Tónlist

Unnsteinn Manuel og Hermigervill frumfluttu nýtt lag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Unnsteinn Manuel og Hermigervill lífguðu upp á stemninguna í Kryddsíldinni.
Unnsteinn Manuel og Hermigervill lífguðu upp á stemninguna í Kryddsíldinni.

Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill komu með stemninguna með sér í Kryddsíldina, áramótaþátt Stöðvar 2. Þar frumfluttu þeir nýtt lag, sem ber heitið Eitur.

Þegar Edda Andrésdóttir kynnti lagið inn hafði hún orð á því að lagið væri raunar svo nýtt að nafn þess hefði orðið til aðeins rúmum sólarhring fyrir frumflutning þess.

Flutning Unnsteins og Hermigervils úr Kryddsíldinni má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.