Ibaka framlengir við Oklahoma Samkvæmt heimildum ESPN er Oklahoma Thunder búið að ná samkomulagi við Serge Ibaka um nýjan fjögurra ára samning. Samningurinn er metinn á 48 milljónir dollara. Körfubolti 18. ágúst 2012 22:30
Lakers þarf að borga tugi milljarða í lúxusskatt vegna Howard og Nash Los Angeles Lakers hefur styrkt sig mikið fyrir komandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta því félagið krækti í stjörnuleikmennina Dwight Howard og Steve Nash í sumar. Fyrir eru kappar eins og Kobe Bryant og Pau Gasol og því verður Lakers-liðið sannkallað stjörnulið næsta vetur. Körfubolti 15. ágúst 2012 23:45
Kobe um komu Dwight Howard: Superman búinn að finna sér heimili Kobe Bryant er komin aðeins nær því að vinna sjötta meistaratitilinn sinn á ferlinum eftir að miðherjinn Dwight Howard varð leikmaður Los Angeles Lakers í gær eftir risaskipti í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 11. ágúst 2012 08:00
Dwight Howard í LA Lakers Los Angeles Lakers og Dwight Howard, leikmaður Orlando í NBA deildinni í körfubolta, hafa samþykkt samning um félagaskipti leikmannsins til L.A Lakers. Frá þessu greina ESPN og The Los Angeles Times. Körfubolti 10. ágúst 2012 12:00
Doc Rivers: Mér að kenna að Ray Allen fór í Miami Heat Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, hefur tekið að sér hlutverk blórabögguls í Ray Allen málinu en Allen ákvað að yfirgefa Boston-liðið og semja frekar við NBA-meistara Miami Heat. Körfubolti 3. ágúst 2012 08:00
Dennis Rodman búinn að skrifa barnabók Dennis Rodman, meðlimur í frægðarhöll körfuboltans og einn besti frákastari allra tíma í NBA-deildinni í körfubolta, er nú orðinn barnabókarhöfundur. Rodman er búinn að skrifa barnabókina "Dennis the Wild Bull" eða "Vilta nautið Dennis". Körfubolti 2. ágúst 2012 23:45
LeBron sammála Kobe: Við myndum vinna draumaliðið frá 1992 LeBron James er mættur til London ásamt bandaríska körfuboltalandsliðinu og á möguleika á að vinna sitt annað Ólympíugull. Hann er sammála Kobe Bryant með það að bandaríska liðið í dag sé betra en draumaliðið frá 1992. Körfubolti 27. júlí 2012 22:45
Ray Allen mætir Boston Celtics í fyrsta leik NBA-tímabilsins NBA-meistararnir í Miami Heat mun hefja titilvörn sína í NBA-deildinni á móti erkifjendum sínum í Boston Celtics en NBA -deildin er búin að gefa út leikjaniðurröðunina fyrir næsta tímabil sem hefst 30. október næstkomandi. Körfubolti 27. júlí 2012 13:30
Kirilenko við það að semja við Minnesota Timberwolves Rússneski körfuboltamaðurinn Andrei Kirilenko er á leiðinni á ný inn í NBA-deildina í körfubolta samkvæmt bandarískum fjölmiðlum því allt bendir til þess að þessi mikli íþróttamaður sé að ganga frá tveggja ára samningi við Minnesota Timberwolves. Körfubolti 26. júlí 2012 23:15
Grant Hill til LA Clippers Hinn þaulreyndi framherji Grant Hill mun að öllum líkindum semja við NBA liðið LA Clippers fyrir næstu leiktíð.Clippers hefur á að skipa kjarna yngri leikmanna sem eru líklegir til þess að gera atlögu að NBA titlinum á næstu misserum og hinn leikreyndi Hill hefur áhuga á að taka þátt í því verkefni. Hill, sem hefur lék síðast með Phoenix Suns, hafði verið orðaður við New York Knicks og LA Lakers. Körfubolti 18. júlí 2012 22:00
Kobe Bryant blæs á hugmyndir NBA um aldurstakmörk Kobe Bryant er ekki hrifin af hugmyndum NBA deildarinnar þess efnis að setja aldursmörk á þá leikmenn sem valdir verða í bandaríska ólympíulandsliðið í nánustu framtíð. Bryant undirbýr sig af krafti með liðsfélögum sínum fyrir titilvörnina á ÓL í London sem hefjast eftir rúmlega viku. Körfubolti 18. júlí 2012 14:00
Jeremy Lin endar líklega í Houston Leikstjórnandinn Jeremy Lin vakti gríðarlega athygli á síðustu leiktíð með liði New York Knicks í NBA deildinni í körfuknattleik. Algjört æði greip um sig í New York og víðar þegar nýliðinn sýndi snilldartakta með liði sínu eftir að hafa fengið óvænt tækifæri í byrjunarliðinu vegna meiðsla lykilmanna. Körfubolti 18. júlí 2012 10:30
Blindfullur Jason Kidd keyrði á símastaur Körfuknattleiksmaðurinn Jason Kidd lenti í umferðarslysi nærri heimili sínu á Long Island í New York-fylki aðfaranótt sunnudags. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu. Körfubolti 16. júlí 2012 23:30
Irving skorar Kobe á hólm Það er enginn skortur á sjálfstrausti hjá nýliða ársins í NBA-deildinni, Kyrie Irving, því hann er búinn að skora sjálfan Kobe Bryant á hólm í leik - einn á einn. Körfubolti 14. júlí 2012 23:15
Lin samdi við Houston | Knicks getur jafnað tilboðið Samkvæmt áreiðanlegum heimildum bandarískra fjölmiðla þá hefur leikstjórnandinn Jeremy Lin skrifað undir þriggja ára samningstilboð frá Houston Rockets. Samningurinn er talinn vera 25 milljón dollara virði. Körfubolti 14. júlí 2012 15:15
Nash skrifaði undir þriggja ára samning við Lakers LA Lakers staðfesti í dag að leikstjórnandinn Steve Nash væri búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið. Nash er 38 ára gamall. Körfubolti 11. júlí 2012 21:15
Rashard Lewis til Miami Meistarar Miami Heat halda áfram að raða skyttum í kringum stórstjörnur liðsins. Nú er Rashard Lewis búinn að semja við Heat. Körfubolti 11. júlí 2012 14:15
Griffin skrifaði undir nýjan samning við Clippers Stjörnuleikmaðurinn Blake Griffin er búinn að skrifa undir nýjan fimm ára samning við LA Clippers sem gæti fært honum 95 milljónir dollara á samningstímanum. Körfubolti 11. júlí 2012 12:45
Howard gæti farið til Nets eftir allt saman Skrípaleikurinn í kringum framtíðaráform Dwight Howard er enn í fullum gangi og körfuboltaáhugamenn flestir komnir með upp í kok af fréttum af Howard. Körfubolti 10. júlí 2012 12:30
Love hótar að fara frá Úlfunum Bandaríska körfuboltalandsliðið á ÓL er afar vel mannað. Leikmenn liðsins hafa samtals unnið sjö meistaratitla og leikið yfir 700 leiki í úrslitakeppninni. Aðeins einn leikmaður liðsins hefur ekki spilað í úrslitakeppninni. Körfubolti 9. júlí 2012 16:15
Ray Allen fer til Miami Heat Ray Allen ætlar að fara frá Boston Celtic og ganga til liðs við NBA-meistarana í Miami Heat. Hann mun taka á sig launalækkun til að freista þess að vinna annan NBA-meistaratitil. Körfubolti 7. júlí 2012 13:30
Nash til liðs við Lakers að beiðni Kobe Bryant ESPN greindi frá því í kvöld að leikstjórnandinn Steve Nash hefði gengið frá samningum við Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 5. júlí 2012 01:32
Nash nálgast Knicks Leikstjórnandinn Steve Nash, leikmaður Phoenix Suns í NBA-körfuboltanum, er sterklega orðaður við New York Knicks í bandarískum fjölmiðlum í dag. Körfubolti 4. júlí 2012 22:49
Deron Williams samdi við Brooklyn Nets - fær 100 milljónir dollara Deron Williams, leikstjórnandinn snjalli, er búinn að taka ákvörðun um að spila áfram með Nets í NBA-deildinni í körfubolta í stað þess að fara til Dallas Mavericks sem sóttist eftir þjónustu hans. Williams fær 100 milljónir dollara fyrir fimm ára samning. Körfubolti 3. júlí 2012 23:36
Ainge ætlar sér að halda "gömlu" mönnunum saman hjá Boston Celtics Danny Ainge, forseti Boston Celtics, stendur í stórræðum þessa dagana við að halda saman Boston Celtics liðinu sem var einum sigri frá því að spila til úrslita um NBA-meistaratitilinn í ár. Leikmannamarkaðurinn opnaði á sunnudaginn. Körfubolti 2. júlí 2012 22:45
Hakeem hjálpaði LeBron síðasta sumar og nú er komið að Amare Heiðurshallarmeðlimurinn og tvöfaldi NBA-meistarinn Hakeem Olajuwon fékk mikið hrós fyrir að taka LeBron James hjá Miami Heat í gegn síðasta sumar þar sem hann gaf James góð ráð í réttum hreyfingum undir körfunni. LeBron James skoraði meira inn í teig í vetur en tímabilin á undan sem átti að flestra mati mikinn þátt í því að hann varð NBA-meistari. Körfubolti 29. júní 2012 23:30
Svíi valinn inn í NBA-deildina í nótt - Jordan valdi Jeffrey Taylor Svíinn Jeffrey Taylor varð í nótt þriðji sænski körfuboltamaðurinn í sögunni sem er valinn inn í NBA-deildina. Charlotte Bobcats notaði þá 31. valréttinn til að tryggja sér Taylor en það er einmitt Michael Jordan sem ræður öllu hjá Bobcats-liðinu. Körfubolti 29. júní 2012 14:15
Wade þarf að fara í hnéaðgerð - missir af Ólympíuleikunum Dwyane Wade verður ekki með bandaríska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London því hann þarf að fara í aðgerð á vinstra hné. Wade hringdi í Mike Krzyzewski, þjálfara bandaríska landsliðsins í gær, og sagði honum fréttirnar. Körfubolti 29. júní 2012 10:00
Anthony Davis valinn fyrstur í nýliðavali NBA Kraftframherjinn Anthony Davis úr Kentucky-háskólanum var valinn fyrstur í nýliðavali NBA-deildarinnar sem hófst undir miðnætti. Körfubolti 28. júní 2012 23:49
LeBron James kyssti NBA-bikarinn hjá David Letterman LeBron James fékk frábærar móttökur úr salnum þegar hann mætti sem gestur í spjallþátt David Letterman á CBS-sjónvarpsstöðinni í vikunni. James vann eins og kunnugt er sinn fyrsta meistaratitil í NBA-deildinni í síðustu viku en hann fór þá á kostum með liði Miami Heat. Körfubolti 27. júní 2012 23:30