Körfubolti

Við erum lélegasta liðið sem unnið hefur 20 í röð

Shane Battier og félagar í Houston eru að slá í gegn í NBA
Shane Battier og félagar í Houston eru að slá í gegn í NBA NordcPhotos/GettyImages

Framherjinn Shane Battier hjá Houston Rockets sló á létta strengi þegar blaðamaður Houston Chronicle spurði hann út í ótrúlega 20 leikja sigurgöngu liðsins í NBA deildinni.

"Ég skal viðurkenna að við erum lélegasta lið sem unnið hefur 20 leiki í röð í sögu NBA," sagði Battier, en Houston getur með sigri í næsta leik setið eitt í öðru sæti yfir lengstu sigurgöngu allra tíma í NBA.

Meistaralið Milwaukee Bucks frá árinu 1971 vann líka 20 leiki í röð og það lið var með heiðurhallarmeðlimi eins og Kareem-Abdul Jabbar og Oscar Robertson í sínum röðum.

Metið á ótrúlegt meistaralið LA Lakers frá árinu eftir en það lið vann 33 leiki í röð - met sem sennilega verður seint slegið. Fyrir því liði fóru menn eins og Jerry West og Wilt Chamberlain.

"Fólk er alltaf að spyrja okkur af hverju við höfum unnið svona marga leiki í röð - en ég spyr á móti - af hverju ekki? Það er engin regla í körfubolta sem segir að lið geti ekki unnið leiki þó þau séu ekki hlaðin stjörnum. Liðið okkar er alltaf að bæta sig og vaxa saman. Andinn í liðinu er frábær og við erum enn að bæta okkur - allt getur gerst," sagði Battier.

Houston getur komist eitt í annað sæti yfir flesta sigra í röð í sögu NBA í nótt þegar liðið tekur á móti Charlotte Bobcats á heimavelli sínum, en þar ættu heimamenn að eiga sigurinn vísan gegn liði sem hefur aðeins unnið 24 leiki í vetur og tapað 40 - og þar af aðeins unnið 6 af 29 leikjum sínum á útivelli.

Houston tapaði síðast leik gegn Utah Jazz þann 27. janúar og það sem meira er hefur liðið aðeins tapað einum útileik síðan á aðfangadag. Það var útileikur gegn Boston þann 2. janúar.

NBA bloggið á Vísi 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×