Bóksölulisti uppgjör: Glæpasagnadrottningin Yrsa hrifsar til sín krúnuna Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2022 13:08 Yrsa Sigurðardóttir trónir á toppi aðallistans nú þegar bóksala ársins 2021 hefur verið gerð upp. Lilja Birgisdóttir Fyrir liggur uppgjör um bóksölu á síðasta ári. Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir er á toppi lista. Vísir birtir nú uppgjörslista sem tekur til jólabókavertíðarinnar 2021 og ársins í heild. Listinn er frá Fíbút – Félagi íslenskra bókaútgefenda – og gefur glögga mynd af bóksölu ársins sem var að líða. Rúmlega 80 sölustaðir koma að gerð hans sem eru: A4, Bóksala stúdenta, Bónus, Forlagið, Hagkaup, Heimkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Nexus, Salka - bókabúð og Samkaupsverslanir um land allt auk nokkurra einstakra sérvöruverslana. Þetta er sem sagt Listinn, með stóru l-i og greini. Þjóðin sýnir skáldskapnum tryggð „Í heildina sýnist mér sala íslenskra bóka fyrir jól hafa verið góð, mín tilfinning er sú aða hún hafi verið alveg á pari við árið í fyrra, sem var mjög gott ár. Munurinn í ár er hins vegar sá að útgáfan var meiri og salan dreifist því á fleiri titla og meðalsala á titil því líklega aðeins lægri,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút í samtali við Vísi spurð um hvernig hún meti árið að teknu tilliti til bóksölu. Líkt og í fyrra, þá eru íslenskar skáldsögur í fjórum efstu sætunum yfir mest seldu bækur ársins. Árið 2020 röðuðu Ólafur Jóhann Ólafsson, Arnaldur Indriðason, Yrsa og Ragnar Jónasson sér í efstu sætin, eitt skáldverk og þrjár spennusögur. Nú hafa leikar hins vegar jafnast þar sem bæði Arnaldur og Hallgrímur Helgason eru með skáldverk. Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút er ekki til í að kaupa þá kenningu að skáldsagan eigi undir högg að sækja, nema síður sé. „Þjóðin heldur áfram tryggð við íslensk skáldverk,“ segir Bryndís ákveðin spurð hvort íslenska skáldsagan sé (nokkuð) á hverfanda hveli? Svo hátimbraðri líkingunni sé haldið til streitu hrifsar glæpasagnadrottningin Yrsa nú til sín krúnuna en Arnaldur hefur verið þéttur fyrir í hásætinu á toppi bóksölulistans mörg undanfarin ár. Til að allrar sanngirni sé gætt þá brá Arnaldur nú frá vananum, sendi ekki frá sér glæpasögu þetta árið heldur sögulega skáldsögu. Í því ljósi má segja að árangur hans sé glæsilegur og lesendur sýni honum tryggð. En glæpasagan nýtur eftir sem áður mikilla vinsælda meðal íslenskra lesenda, það sýnir bóksölulistinn með óyggjandi hætti. Barnabækur í vörn Útgefendur gefa ekki upp upplagstölur en það segir ef til vill sína sögu að það munar tæplega fjórum prósentum á sölu bókanna í fyrsta og öðru sæti. Sá munur eykst þegar neðar dregur. Þannig er fjöldi seldra eintaka á bakvið titilinn í 20. sæti innan við 30 prósent af heildarfjölda seldra eintaka af bók Yrsu. Þetta þýðir, ef við gefum okkur að Yrsa hafi selt 10 þúsund eintök af sinni bók, sem er þægileg tala, þá seldi Bókafélagið tæp þrjú þúsund eintök af Verstu foreldrum í heimi eftir David Walliams sem er í 20. sæti á aðallistanum. En það má lesa sitthvað í listana. Þó svo að bæði Birgitta Haukdal og Gunnar Helgason eigi þar sitthvora bókina á lista má greina að barnabækur séu að gefa eftir en fyrir um sex árum voru barnabókahöfundar farnir að ógna glæpasagnahöfundum svo um munaði í baráttunni um efstu sætin. Sú er ekki staðan núna og mætti ef til vill leggja út af því um þjóðfélagsástandið almennt; að sjálfssprottinn bóklestraráhugi íslenskra ungmenna sé hverfandi? Þeir teknir til við að lesa á ensku og séu meira í tölvunni? Betri bíla, meiri pening Hallgrímur Helgason má vel við una, hann er í fjórða sæti með vandaða skáldsögu sína sem er önnur í Siglufjarðartrílógíu sinni. Hann er, auk Arnaldar, tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna; verðlaun sem bókaútgefendur efna til einkum með það fyrir augum að vekja athygli á bókmenntum. Fleiri tilnefndir eru nú ekki á aðallistanum. Hallgrímur Helgason er helsti útvörður íslensku skáldsögunnar. Bók hans Sextíu kíló af kjaftshöggum hefur heldur betur átt upp á pallborðið hjá íslenskum bókakaupendum. Bjarni Fritzson og Óttar Sveinsson eru fastagestir á listanum, sem og Stefán Máni sem heldur sínu. Nýliðar á lista eru svo Guðjón Ragnar Jónasson með bók um Guðna Ágústsson, í 8. sæti og svo eru bækur sem fjalla um fjárfestingar annars vegar (Fjárfestingar) og svo bíla hins vegar (Bílamenning: Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum) – hvað svo sem það segir um þjóðina: „Betri bíla, yngri konur, eldra viskí, meiri pening,“ eins og Rúnar Júlíusson heitinn söng fyrir margt löngu? Óvænt á aðallista og nýliðar ársins „Mér fannst Guðni Ágústsson vera óvæntasti smellurinn en í raun er Guðni einfaldlega afskaplega vel þokkaður og vinsæll höfundur og mætti að ósekju senda frá sér mun fleiri bækur. Skemmtisögur hans af sjálfum sér og fleirum, Guðni - léttur í lund, sem kom út árið 2013 lenti til dæmis í efsta sæti ævisagnalistans það árið og í fimmta sæti aðallistans. Efstu sæti Bóksölulistans eru Guðna því ekki framandi,“ segir Bryndís spurð um hvað komi helst á óvart. Hún vill með öðrum orðum meina að velgengni Guðna komi ekki á óvart þegar allt kemur til alls: Aníta Rut og Rósa Kristinsdóttir eru ásamt Kristínu Hildi Ragnarsdóttur nýliðar ársins.Vísir/Brennslan „Því vil ég nefna þær Anítu Rut Hilmarsdóttur, Kristínu Hildi Ragnarsdóttur og Rósu Kristinsdóttur með bók sína Fjárfestingar sem „svarta fola ársins“ eða óvæntasta smellinn. Það má í raun hengja á þær borða sem nýliðar ársins í leiðinni. Hvert bók þeirra leiðir þjóðina á þessu nýja ári er mér ekki alveg ljóst enda verð ég að viðurkenna að hafa ekki kynnt mér hana eins og ég gjarnan hefði þó hug á.“ Samdráttur frá metárinu í fyrra Örlítil rannsóknarvinna leiðir í ljós að heildarsala íslenskra skáldverka í nóvember og desember var heldur minni en árið 2020, sem reyndar var algjört metár. Samdrátturinn gæti numið eitthvað á milli 10-15 prósentum, að sögn Bryndísar. „Sé sala íslenskra skáldverka fyrir jól hins vegar borin saman við árið 2019 þá var árið í fyrra 3-4 prósentum betra.“ Salan rokkar alltaf eitthvað á milli flokka. Þannig voru þýðingar til dæmis aðeins að sækja í sig veðrið miðað við jólasölu fyrri ára og í heild var salan áþekk árinu 2020. Bryndís segir að þegar útgáfan er svona mikil sé raunin sú að lesendur fá meira úrval, salan dreifist á fleiri titla og höfundar bera minna úr býtum. Væntanlega hefur styrkur til útgefenda haft það að segja að útgáfan er meiri en áður hefur verið, dreifðari og ekki eins háð markaði. „Leitin að hinu gullna jafnvægi er þrotlaus,“ segir Bryndís spekingsleg á svip. Mest seldu bækur ársins 2021 1. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 2. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 5. Lára bakar - Birgitta Haukdal 6. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 7. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 8. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 9. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 10. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 11. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 12. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 13. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson, Anna M. Marinósdóttir og Jón B. Hlíðberg 14. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 15. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 16. Horfnar - Stefán Máni 17. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 18. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 19. Palli Playstation - Gunnar Helgason 20. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams Mest seldu barna- og ungmennabækurnar 1. Lára bakar - Birgitta Haukdal 2. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 3. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 4. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 5. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 6. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson, Anna M. Marinósdóttir og Jón B. Hlíðberg 7. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 8. Palli Playstation - Gunnar Helgason 9. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams 10. Salka: Tölvuheimurinn - Bjarni Fritzson Mest seldu skáldverkin 1. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 2. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 5. Horfnar - Stefán Máni 6. Allir fuglar fljúga í ljósið - Auður Jónsdóttir 7. Bréfið - Kathryn Hughes 8. Merking - Fríða Ísberg 9. Þú sérð mig ekki - Eva Björg Ægisdóttir 10. Náhvít jörð - Lilja Sigurðardóttir Mest seldu fræði- og handbækurnar 1. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 2. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 3. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 4. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 5. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 6. Bakað með Evu Laufey - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 7. Undir 1000 kr. fyrir tvo - Áslaug Björg Harðardóttir 8. Prjón er snilld - Sjöfn Kristjánsdóttir 9. Bærinn brennur - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir 10. Skipulagsdagbók 2022 - Sólrún Diego Mest seldu ævisögurnar 1. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 2. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 3. 11. 000 volt : Þroskasaga Guðmundar Felix - Erla Hlynsdóttir 4. Gunni Þórðar : Lífssaga - Ómar Valdimarsson 5. Ilmreyr : Móðurminning - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir 6. Minn hlátur er sorg - ævisaga Ástu Sigurðardóttur - Friðrika Benónýsdóttir 7. Sigurður Þórarinsson - mynd af manni I-II - Sigrún Helgadóttir 8. Markús : Á flótta í 40 ár : Öðruvísi Íslandssaga - Jón Hjaltason 9. Úr heljargreipum : saga Baldurs Freys - Baldur Freyr Einarsson 10. Hákarla-Jörundur : ævisaga Jörundar Jónssonar hákarlaformanns og útvegsbónda í Hrísey Mest seldu ljóðabækurnar 1. Jóðl - Bragi Valdimar Skúlason 2. Bestu gamanvísurnar - Ragnar Ingi Aðalsteinsson 3. Menn sem elska menn - Haukur Ingvarsson 4. Ekki var það illa meint - Hjálmar Freysteinsson 5. Ljóðasafn Vilborgar - Vilborg Dagbjartsdóttir 6. Orð ekkert nema orð - Bubbi Morthens 7. Ég brotna 100 % niður - Eydís Blöndal 8. Kona fer í gönguferð - Hanna Óladóttir 9. Meðal hvítra skýja - Íslensk þýðing ljóða úr kínversku - Hjörleifur Sveinbjörnsson þýddi 10. Ætli Adólf hafi grátið Evu sína? - Friðvin Berndsen Bókaútgáfa Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Glænýr bóksölulisti: Fuglar og Máni með mikinn lokasprett Vísir birtir hér með glænýjan bóksölulista frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Hér er um mikilvægasta lista ársins því hann tekur til bóksölu á flestum útsölustöðum landsins á tímabilinu 14. til 20. desember. 22. desember 2021 15:04 Glænýr bóksölulisti: Drottningin veltir kónginum úr sessi Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir lagði sjálfan Arnald Indriðason, konung glæpasögunar sem ríkt hefur á toppi bóksölulista mörg undanfarin ár, þessa vikuna í keppninni miklu um mest seldu bókina. 16. desember 2021 07:01 Nýr bóksölulisti: Yrsa þjarmar að Arnaldi Æsast nú heldur betur leikar í jólabókaflóðinu hvar salan er helsta mælistikan. Bóksölulisti vikunnar leiðir í ljós að Sigurverk Arnaldar heldur toppsætinu eins og var fyrir viku. 9. desember 2021 11:06 Bókaþjóðin elskar sinn Arnald Glæpasagnakóngurinn hefur komið sér makindalega fyrir á toppi bóksölulistans þó ekki sé það reifari sem hann sendir frá sér núna. 2. desember 2021 10:25 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Vísir birtir nú uppgjörslista sem tekur til jólabókavertíðarinnar 2021 og ársins í heild. Listinn er frá Fíbút – Félagi íslenskra bókaútgefenda – og gefur glögga mynd af bóksölu ársins sem var að líða. Rúmlega 80 sölustaðir koma að gerð hans sem eru: A4, Bóksala stúdenta, Bónus, Forlagið, Hagkaup, Heimkaup, Kaupfélag Skagfirðinga, Nexus, Salka - bókabúð og Samkaupsverslanir um land allt auk nokkurra einstakra sérvöruverslana. Þetta er sem sagt Listinn, með stóru l-i og greini. Þjóðin sýnir skáldskapnum tryggð „Í heildina sýnist mér sala íslenskra bóka fyrir jól hafa verið góð, mín tilfinning er sú aða hún hafi verið alveg á pari við árið í fyrra, sem var mjög gott ár. Munurinn í ár er hins vegar sá að útgáfan var meiri og salan dreifist því á fleiri titla og meðalsala á titil því líklega aðeins lægri,“ segir Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút í samtali við Vísi spurð um hvernig hún meti árið að teknu tilliti til bóksölu. Líkt og í fyrra, þá eru íslenskar skáldsögur í fjórum efstu sætunum yfir mest seldu bækur ársins. Árið 2020 röðuðu Ólafur Jóhann Ólafsson, Arnaldur Indriðason, Yrsa og Ragnar Jónasson sér í efstu sætin, eitt skáldverk og þrjár spennusögur. Nú hafa leikar hins vegar jafnast þar sem bæði Arnaldur og Hallgrímur Helgason eru með skáldverk. Bryndís Loftsdóttir hjá Fíbút er ekki til í að kaupa þá kenningu að skáldsagan eigi undir högg að sækja, nema síður sé. „Þjóðin heldur áfram tryggð við íslensk skáldverk,“ segir Bryndís ákveðin spurð hvort íslenska skáldsagan sé (nokkuð) á hverfanda hveli? Svo hátimbraðri líkingunni sé haldið til streitu hrifsar glæpasagnadrottningin Yrsa nú til sín krúnuna en Arnaldur hefur verið þéttur fyrir í hásætinu á toppi bóksölulistans mörg undanfarin ár. Til að allrar sanngirni sé gætt þá brá Arnaldur nú frá vananum, sendi ekki frá sér glæpasögu þetta árið heldur sögulega skáldsögu. Í því ljósi má segja að árangur hans sé glæsilegur og lesendur sýni honum tryggð. En glæpasagan nýtur eftir sem áður mikilla vinsælda meðal íslenskra lesenda, það sýnir bóksölulistinn með óyggjandi hætti. Barnabækur í vörn Útgefendur gefa ekki upp upplagstölur en það segir ef til vill sína sögu að það munar tæplega fjórum prósentum á sölu bókanna í fyrsta og öðru sæti. Sá munur eykst þegar neðar dregur. Þannig er fjöldi seldra eintaka á bakvið titilinn í 20. sæti innan við 30 prósent af heildarfjölda seldra eintaka af bók Yrsu. Þetta þýðir, ef við gefum okkur að Yrsa hafi selt 10 þúsund eintök af sinni bók, sem er þægileg tala, þá seldi Bókafélagið tæp þrjú þúsund eintök af Verstu foreldrum í heimi eftir David Walliams sem er í 20. sæti á aðallistanum. En það má lesa sitthvað í listana. Þó svo að bæði Birgitta Haukdal og Gunnar Helgason eigi þar sitthvora bókina á lista má greina að barnabækur séu að gefa eftir en fyrir um sex árum voru barnabókahöfundar farnir að ógna glæpasagnahöfundum svo um munaði í baráttunni um efstu sætin. Sú er ekki staðan núna og mætti ef til vill leggja út af því um þjóðfélagsástandið almennt; að sjálfssprottinn bóklestraráhugi íslenskra ungmenna sé hverfandi? Þeir teknir til við að lesa á ensku og séu meira í tölvunni? Betri bíla, meiri pening Hallgrímur Helgason má vel við una, hann er í fjórða sæti með vandaða skáldsögu sína sem er önnur í Siglufjarðartrílógíu sinni. Hann er, auk Arnaldar, tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna; verðlaun sem bókaútgefendur efna til einkum með það fyrir augum að vekja athygli á bókmenntum. Fleiri tilnefndir eru nú ekki á aðallistanum. Hallgrímur Helgason er helsti útvörður íslensku skáldsögunnar. Bók hans Sextíu kíló af kjaftshöggum hefur heldur betur átt upp á pallborðið hjá íslenskum bókakaupendum. Bjarni Fritzson og Óttar Sveinsson eru fastagestir á listanum, sem og Stefán Máni sem heldur sínu. Nýliðar á lista eru svo Guðjón Ragnar Jónasson með bók um Guðna Ágústsson, í 8. sæti og svo eru bækur sem fjalla um fjárfestingar annars vegar (Fjárfestingar) og svo bíla hins vegar (Bílamenning: Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum) – hvað svo sem það segir um þjóðina: „Betri bíla, yngri konur, eldra viskí, meiri pening,“ eins og Rúnar Júlíusson heitinn söng fyrir margt löngu? Óvænt á aðallista og nýliðar ársins „Mér fannst Guðni Ágústsson vera óvæntasti smellurinn en í raun er Guðni einfaldlega afskaplega vel þokkaður og vinsæll höfundur og mætti að ósekju senda frá sér mun fleiri bækur. Skemmtisögur hans af sjálfum sér og fleirum, Guðni - léttur í lund, sem kom út árið 2013 lenti til dæmis í efsta sæti ævisagnalistans það árið og í fimmta sæti aðallistans. Efstu sæti Bóksölulistans eru Guðna því ekki framandi,“ segir Bryndís spurð um hvað komi helst á óvart. Hún vill með öðrum orðum meina að velgengni Guðna komi ekki á óvart þegar allt kemur til alls: Aníta Rut og Rósa Kristinsdóttir eru ásamt Kristínu Hildi Ragnarsdóttur nýliðar ársins.Vísir/Brennslan „Því vil ég nefna þær Anítu Rut Hilmarsdóttur, Kristínu Hildi Ragnarsdóttur og Rósu Kristinsdóttur með bók sína Fjárfestingar sem „svarta fola ársins“ eða óvæntasta smellinn. Það má í raun hengja á þær borða sem nýliðar ársins í leiðinni. Hvert bók þeirra leiðir þjóðina á þessu nýja ári er mér ekki alveg ljóst enda verð ég að viðurkenna að hafa ekki kynnt mér hana eins og ég gjarnan hefði þó hug á.“ Samdráttur frá metárinu í fyrra Örlítil rannsóknarvinna leiðir í ljós að heildarsala íslenskra skáldverka í nóvember og desember var heldur minni en árið 2020, sem reyndar var algjört metár. Samdrátturinn gæti numið eitthvað á milli 10-15 prósentum, að sögn Bryndísar. „Sé sala íslenskra skáldverka fyrir jól hins vegar borin saman við árið 2019 þá var árið í fyrra 3-4 prósentum betra.“ Salan rokkar alltaf eitthvað á milli flokka. Þannig voru þýðingar til dæmis aðeins að sækja í sig veðrið miðað við jólasölu fyrri ára og í heild var salan áþekk árinu 2020. Bryndís segir að þegar útgáfan er svona mikil sé raunin sú að lesendur fá meira úrval, salan dreifist á fleiri titla og höfundar bera minna úr býtum. Væntanlega hefur styrkur til útgefenda haft það að segja að útgáfan er meiri en áður hefur verið, dreifðari og ekki eins háð markaði. „Leitin að hinu gullna jafnvægi er þrotlaus,“ segir Bryndís spekingsleg á svip. Mest seldu bækur ársins 2021 1. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 2. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 5. Lára bakar - Birgitta Haukdal 6. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 7. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 8. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 9. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 10. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 11. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 12. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 13. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson, Anna M. Marinósdóttir og Jón B. Hlíðberg 14. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 15. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 16. Horfnar - Stefán Máni 17. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 18. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 19. Palli Playstation - Gunnar Helgason 20. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams Mest seldu barna- og ungmennabækurnar 1. Lára bakar - Birgitta Haukdal 2. Orri óstöðvandi - Kapphaupið um silfur Egils - Bjarni Fritzson 3. Alexander Daníel Hermann Dawidsson : Bannað að eyðileggja - Gunnar Helgason 4. Lára lærir á hljóðfæri - Birgitta Haukdal 5. Þín eigin ráðgáta - Ævar Þór Benediktsson 6. Fagurt galaði fuglinn sá - Helgi Jónsson, Anna M. Marinósdóttir og Jón B. Hlíðberg 7. Litlir lærdómshestar - Stafir - Elisabeth Golding 8. Palli Playstation - Gunnar Helgason 9. Verstu foreldrar í heimi - David Walliams 10. Salka: Tölvuheimurinn - Bjarni Fritzson Mest seldu skáldverkin 1. Lok, lok og læs - Yrsa Sigurðardóttir 2. Sigurverkið - Arnaldur Indriðason 3. Úti - Ragnar Jónasson 4. Sextíu kíló af kjaftshöggum - Hallgrímur Helgason 5. Horfnar - Stefán Máni 6. Allir fuglar fljúga í ljósið - Auður Jónsdóttir 7. Bréfið - Kathryn Hughes 8. Merking - Fríða Ísberg 9. Þú sérð mig ekki - Eva Björg Ægisdóttir 10. Náhvít jörð - Lilja Sigurðardóttir Mest seldu fræði- og handbækurnar 1. Útkall : Í auga fellibylsins - Óttar Sveinsson 2. Guðni á ferð og flugi - Guðjón Ragnar Jónasson 3. Fjárfestingar - Aníta Rut Hilmarsdóttir, Kristín Hildur Ragnarsdóttir og Rósa Kristinsdóttir 4. Bílamenning : Akstursgleði liðinnar aldar í máli og myndum - Örn Sigurðsson 5. Heima hjá lækninum í eldhúsinu - Ragnar Freyr Ingvarsson 6. Bakað með Evu Laufey - Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir 7. Undir 1000 kr. fyrir tvo - Áslaug Björg Harðardóttir 8. Prjón er snilld - Sjöfn Kristjánsdóttir 9. Bærinn brennur - Þórunn Jarla Valdimarsdóttir 10. Skipulagsdagbók 2022 - Sólrún Diego Mest seldu ævisögurnar 1. Rætur : Á æskuslóðum minninga og mótunar - Ólafur Ragnar Grímsson 2. Læknirinn í englaverksmiðjunn - Ásdís Halla Bragadóttir 3. 11. 000 volt : Þroskasaga Guðmundar Felix - Erla Hlynsdóttir 4. Gunni Þórðar : Lífssaga - Ómar Valdimarsson 5. Ilmreyr : Móðurminning - Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir 6. Minn hlátur er sorg - ævisaga Ástu Sigurðardóttur - Friðrika Benónýsdóttir 7. Sigurður Þórarinsson - mynd af manni I-II - Sigrún Helgadóttir 8. Markús : Á flótta í 40 ár : Öðruvísi Íslandssaga - Jón Hjaltason 9. Úr heljargreipum : saga Baldurs Freys - Baldur Freyr Einarsson 10. Hákarla-Jörundur : ævisaga Jörundar Jónssonar hákarlaformanns og útvegsbónda í Hrísey Mest seldu ljóðabækurnar 1. Jóðl - Bragi Valdimar Skúlason 2. Bestu gamanvísurnar - Ragnar Ingi Aðalsteinsson 3. Menn sem elska menn - Haukur Ingvarsson 4. Ekki var það illa meint - Hjálmar Freysteinsson 5. Ljóðasafn Vilborgar - Vilborg Dagbjartsdóttir 6. Orð ekkert nema orð - Bubbi Morthens 7. Ég brotna 100 % niður - Eydís Blöndal 8. Kona fer í gönguferð - Hanna Óladóttir 9. Meðal hvítra skýja - Íslensk þýðing ljóða úr kínversku - Hjörleifur Sveinbjörnsson þýddi 10. Ætli Adólf hafi grátið Evu sína? - Friðvin Berndsen
Bókaútgáfa Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Glænýr bóksölulisti: Fuglar og Máni með mikinn lokasprett Vísir birtir hér með glænýjan bóksölulista frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Hér er um mikilvægasta lista ársins því hann tekur til bóksölu á flestum útsölustöðum landsins á tímabilinu 14. til 20. desember. 22. desember 2021 15:04 Glænýr bóksölulisti: Drottningin veltir kónginum úr sessi Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir lagði sjálfan Arnald Indriðason, konung glæpasögunar sem ríkt hefur á toppi bóksölulista mörg undanfarin ár, þessa vikuna í keppninni miklu um mest seldu bókina. 16. desember 2021 07:01 Nýr bóksölulisti: Yrsa þjarmar að Arnaldi Æsast nú heldur betur leikar í jólabókaflóðinu hvar salan er helsta mælistikan. Bóksölulisti vikunnar leiðir í ljós að Sigurverk Arnaldar heldur toppsætinu eins og var fyrir viku. 9. desember 2021 11:06 Bókaþjóðin elskar sinn Arnald Glæpasagnakóngurinn hefur komið sér makindalega fyrir á toppi bóksölulistans þó ekki sé það reifari sem hann sendir frá sér núna. 2. desember 2021 10:25 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Glænýr bóksölulisti: Fuglar og Máni með mikinn lokasprett Vísir birtir hér með glænýjan bóksölulista frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Hér er um mikilvægasta lista ársins því hann tekur til bóksölu á flestum útsölustöðum landsins á tímabilinu 14. til 20. desember. 22. desember 2021 15:04
Glænýr bóksölulisti: Drottningin veltir kónginum úr sessi Glæpasagnadrottningin Yrsa Sigurðardóttir lagði sjálfan Arnald Indriðason, konung glæpasögunar sem ríkt hefur á toppi bóksölulista mörg undanfarin ár, þessa vikuna í keppninni miklu um mest seldu bókina. 16. desember 2021 07:01
Nýr bóksölulisti: Yrsa þjarmar að Arnaldi Æsast nú heldur betur leikar í jólabókaflóðinu hvar salan er helsta mælistikan. Bóksölulisti vikunnar leiðir í ljós að Sigurverk Arnaldar heldur toppsætinu eins og var fyrir viku. 9. desember 2021 11:06
Bókaþjóðin elskar sinn Arnald Glæpasagnakóngurinn hefur komið sér makindalega fyrir á toppi bóksölulistans þó ekki sé það reifari sem hann sendir frá sér núna. 2. desember 2021 10:25