þá vera að kalla nafn Bryant eins og þeir gerðu eftir eitt stórtap liðsins í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Fyrsta tap San Antonio á heimavelli

Phoenix Suns varð í nótt fyrsta liðið til að leggja San Antonio á heimavelli þess með 100-95 sigri í Texas. Grant Hill skoraði 22 stig fyrir Phoenix en Tim Duncan skoraði 36 stig og hirti 17 fráköst fyrir San Antonio.

Körfubolti
Fréttamynd

Alvaran að byrja hjá Boston

Gamla stórveldið Boston Celtics hefur byrjað betur en nokkur þorði að vona í NBA deildarkeppninni í haust og hefur unnið 20 af fyrstu 22 leikjum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Spilaði fullur allan ferilinn

Framherjinn Keon Clark sem lagði skóna á hilluna í NBA fyrir nokkrum árum, viðurkenndi í viðtali á dögunum að hann hefði ekki spilað einn einasta leik í deildinni alsgáður.

Körfubolti
Fréttamynd

Níu sigrar í röð hjá Boston

Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Boston vann sinn níunda leik í röð þegar liðið skellti Toronto á útivelli og er það lengsta sigurganga liðsins síðan árið 1993.

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas - New Orleans í beinni á Sýn í kvöld

Leikur Dallas Mavericks og New Orleans Hornets í NBA deildinni verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn laust eftir klukkan eitt í nótt. Hér er um að ræða einvígi tveggja af sterkustu liðunum í Vesturdeildinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Tinsley ræður lífvörð

Bakvörðurinn Jamaal Tinsley hjá Indiana Pacers í NBA deildinni hefur ákveðið að ráða sér lífvörð eftir að hafa orðið fyrir skotárás fyrir nokkrum dögum.

Körfubolti
Fréttamynd

Hardaway látinn fara frá Miami

Framherjinn Penny Hardaway var í dag leystur undan samningi sínum við Miami Heat í NBA deildinni og því er útlit fyrir að endurkomu þessa 36 ára gamla leikmanns sé lokið.

Körfubolti
Fréttamynd

700 milljóna sátt hjá New York

Sátt hefur náðst í máli fyrrum starfsmanns NBA félagsins New York Knicks á hendur forráðamanna félagsins og Isiah Thomas vegna meintrar kynferðislegrar áreitni þjálfarans. Anucha Sanders, fyrrum yfirmaður hjá félaginu, fær ríflega 700 milljónir króna út úr sáttinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Howard skoraði 47 stig í sigri Dallas

Framherjinn Josh Howard var í miklu stuði í nótt þegar Dallas skellti Utah Jazz 125-117 í skemmtilegum í Dallas. Howard setti persónulegt met með því að skora 47 stig fyrir heimamenn, sem höfðu tapað 6 af síðustu 9 leikjum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Ginobili óstöðvandi

Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór hamförum annan leikinn í röð hjá San Antonio í nótt þegar liðið hafði sigur gegn Utah Jazz 104-98 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í Vesturdeildinni í vor sem leið.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit - Chicago í beinni í kvöld

Leikur Detroit Pistons og Chicago Bulls verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn á miðnætti í kvöld. Liðin eru almennt talin tvö af þeim bestu í Austurdeildinni í NBA en staða þeirra er þó afar ólík eftir fyrsta mánuðinn í deildarkeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq er orðinn reiður

Miðherjinn Shaquille O´Neal er orðinn hundleiður á því að vera kallaður of gamall og lét blaðamenn heyra það eftir enn eitt tap Miami Heat í nótt. Hann segir slaka tölfræði sína að hluta til félögum sínum í liðinu að kenna.

Körfubolti
Fréttamynd

Knicks er enn verðmætasta félagið í NBA

Forbes hefur nú birt lista sinn yfir verðmætustu félögin í NBA deildinni og þar situr New York Knicks í efsta sæti þrátt fyrir ólgutíð undanfarin ár. Knicks er líka með mestu veltuna í deildinni, en hagnaður þess hefur þó snarminnkað milli ára.

Körfubolti
Fréttamynd

Denver skellti Dallas

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver gerði sér lítið fyrir og skellti Dallas á útivelli 122-109. Allen Iverson skoraði 35 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Denver en Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst hjá Dallas.

Körfubolti
Fréttamynd

Kidd í verkfalli?

Leiksstjórnandinn Jason Kidd hjá New Jersey Nets spilaði ekki með liði sínu þegar það tapaði fyrir grönnum sínum í New York í NBA deildinni í nótt. New York Post heldur því fram að Kidd sé í verkfalli vegna samningadeilna við forráðamenn félagsins.

Körfubolti