Eydís Evensen og Einar Egils nýtt par Leikstjórinn og kvikmyndagerðamaðurinn Einar Egils og tónskáldið Eydís Helena Evensen eru komin í samband. Hamingjuóskum hefur rignt yfir þau síðan þau opinberuðu sambandið. Lífið 26. október 2021 09:30
„Þrá okkar til þess að frelsast frá öngum nútímans“ Dansverkið Neind Thing eftir Ingu Huld Hákonardóttur verður frumsýnt í Tjarnarbíó þann 28. október næstkomandi. Þrjár sviðslistakonur og einn trommari leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurleika í rými til að tengjast, dreyma, íhuga, dansa og leika. Lífið 26. október 2021 08:45
Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. Erlent 25. október 2021 23:45
„Þetta er um kynferðisofbeldi sem ég varð fyrir sem barn“ Síðastliðið ár hefur tónlistar- og listakonan Sjana Rut unnið hörðum höndum að plötu sem er væntanleg á komandi mánuðum. Plötunni verður skipt í tvennt og kemur fyrri hlutinn út á þessu ári og síðari hlutinn eftir áramót. Albumm 25. október 2021 23:15
Íslensk sundmenning til umfjöllunar hjá Vogue Sundmenning Íslendinga er ekki lengur bara eitthvað sem landsmenn njóta heldur er hún til umfjöllunar hjá Vogue, helsta tískutímariti heims. Umfjöllun um þessa einstöku menningu og dægrastyggingu birtist á netmiðli tímaritsins fyrir helgi, þar sem meðal annars er rætt um málið við Elizu Reid, forsetafrú. Lífið 25. október 2021 16:31
Björk í Balenciaga með Hamrahlíðarkórnum í Hörpu Aðrir tónleikar af fjórum í tónleikaseríunni Björk Orkestral - Live from Reykjavík fóru fram í gær í Eldborg í Hörpu. Lífið 25. október 2021 15:31
Myndaveisla frá Extreme Chill-hátíðinni Tónlistarhátíðin Extreme Chill fór fram í Reykjavík dagana 7. til 10. október en þetta er ellefta árið sem hátíðin er haldin. Albumm 25. október 2021 14:30
Elín Metta frumsýnir stærsta stuðningsmanninn Knattspyrnukonan Elín Metta Jensen er komin í samband. Sá heppni er listamaðurinn Ýmir Grönvold. Lífið 25. október 2021 13:18
„Mér finnst auðvitað þessi gagnrýnandi í Dagens Nyheter vera hvínandi fábjáni“ Eiríkur Örn Norðdahl fær ekki háa einkunn fyrir bók sína Brúin yfir Tangagötu í Dagens Nyheter. Menning 25. október 2021 11:52
Leynilöggan halaði inn milljónir um frumsýningarhelgina Kvikmyndin Leynilöggan halaði inn 15,9 milljónum króna um liðna helgi sem gerir kvikmyndina að tekjuhæstu frumsýningu á íslenskri mynd frá upphafi. Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks átti metið en miðar á myndina seldust fyrir 15,8 milljónir króna í október 2006. Bíó og sjónvarp 25. október 2021 11:40
Langar að leika meira erlendis Kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er komin í bíó og fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk í kvikmyndinni. Sindri Sindrason ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 25. október 2021 10:30
Bríet gerði áhorfendur agndofa í Hörpu Söngkonan Bríet hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu á föstudag. Á tónleikunum sýndi þessi listakona enn og aftur hversu ótrúlega hæfileikarík og fjölhæf hún er. Lífið 25. október 2021 09:40
„Sjöundi vinurinn“ James Michael Tyler látinn James Michael Tyler, leikarinn sem er þekktastur fyrir að leika kaffihúsaþjóninn Gunther í Friends, er látinn. Tyler, sem var 59 ára, lést úr blöðruhálskirtilskrabbameini. Lífið 24. október 2021 22:04
Verk sem voru falin í geymslum á uppboð Nokkur hundruð listaverk eftir marga virtustu listamenn þjóðarinnar fundust óvænt í geymslum Hótels Sögu fyrr á árinu. Bændasamtökin ákváðu að bjóða verkin upp því þau gagnist engum falin inn í geymslum. Innlent 24. október 2021 21:31
Íslenskar fornbókmenntir eru dásamleg og vanmetin listaverk Sænski fornsagnafræðingurinn Lars Lönnroth er tvímælalaust einhver reyndasti og jafnframt virtasti fræðimaður á sviði íslenskra miðaldabókmennta sem er uppi í dag. Hann fagnar því að fræðin séu laus við þjóðernishyggjuna sem einkenndi þau á síðustu öld og segir bókmenntirnar dásamleg listaverk sem eigi erindi við heiminn allan, ekki bara Íslendinga. Innlent 24. október 2021 16:34
Sjarmerandi kosningabarátta í Færeyjum „Að upplifa kosningar í Færeyjum er alveg stórkostlegt,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sem hefur farið margar ferðir til Færeyjar að mynda á sínum ferli. Menning 24. október 2021 07:00
Stökk á svið með nokkurra daga fyrirvara í stað leikara sem lenti í sóttkví Leikhúsfólk fagnar þessa dagana þar sem gestir þurfa ekki lengur að bera grímu og slakað hefur verið á samkomutakmörkunum, en á fimmtudaginn var sýnt fyrir fullum sal, án grímu, í fyrsta sinn síðan í mars 2020. Innlent 23. október 2021 23:24
Stóra sviðið: Sjáðu stuttmyndir Audda og Steinda Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hófu göngu sína á Stöð 2 í gær. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna. Lífið 23. október 2021 13:58
Birkir Blær áfram í sænska Idolinu Hinn 21 árs gamli tónlistarmaður, Birkir Blær Óðinsson, komst áfram í tíu manna úrslit sænsku söngvakeppninnar Idol í kvöld. Hann flutti lagið Yellow með Coldplay. Tónlist 22. október 2021 21:08
Öll í faginu taka slysaskotið til sín Bandaríski leikarinn Alec Baldwin segist í ólýsanlegu áfalli eftir að hafa orðið kvikmyndatökustjóra að bana á tökustað. Leikmyndahönnuður segir slysið víti til varnaðar fyrir kvikmyndaiðnaðinn. Innlent 22. október 2021 21:01
Mikilvægt að barnabókin endurspegli raunveruleika barna Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, fór fram í Norræna húsinu á dögunum sem leið. Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og einn af skipuleggjendum Mýrinnar, segir hátíðina hafa farið fram úr hennar björtustu vonum. Lífið 22. október 2021 19:00
Heimildarmyndin Kolapse heimsfrumsýnd í RIFF-Heima Þó að RIFF-hátíðin sé búin að loka dyrum sínum í kvikmyndahúsum er hátíðin enn í gangi á vefnum. Þar má finna íslenska dagskrá til 30. október. Bíó og sjónvarp 22. október 2021 17:00
Taktu þátt: Hvort syngur Elísabet Ormslev eða Svala Björgvins betur í karókí? Útvarpsþátturinn FM95BLÖ fór af stað með karókíkeppni í síðustu viku og er nú komið að annarri umferð. Í þetta sinn brýna raustirnar þær Elísabet Ormslev og Svala Björgvins. Hlustendur þáttarins meta hvor stóð sig betur. Lífið 22. október 2021 16:00
Arnaldur tilnefndur til verðlauna fyrir besta krimmann í Svíþjóð Arnaldur Indriðason glæpasagnahöfundur hefur verið tilnefndur til verðlauna af sænsku glæpaakademíunni. Menning 22. október 2021 15:37
Þáttur fyrir alla fjölskylduna: „Þetta er vönduð vitleysa“ Þátturinn Stóra sviðið fer af stað á Stöð 2 í kvöld. Hér er á ferðinni nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Bíó og sjónvarp 22. október 2021 15:00
„Það er enginn að fara að gefa þér neitt“ „Legðu hluti á þig og gerðu það sem þú þarft að gera til að komast þangað sem þú vilt fara. Í rauninni er enginn eða ekkert sem stoppar þig svo framarlega sem þú veist hvert þú ætlar að fara. Þú þarft að sjá þetta fyrir þér, ég ætla þangað,“ segir söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Lífið 22. október 2021 13:33
Nýtt lag og tónlistarmyndband frá Móu: „Það losnaði um einhverja flóðgátt“ Móeiður Júníusdóttir snýr aftur í tónlistina í dag með glænýju lagi og tónlistarmyndbandi undir nafninu Móa. Tvö ár eru síðan hún byrjaði að semja tónlist aftur og segist nú einblína meira á kjarnann sinn. Tónlist 22. október 2021 11:30
Margt í boði í borginni í tilefni af haustfríi Haustfrí hófst í grunnskólum Reykjavíkur í morgun og af því tilefni verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá í söfnum borgarinnar. Fullorðnir fá frítt inn í fylgd með börnum meðan haustfríið varir. Sérstakur vefur hefur verið opnaður með allri dagskrá í Reykjavík. Það sama er upp á teningnum í Menningarhúsum Kópavogs. Innlent 22. október 2021 11:19
Einvala lið með Hebba í nýjasta slagaranum Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur sent frá sér lagið Með stjörnunum. Lífið 22. október 2021 10:56
Var rænt á síðasta ári og hafði fé verið sett til höfuðs honum Sænski rapparinn Einár, sem skotinn var til bana í gærkvöldi, átti þrátt fyrir ungan aldur fortíð innan heims sænskra glæpagengja. Honum hafði áður verið rænt af hópi manna. Fé hafði verið sett til höfuðs honum nokkrum vikum áður en honum var ráðinn bani. Erlent 22. október 2021 10:45