Körfubolti

New Jersey - Denver í beinni í kvöld

Carmelo Anthony og Allen Iverson skora samanlagt yfir 50 stig að meðaltali í leik fyrir Denver
Carmelo Anthony og Allen Iverson skora samanlagt yfir 50 stig að meðaltali í leik fyrir Denver NordcPhotos/GettyImages

Leikur New Jersey Nets og Denver Nuggets í NBA deildinni veður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 23:30 í nótt. Bæði lið eru í harðri baráttu um að komast í úrslitakeppnina.

Denver er í níunda sæti Vesturdeildarinnar en liðinu hefur gengið illa á útivöllum undanfarið. Það hefur tapað fimm útileikjum í röð þar sem það hefur fengið á sig að meðaltali 118 stig í leik - og hefur reyndar tapað 8 af síðustu 9 útileikjum sínum.

Denver-liðið virðist finna sig mun betur á heimavelli og til marks um það var flugeldasýning liðsins á dögunum þegar það skoraði 168 stig og vann Seattle með 50 stiga mun.

New Jersey er á sama hátt mikið betra á heimavelli sínum og þar hefur liðið unnið þrjá í röð og 9 af síðustu 12.

Bæði lið eru í baráttu um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina. Denver er í níunda sæti í Vesturdeildinni með 40 sigra og 28 töp, en er samt nokkuð frá því að ná áttunda sætinu.

Það er því til marks um það hver styrksmunurinn er á Austur- og Vesturdeildinni að New Jersey á ágæta möguleika á að ná í úrslitakeppnina þó liðið hafi aðeins unnið 29 leiki og tapað 39 - en það nægir liðinu samt til að vera jafnt Atlanta í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina í Austurdeildinni.

Staðan í Austur- og Vesturdeild 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×