Lífið samstarf

Árið byrjar með látum á Stöð 2+

Stöð 2
Hugh Laurie fer með hlutverk Dr. House.
Hugh Laurie fer með hlutverk Dr. House.

Það er mikið af spennandi efni væntanlegt á efnisveitunni Stöð 2+.

Við hefjum árið á því að bæta við öllum þáttaröðunum af House og 30 Rock.

Margir muna eflaust eftir þáttunum um Dr. House, bráðsnjalla og sérvitra læknirinn sem sérhæfir sig í að greina og finna lausnina á flóknustu málunum. Hugh Laurie fer með aðalhlutverk í þessum margverðlaunuðu þáttum sem eru á topp 100 lista IMDB með 8.7 í einkunn.

Tina Fey er potturinn og pannan á bak við 30 Rock

Gamanþættirnir 30 Rock skora einnig hátt á IMDB með 8,2 í einkunn. Tina Fey er á bakvið þessa þætti, en hún bæði skrifar og fer með hlutverk Liz Lemon í þáttunum. Alec Baldwin og Tracy Jordan fara einnig með aðalhlutverk. Rapparinn Donald Glover, betur þekktur sem Childish Gambino var einnig einn þeirra sem komu að því að skrifa þættina. Hann skrifaði aðalega fyrir karakterinn Kenneth, sem er saklaus drengur frá smábænum Stone Mountain. Donald ólst sjálfur upp í Stone Mountain og dregur innblástur frá sinni æsku til að skapa sögurnar í kringum Kenneth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×