NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttamynd

Hardaway látinn fara frá Miami

Framherjinn Penny Hardaway var í dag leystur undan samningi sínum við Miami Heat í NBA deildinni og því er útlit fyrir að endurkomu þessa 36 ára gamla leikmanns sé lokið.

Körfubolti
Fréttamynd

700 milljóna sátt hjá New York

Sátt hefur náðst í máli fyrrum starfsmanns NBA félagsins New York Knicks á hendur forráðamanna félagsins og Isiah Thomas vegna meintrar kynferðislegrar áreitni þjálfarans. Anucha Sanders, fyrrum yfirmaður hjá félaginu, fær ríflega 700 milljónir króna út úr sáttinni.

Körfubolti
Fréttamynd

Howard skoraði 47 stig í sigri Dallas

Framherjinn Josh Howard var í miklu stuði í nótt þegar Dallas skellti Utah Jazz 125-117 í skemmtilegum í Dallas. Howard setti persónulegt met með því að skora 47 stig fyrir heimamenn, sem höfðu tapað 6 af síðustu 9 leikjum sínum.

Körfubolti
Fréttamynd

Ginobili óstöðvandi

Argentínumaðurinn Manu Ginobili fór hamförum annan leikinn í röð hjá San Antonio í nótt þegar liðið hafði sigur gegn Utah Jazz 104-98 í uppgjöri liðanna sem léku til úrslita í Vesturdeildinni í vor sem leið.

Körfubolti
Fréttamynd

Detroit - Chicago í beinni í kvöld

Leikur Detroit Pistons og Chicago Bulls verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn á miðnætti í kvöld. Liðin eru almennt talin tvö af þeim bestu í Austurdeildinni í NBA en staða þeirra er þó afar ólík eftir fyrsta mánuðinn í deildarkeppninni.

Körfubolti
Fréttamynd

Shaq er orðinn reiður

Miðherjinn Shaquille O´Neal er orðinn hundleiður á því að vera kallaður of gamall og lét blaðamenn heyra það eftir enn eitt tap Miami Heat í nótt. Hann segir slaka tölfræði sína að hluta til félögum sínum í liðinu að kenna.

Körfubolti
Fréttamynd

Knicks er enn verðmætasta félagið í NBA

Forbes hefur nú birt lista sinn yfir verðmætustu félögin í NBA deildinni og þar situr New York Knicks í efsta sæti þrátt fyrir ólgutíð undanfarin ár. Knicks er líka með mestu veltuna í deildinni, en hagnaður þess hefur þó snarminnkað milli ára.

Körfubolti
Fréttamynd

Denver skellti Dallas

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver gerði sér lítið fyrir og skellti Dallas á útivelli 122-109. Allen Iverson skoraði 35 stig og gaf 12 stoðsendingar hjá Denver en Dirk Nowitzki skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst hjá Dallas.

Körfubolti
Fréttamynd

Kidd í verkfalli?

Leiksstjórnandinn Jason Kidd hjá New Jersey Nets spilaði ekki með liði sínu þegar það tapaði fyrir grönnum sínum í New York í NBA deildinni í nótt. New York Post heldur því fram að Kidd sé í verkfalli vegna samningadeilna við forráðamenn félagsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Stoudemire skoraði 42 stig

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Amare Stoudemire skoraði 42 stig og hirti 13 fráköst fyrir Phoenix þegar liðið lagði Indiana 121-117 á útivelli.

Körfubolti
Fréttamynd

Charlotte býður Varejao samning

Charlotte Hornets hefur boðið brasilíska leikmanninum Anderson Varejao þriggja ára samning upp á ríflega milljarð króna. Varejao er enn samningsbundinn Cleveland en hefur ekki spilað með liðinu í vetur eftir að slitnaði upp úr viðræðum um framlengingu á samningi hans.

Körfubolti
Fréttamynd

Meiðsli Duncan ekki alvarleg

Framherjinn Tim Duncan hjá San Antonio mun missa af leik liðsins við Dallas Mavericks í NBA deildinni annað kvöld, en meiðslin sem hann varð fyrir í leik gegn Portland í fyrrakvöld voru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu.

Körfubolti
Fréttamynd

Sloan stefnir á þriðja áratuginn hjá Jazz

Þjálfarinn Jerry Sloan hefur framlengt samning sinn við Utah Jazz út næstu leiktíð, en hann hefur verið lengur hjá saman liðinu en nokkur annar þjálfari í fjórum stærstu hópíþróttagreinum Bandaríkjanna.

Körfubolti
Fréttamynd

Orlando vinnur enn á útivelli

Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og venjulega þar sem átta leikir voru á dagskrá. Orlando hefur unnið 10 af 12 útileikjum sínum í upphafi leiktíðar eftir góðan sigur á Lakers í Los Angeles í nótt 104-89.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: New Orleans vann Dallas

New Orleans Hornets vann Dallas Mavericks í nótt í fyrsta skipti í 22 leikjum liðanna. Þetta var fyrsti sigur New Orleans á Dallas síðan 1999 en framlengja þurfti leikinn í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Nóg um að vera í NBA í nótt

Aðdáendur NBA körfuboltans fá nóg fyrir sinn snúð í sjónvarpinu í kvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með útsendingu frá leik Golden State og Houston frá því í gærkvöldi klukkan 23:35 í kvöld og klukkan 2 í nótt verður svo bein útsending á NBA TV á Fjölvarpinu frá stórleik Phoenix og Orlando.

Körfubolti
Fréttamynd

Jackson framlengir við Lakers

Phil Jackson, þjálfari LA Lakers í NBA deildinni, tilkynnti í gær að hann væri búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við félagið til tveggja ára. Hann verður því á mála hjá Lakers út leiktíðina 2010.

Körfubolti
Fréttamynd

Varejao vill ekki spila með Cleveland

Brasilíski leikmaðurinn Anderson Varejao spilaði stórt hlutverk hjá Cleveland Cavaliers þegar liðið fór öllum að óvörum í lokaúrslit NBA deildarinnar síðasta vor. Hann hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA í nótt: Utah vann Detroit

Utah Jazz vann sinn tíunda sigurleik á tímabilinu í NBA-deildinni og þann þriðja í röð er liðið vann sigur á Detroit Pistons, 103-93, á útivelli.

Körfubolti