Körfubolti

Risinn Howard að vakna til lífsins

Dwight Howard.
Dwight Howard.
LA Lakers er eitthvað að rétta úr kútnum í NBA-deildinni þessa dagana og Dwight Howard er loksins farinn að spila af krafti með liðinu sem vann sinn annan leik í röð í nótt.

Howard skoraði 31 stig, tók 16 fráköst og varði 4 skot í sigri á Milwaukee í nótt. Kobe Bryant skoraði einnig 31 stig í leiknum en hann er búinn að spila 22 leiki í röð með að minnsta kosti 20 stig. Kobe er annar 34 ára leikmaðurinn í sögu NBA sem nær þeim árangri en hinn er Karl Malone.

Hitt Los Angeles-liðið, Clippers, var einnig á sigurbraut í nótt og það án Chris Paul sem er frá vegna meiðsla þessa dagana.

Jamal Crawford skoraði 30 stig fyrir Clippers. Eric Bledsoe leysti Paul af hólmi og skilaði 19 stigum, 7 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Úrslit:

Philadelphia-New Orleans 99-111

Charlotte-Indiana 76-103

Brooklyn-Toronto 113-106

Houston-LA Clippers 109-117

Denver-Portland 115-111

LA Lakers-Milwaukee 104-88



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×