Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2025 10:01 Húsið mun gjörbreyta miklu fyrir Skagamenn. ÍA tryggði sér sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð eftir útisigur á Fjölni. Liðið er nú þegar búið að vinna 1. deildina. En aðstaða Skagamanna mun breytast gríðarlega strax á næsta ári. Nýtt íþróttahús Skagamanna stendur við knattspyrnuhöllina við Jaðarsbakka, aðeins um fimmtán metrum frá gömlu aðstöðu félagsins og sundlaug bæjarins. Í framtíðinni verða reist göng þar á milli svo allt verði undir sama þaki. Óskar Þór Þorsteinsson er þjálfari ÍA í 1. deild karla í körfubolta en liðið tryggði sér upp í efstu deild með sigri á Fjölni á föstudagskvöldið. ÍA féll tímabilið 1999-2000 og fór meira að segja alla leið niður í C-deildina. Liðið var í C-deildinni tímabilið 2020-21 en uppbyggingin hefur verið hröð síðustu ár. „Þetta var auðvitað bara fáránlega mikil gleði í ég hef verið að taka þetta inn síðustu daga,“ segir Óskar Þór þegar hann tók á móti blaðamanni Vísis og Sigurjóni Ólasyni tökumanni í nýju húsi í gær. „Okkur var ekki spáð góðu gengi en okkur hefur gengið ótrúlega vel í vetur og sérstaklega eftir áramót. Við erum með mjög sterkan hóp og hittum vel í útlendingavalinu og fengum tvo frábæra gaura inn og við erum bara með sterkt lið.“ Skagamenn spiluðu á þessu tímabili í íþróttahúsi við Vesturgötuna á Skaganum. En á næsta tímabili verður aðstaðan allt önnur. Tuttugu og fimm ára bið á enda „Vesturgatan er búin að vera frábær fyrir okkur, sérstaklega í vetur þar sem það var alltaf frábær mæting og geðveik stemning þarna inni. En þetta opnar svo mikla möguleika fyrir þetta félag, að stækka til framtíðar og koma okkur á þann stað sem við viljum vera,“ segir Óskar sem vonast til að stemningin í nýja húsinu verði enn betri. „Fólki hefur alltaf verið að fjölga og fjölga hjá okkur og vonandi fáum við bara fullt hús hérna líka. Við erum búnir að bíða núna í tuttugu og fimm ár eftir að komast aftur upp og allir ótrúlega ánægðir með það en til lengdar viljum við vera félag sem er að berjast í efstu deild og gera stóra hluti. Og það þarf að gerast rétt og við getum ekki bara hent inn fullt af peningum í eitt ár og við þurfum að finna leið sem er sjálfbær fyrir félagið.“ Aðstaðan upp á Jaðarsbökkum verður frábær. Þar má finna glænýjan lyftingarsal, rúmgóðir búningsklefar, tvennir klefar sem eru sérhannaðir fyrir fatlaða einstaklinga og margt fleira. Hér að neðan má sjá heimsókn Vísis í nýtt íþróttamannvirki Skagamanna. Klippa: Innlit í nýtt íþróttahús Skagamanna Bónus-deild karla ÍA Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Víkingur - KA | Daníel án Arons og Gylfa Íslenski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Þór Ak. | Geta sent Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Nýtt íþróttahús Skagamanna stendur við knattspyrnuhöllina við Jaðarsbakka, aðeins um fimmtán metrum frá gömlu aðstöðu félagsins og sundlaug bæjarins. Í framtíðinni verða reist göng þar á milli svo allt verði undir sama þaki. Óskar Þór Þorsteinsson er þjálfari ÍA í 1. deild karla í körfubolta en liðið tryggði sér upp í efstu deild með sigri á Fjölni á föstudagskvöldið. ÍA féll tímabilið 1999-2000 og fór meira að segja alla leið niður í C-deildina. Liðið var í C-deildinni tímabilið 2020-21 en uppbyggingin hefur verið hröð síðustu ár. „Þetta var auðvitað bara fáránlega mikil gleði í ég hef verið að taka þetta inn síðustu daga,“ segir Óskar Þór þegar hann tók á móti blaðamanni Vísis og Sigurjóni Ólasyni tökumanni í nýju húsi í gær. „Okkur var ekki spáð góðu gengi en okkur hefur gengið ótrúlega vel í vetur og sérstaklega eftir áramót. Við erum með mjög sterkan hóp og hittum vel í útlendingavalinu og fengum tvo frábæra gaura inn og við erum bara með sterkt lið.“ Skagamenn spiluðu á þessu tímabili í íþróttahúsi við Vesturgötuna á Skaganum. En á næsta tímabili verður aðstaðan allt önnur. Tuttugu og fimm ára bið á enda „Vesturgatan er búin að vera frábær fyrir okkur, sérstaklega í vetur þar sem það var alltaf frábær mæting og geðveik stemning þarna inni. En þetta opnar svo mikla möguleika fyrir þetta félag, að stækka til framtíðar og koma okkur á þann stað sem við viljum vera,“ segir Óskar sem vonast til að stemningin í nýja húsinu verði enn betri. „Fólki hefur alltaf verið að fjölga og fjölga hjá okkur og vonandi fáum við bara fullt hús hérna líka. Við erum búnir að bíða núna í tuttugu og fimm ár eftir að komast aftur upp og allir ótrúlega ánægðir með það en til lengdar viljum við vera félag sem er að berjast í efstu deild og gera stóra hluti. Og það þarf að gerast rétt og við getum ekki bara hent inn fullt af peningum í eitt ár og við þurfum að finna leið sem er sjálfbær fyrir félagið.“ Aðstaðan upp á Jaðarsbökkum verður frábær. Þar má finna glænýjan lyftingarsal, rúmgóðir búningsklefar, tvennir klefar sem eru sérhannaðir fyrir fatlaða einstaklinga og margt fleira. Hér að neðan má sjá heimsókn Vísis í nýtt íþróttamannvirki Skagamanna. Klippa: Innlit í nýtt íþróttahús Skagamanna
Bónus-deild karla ÍA Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Enski boltinn Í beinni: Víkingur - KA | Daníel án Arons og Gylfa Íslenski boltinn „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Formúla 1 Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Fótbolti „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Þór Ak. | Geta sent Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik