Fréttir ársins 2021

Fréttamynd

Vil­helm tók mynd ársins og frétta­mynd ársins

Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, hreppti tvö af sjö verðlaunum sem veitt voru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2021 í dag. Mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum var valin mynd ársins og mynd hans af nýmyndaðri ríkisstjórn í roki og rigningu var valin fréttamynd ársins.

Innlent
Fréttamynd

Hinn sænski DJ Seinfeld með lag ársins

Það er árlegur viðburður að umsjónarmenn danstónlistarþáttarins PartyZone hói í fjöldan allan af plötusnúðum og taki saman árslista yfir það sem stóð upp úr í danstónlist á árinu.

Tónlist
Fréttamynd

Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á

1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslendingar óðir í búbblurnar árið 2021

Sala á freyðivíni og kampavíni jókst um 17 prósent á milli ára á meðan sala dróst saman í flest öllum öðrum söluflokkum í Vínbúðinni. Mestur var samdrátturinn í sölu á rauðvíni, eða um 5,9 prósent.

Neytendur
Fréttamynd

Ragn­heiður Ósk valin maður ársins 2021

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, er maður ársins að mati fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Margir voru um hituna á viðburðaríku ári en tilkynnt var um valið í þættinum Kryddsíld í dag, þar sem árið 2021 er gert upp.

Innlent
Fréttamynd

Guðmundur Felix maður ársins hjá hlustendum og lesendum

Guðmundur Felix Grétarsson er maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Guðmundur Felix fékk ágræddar hendur á árinu eftir langa bið í Frakklandi. Hann hefur með óbilandi trú og kjarki verið fyrirmynd fólks og sýnt mikla þrautseigju og bjartsýni.

Innlent
Fréttamynd

Kynþokkafyllsta yfirferð ársins

Flest erum við kynverur, upp að vissu marki að minnsta kosti, og þurfum útrás fyrir slíkar kenndir. Íslendingar virðast hafa beint þeirri útrás í ýmsa farvegi á árinu sem er að líða. Suma gamla og góða, en aðra nýja og talsvert djarfa.

Innlent
Fréttamynd

Ár hinna ósögðu sagna

Eitruð karlmennska, gerendameðvirkni, útilokunarmenning, þolendaskömmun. Þetta eru orð sem reglulega báru á góma á árinu sem nú er að líða, árinu sem MeToo bylgjan tók á sig breytta mynd.

Innlent
Fréttamynd

Þetta eru sigurvegarar ársins

Árið sem er að líða… var svolítil rússíbanareið. Á meðan sumir koma talsvert þjakaðir undan því standa aðrir uppi sem sigurvegarar. Og það eru þeir sem verða hér í forgrunni.

Innlent
Fréttamynd

Frægir fjölguðu sér árið 2021

Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2021 og Vísir greindi frá.

Lífið