Körfubolti

Cuban sektaður enn og aftur | Kominn vel yfir 200 milljónir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Stern og Mark Cuban ræða saman.
David Stern og Mark Cuban ræða saman. Nordic Photos / Getty Images
Mark Cuban, eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks, hefur enn og aftur verið sektaður fyrir óviðeigandi ummæli að mati forráðamanna deildarinnar.

Cuban var nú sektaður um 50 þúsund dollara - 6,5 milljónir króna - fyrir að gagnrýna dómara eftir að Dallas tapaði fyrir New Orleans í framlengdum leik um helgina.

Cuban hefur undanfarin þrettán ár verið áberandi sem eigandi Dallas og margoft verið sektaður fyrir framferði sitt. Á þessum tíma hefur hann verið sektaður um samtals 1,7 milljónir dollara - 220 milljónir króna.

Síðast var hann sektaður í febrúar á síðasta ári fyrir að gagnrýna dómara - þá um 75 þúsund dollara.

„Það er mjög langt síðan ég hef eitthvað sagt um dómgæsluna en þetta er það versta sem ég hef séð í langan tíma," sagði Cuban. „Dómarar taka rangar ákvarðanir og það er hluti af leiknum. En þetta eru dómarar sem hafa dæmt í mörg ár og frammistaða þeirra var skammarleg. Og ef enginn segir neitt mun ekkert breytast."

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×