Körfubolti

NBA í nótt: Enn tapar Lakers

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kobe Bryant í leiknum í nótt.
Kobe Bryant í leiknum í nótt. Mynd/AP
LA Lakers tapaði í nótt sínum átjánda leik á tímabilinu er liðið mætti Denver á heimavelli. Lokatölur voru 112-105.

Lakers hefur nú tapað þremur leikjum í röð og fjórum af síðustu fimm. Kobe Bryant skoraði 29 stig fyrir liðið í nótt og Dwight Howard var með fjórtán stig og 26 fráköst.

Þetta var fimmti sigur Denver í síðustu sjö leikjum liðsins en Ty Lawson var stigahæstur með 21 stig og skoraði mikilvæga þriggja stiga körfu þegar þrettán sekúndur voru eftir af leiknum.

Kobe Bryant setti niður tvo þrista á lokamínútu leiksins en það dugði ekki til. Denver hefur því unnið Lakers tvívegis á síðustu tveimur vikum.

Charlotte Bobcats vann sigur á Detroit Pistons, 108-101, í framlengdum leik en þetta var aðeins annar sigur Charlotte í síðasta 21 leik liðsins.

Kemba Walker skoraði 20 stig og var með sjö stoðsendingar og þá var Ben Gordon með átján stig. Detroit hafði unnið fjóra leiki í röð en mátti sætta sig við tap í nótt.

Þá vann Miami öruggan sigur á Washington, 99-71, þar sem LeBron James skoraði 24 stig. Miami kláraði leikinn með 21-0 spretti á síðustu sjö mínútum leiksins.

Úrslit næturinnar:

Toronto - Oklahoma City 92-104

Miami - Washington 99-71

Detroit - Charlotte 101-108

Phoenix - Memphis 81-92

LA Lakers - Denver 105-112

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×