Lífið

Bað Youtube um að fjar­læga mynd­bandið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Friðrik Dór hefur ýmsa fjöruna sopið þegar kemur að tónleikum.
Friðrik Dór hefur ýmsa fjöruna sopið þegar kemur að tónleikum. Hulda Margrét

Friðrik Dór segir að eitt sitt vandræðalegasta augnablik hafi verið þegar hann tók lag sitt „Fyrir hana“ á sínum fyrstu Hlustendaverðlaunum. Flutningurinn var svo arfaslakur að Frikki endaði á að biðja Youtube um að fjarlæga myndband af flutningnum.

Frikki opnaði sig um þetta þegar hann hitaði upp fyrir Hlustendaverðlaunin 2025 með þeim Guðjóni Smára og Jónu Margréti í Traffíkinni á FM957. Horfa má á spjallið neðst í fréttinni en þar kennir ýmissa grasa.  Friðrik er tilnefndur í tveimur flokkum á verðlaunahátíðinni í þetta skiptið en hátíðin fer fram á Nasa þann 20. mars næstkomandi.

Í innslaginu smakkaði Frikki meðal annars Dubai súkkulaði með útvarpsfólkinu. Þá barst talið að Nasa og Frikki spurður hvort hann ætti ekki óþægilega minningu þaðan. 

„Ég tók, á einmitt Hlustendaverðlaununum, fyrstu mínum, einhvern tímann, þá flutti ég „Fyrir hana.“ Það var ömurlegur flutningur, sem var á Youtube, sem ég bað um að yrði fjarlægður hann var það dapur. Þannig það var óþægilegt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.