Körfubolti

Birdman fékk tíu daga samning hjá Miami

Andersen er skrautlegur.
Andersen er skrautlegur.
Körfuboltamaðurinn skrautlegi, Chris Andersen, sem er oftast kallaður Birdman eða Fuglamaðurinn er genginn í raðir meistara Miami Heat. Hann skrifaði undir tíu daga samning við félagið.

Andersen hefur ekki spilað síðan í mars í fyrra er hann var á mála hjá Denver. Hann fær stuttan tíma til þess að sanna sig hjá Heat sem vantar frákastara.

"Það er draumur að rætast hjá mér að fá tækifæri með meisturunum. Þeir eru að taka áhættu með því að semja við mig og ég ætla að leggja mig allan fram. Kasta mér á eftir boltum, verja skot, þið vitið. Koma með það sem Fuglamaðurinn gerir venjulega," sagði Andersen en hann er mikið fyrir að tala um sjálfan sig í þriðju persónu.

Forráðamenn Heat vilja komast að því hvort Fuglamaðurinn geti enn flogið.

"Það er venjulega ekki hægt að fá svona öflugan leikmann á þessum tímapunkti. Fyrir þrem árum var hann besti maðurinn í sinni stöðu og við höfum alltaf verið hrifnir af honum," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.

Andersen spilar líklega sinn fyrsta leik með Miami á miðvikudag gegn Toronto.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×