Körfubolti

Lakers á toppinn í Vesturdeildinni

Lakers-menn hafa ástæðu til að fagna þessa dagana
Lakers-menn hafa ástæðu til að fagna þessa dagana NordcPhotos/GettyImages

Los Angeles Lakers komst aftur á toppinn í Vesturdeildinni í NBA í nótt þegar liðið vann sigur á Toronto Raptors 117-108 á heimavelli. Alls voru sex leikir á dagskrá í nótt.

Kobe Bryant skoraði 37 stig fyrir Lakers en TJ Ford skoraði 28 stig fyrir Kanadaliðið. Lakers hefur unnið 45 leiki og tapað aðeins 19.

Indiana lagði Seattle 114-107 og var þetta fimmta tap Seattle í röð. Kevin Durant skoraði 27 stig fyrir Seattle en Mike Dunleavy skoraði 32 stig fyrir Indiana.

Washington lagði Milwaukee þar sem Michael Redd skoraði 26 stig fyrir tapliðið en Antawn Jamison skoraði 23 fyrir Washington.

Portland vann sigur á Minnesota á útivelli 103-96 þar sem Al Jefferson skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Minnesota en Brandon Roy var með 27 stig og 9 stoðsendingar hjá Portland.

Chicago lagði Utah á heimavelli 108-96. Drew Gooden skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Chicago en Mehmet Okur skoraði 22 stig og hirti 18 fráköst fyrir Utah.

Loks vann Phoenix nokkuð auðveldan sigur á Memphis 132-111. Amare Stoudemire skoraði 29 stig og hirti 13 fráköst fyrir Phoenix en Rudy Gay skoraði 20 stig fyrir Memphis.

Staðan í Austur- og Vesturdeild 

Svona liti úrslitakeppnin út ef hún hæfist í dag 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×