Erlent

Bar­átta háð jafnt innan víg­vallarins sem utan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Konur hafa mótmælt klerkastjórninni í Íran harðlega á árinu og meðal annars brennt slæður sínar, sem þær eru neyddar til að bera.
Konur hafa mótmælt klerkastjórninni í Íran harðlega á árinu og meðal annars brennt slæður sínar, sem þær eru neyddar til að bera. Vísir

Síðastliðið ár hefur ýmislegt gengið á jafnt innan landsteinanna sem utan. Hér verður stiklað á stóru á því helst sem gerðist í útlöndum á árinu.

Árinu má líklega lýsa sem því versta fyrir Breta í árafjöld. Þrír hafa gengt embætti forsætisráðherra, það hefur sjaldan verið jafn dýrt að búa í Bretlandi og ástsæll þjóðhöfðingi landsins til sjötíu ára lést. 

Í Evrópu var barátta háð víða ekki bara á vígvellinum, eins og fjallað var um í sérstökum Úkraínuannál fyrir helgi, heldur einnig á sviði stjórnmála. Klerkastjórninni í Íran hefur líklega aldrei verið mótmælt eins harðlega og í haust og enginn hefur haldið völdum í Kína kommúnismans eins og núverandi leiðtogi. 

Þetta er bara brot þess sem gerðist utan landssteinanna á árinu en stiklað er á stóru í myndbandinu hér að neðan.

Frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2022 alla virka daga í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×