Maggi Eiríks hvergi nærri hættur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. janúar 2022 19:00 Magnús Eiríksson er einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar. Janus Traustason Einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar, Magnús Eiríksson eða Maggi Eiríks, segist hvergi nærri hættur. Hann varð 76 ára gamall á síðasta ári og segir lykilatriði að spila á gítarinn á hverjum degi til að halda puttunum í lagi. Tónlistarmaðurinn var í viðtali hjá Þorgeiri Ástvaldssyni nýverið og ræddi tónlistina og lífið. Maggi segist hafa alist upp við Elvis Presley en fljótlega hafi Shadows, Bítlarnir og aðrar hljómsveitir skotið sér fram á sjónarsviðið. Hann byrjaði í fótbolta en færði sig fljótlega alfarið yfir í tónlistina. „Ég var markmaður hjá Fram þarna á gamla malarvellinum, sem drap nú marga, fyrir neðan Sjómannaskólann. Ég var kominn held ég í annan eða þriðja flokk, eitthvað svoleiðis, fimmtán ára. Þá kom hljómlistin og stelpurnar og allt þetta og maður mátti ekkert vera að því að vera í fótbolta,“ segir Maggi Eiríks og bölvar malarvöllunum gömlu. Maggi er enn á því að tónlistarsköpunin þurfi ekki að vera flókin og bestu lagasmíðarnar séu jafnvel fólgnar í einfaldleikanum: „Ég er enn á því að það þurfi ekki nema eina sögu og þrjá hljóma eins og segir í kántrímúsíkinni.“ Hann fer yfir víðan völl í viðtalinu og rekur sögu þekktustu laga sinna: „Ég er náttúrulega búinn að gera alveg ægilegan helling af textum í gegnum tíðina. Ég hef ekki einu sinni tölu á því.“ „Við verðum allir ástfangnir þrisvar að minnsta kosti. Fyrst er það baby love í skólanum, fallega andlitið, svo er það unglingaástin. Hún getur verið helvíti hættuleg og svo kemur þessi eina sanna ef maður er heppinn - og fær já. Ég var heppinn, rosalega.“ Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Tónlist Eldri borgarar Tímamót Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Tónlistarmaðurinn var í viðtali hjá Þorgeiri Ástvaldssyni nýverið og ræddi tónlistina og lífið. Maggi segist hafa alist upp við Elvis Presley en fljótlega hafi Shadows, Bítlarnir og aðrar hljómsveitir skotið sér fram á sjónarsviðið. Hann byrjaði í fótbolta en færði sig fljótlega alfarið yfir í tónlistina. „Ég var markmaður hjá Fram þarna á gamla malarvellinum, sem drap nú marga, fyrir neðan Sjómannaskólann. Ég var kominn held ég í annan eða þriðja flokk, eitthvað svoleiðis, fimmtán ára. Þá kom hljómlistin og stelpurnar og allt þetta og maður mátti ekkert vera að því að vera í fótbolta,“ segir Maggi Eiríks og bölvar malarvöllunum gömlu. Maggi er enn á því að tónlistarsköpunin þurfi ekki að vera flókin og bestu lagasmíðarnar séu jafnvel fólgnar í einfaldleikanum: „Ég er enn á því að það þurfi ekki nema eina sögu og þrjá hljóma eins og segir í kántrímúsíkinni.“ Hann fer yfir víðan völl í viðtalinu og rekur sögu þekktustu laga sinna: „Ég er náttúrulega búinn að gera alveg ægilegan helling af textum í gegnum tíðina. Ég hef ekki einu sinni tölu á því.“ „Við verðum allir ástfangnir þrisvar að minnsta kosti. Fyrst er það baby love í skólanum, fallega andlitið, svo er það unglingaástin. Hún getur verið helvíti hættuleg og svo kemur þessi eina sanna ef maður er heppinn - og fær já. Ég var heppinn, rosalega.“ Viðtalið má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Tónlist Eldri borgarar Tímamót Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira