Körfubolti

Phoenix lagði Golden State

Amare Stoudemire átti stórleik
Amare Stoudemire átti stórleik

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt og voru þeir allir nokkuð spennandi.

Phoenix Suns lagði Golden State Warriors 123-115 í fjörugum leik í Phoenix. Baron Davis fór fyrir liði Warriors með 38 stigum, 9 fráköstum og 8 stoðsendingum en Amare Stoudemire skoraði 36 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash var með 21 stig og 13 stoðsendingar.

Afmælisbarnið Caron Butler hjá Washington Wizards átti frábæra endurkomu eftir langvarandi meiðsli og skoraði 19 stig þegar liðið lagði Cleveland 101-99. LeBron James náði ekki að tryggja Cleveland sigurinn með þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rann út en hann skoraði 25 stig í leiknum.

Loks vann Sacramento góðan heimasigur á Portland 96-85 þar sem Ron Artest skoraði 22 stig fyrir Sacramento en Brandon Roy var stigahæstur hjá Portland með 21 stig. 

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×