Vilhelm tók mynd ársins og fréttamynd ársins Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2022 17:39 Mynd ársins 2021 tók Vilhem Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, í Geldingadölum. Vilhelm Gunnarsson Ljósmyndari Vísis, Vilhelm Gunnarsson, hreppti tvö af sjö verðlaunum sem veitt voru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir bestu myndir ársins 2021 í dag. Mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum var valin mynd ársins og mynd hans af nýmyndaðri ríkisstjórn í roki og rigningu var valin fréttamynd ársins. „Áhugaverð, sterk og frumleg mynd af einu stærsta fréttamáli krefjandi árs. Sjónarhornið er frábært, formið óvænt og sérlega flott auk þess sem vinnslan hæfir myndinni afar vel. Ótrúlega kraftmikil mynd sem fangar anda liðins árs en minnir um leið á ógnir sem steðja að náttúrunni og gefa engin grið, þótt athygli manna beinist tímabundið í aðrar áttir. Mynd sem segir ótal sögur,“ segir í umsögn dómnefndar um mynd ársins árið 2021 eftir Vilhelm. Aðrir ljósmyndarar sem voru verðlaunaðir voru Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem átti bestu íþróttamyndina, Páll Stefánsson sem átti portrett ársins, Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari Fréttablaðsins sem átti umhverfismynd ársins, Hörður Sveinsson sem fékk verðlaun fyrir tímaritamynd ársins og fékk Heiða Helgadóttir verðlaun fyrir myndaröð ársins og daglegt líf mynd ársins. Dómnefndina í ár skipuðu þau Aldís Pálsdóttir, Árni Torfason, Gísli Helgason, Hrund Þórsdóttir, Pjetur Sigurðsson, Sigríður Ella Frímannsdóttir og David Guttenfelder sem jafnframt var formaður dómnefndar. Myndir ársins 2021: Mynd ársins - Vilhelm Gunnarsson, Vísi Eldgosið í Geldingadölum við Fagradalsfjall var fyrsta eldgosið á Íslandi sem drónar voru komnir í almennings eign og var sú tækni nýtt til hins ýtrasta hjá mörgum.Vilhelm Gunnarsson Fréttamynd ársins - Vilhelm Gunnarsson, Vísi Eftir dramatískar kosningar í september, umdeilda endurtalningu og maraþonstarf hinar nafnlöngu undirbúningskjörbréfanefndar, tók ný ríkisstjórn loks við 28. nóvember. Reyndar var um að ræða sömu sýningu í annarri uppsetningu, þar sem nokkrir nýir leikarar tóku við og aðrir skiptu um búning. í roki og rigningu stilltu þau sér upp að venju að loknum ríkisráðsfundi en einhver bið var á myndatöku meðan Svandísar var leitað.Vilhelm Gunnarsson Umsögn dómnefndar: „Uppstillt hópmynd af nýrri ríkisstjórn er klassískt myndefni en með útsjónarsemi og húmor að vopni fangar ljósmyndarinn afar skemmtilegt augnablik sem á sér stað rétt áður en hin eiginlega myndataka fer fram. Myndin er á vissan hátt lýsandi fyrir þá ringulreið sem hefur átt sér stað í samfélaginu og pólitíkinni og um leið minnir hún á að stjórnmálafólkið er fyrst og fremst einmitt það, fólk.“ Íþróttamynd ársins - Kristinn Magnússon, Morgunblaðinu Kærasta Deane William hughreistir leikmanninn eftir að hann er í sárum eftir tap í úrslitaleik.Kristinn Magnússon Umsögn dómnefndar: „Með því að beina athygli sinni frá hinu augljósa myndefni, þar sem sigurvegarar fagna ásamt stuðningsfólki sínu, nær ljósmyndarinn að stöðva tímann mitt í allri óreiðunni. Hann nær að frysta tilfinningaþrungna stund; rólegt, fallegt og einlægt augnablik sem vekur sterka samlíðan hjá áhorfandanum. Óvenjuleg íþróttamynd sem minnir sterkt á hve mikilvægan sess íþróttir skipa í lífi margra.“ Tímaritamynd ársins - Hörður Sveinsson Tónlistarmaðurinn John GrantHörður Sveinsson Umsögn dómnefndar: „Sjónrænt mjög áhugaverð mynd sem augljóst er að ljósmyndarinn og viðfangsefnið hafa lagt mikla vinnu í. Kraftmiklir litir og óvenjuleg formin skapa spennandi dýnamík og nánast hreyfingu í myndflötinn. Skemmtilega öðruvísi mynd.“ Umhverfismynd ársins - Sigtryggur Ari Jóhannsson Hraunið við það að fara yfir varnargarða.Sigtryggur Ari Jóhannsson Umsögn dómnefndar: „Eldgosið í Geldingadölum var eitt mest myndaða fyrirbæri ársins en með persónulegri nálgun á viðfangsefnið sýnir ljósmyndarinn okkur „hina hliðina“ á gosinu með mynd sem gæti nánast verið tekin hvar sem er á Íslandi. Við fyrstu sýn virðist myndin svarthvít en við nánari skoðun kemur í ljós að svo er ekki. Marglaga en einstaklega falleg og friðsæl mynd þar sem rammíslensk kyrrðin sogar áhorfandann til sín.“ Daglegt líf mynd ársins - Heiða Helgadóttir Una Margrét Jónsdóttir og Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson hafa verið gift í 2 áratugi. Þau hafa í sameiningu fundið leið til þess að tala um erfiða hluti með því að láta fingurna tjá sig. „Það er dálítið sérstakur hluti af okkar sambandi og byrjaði nokkuð snemma eftir að ég flutti hingað og við sátum gjarnan saman við eldhúsborðið að drekka síðdegiskaffi. Þá fór Eiður að láta fingurna ganga svona í átt að mínum og ég lét mína fingur ganga. Við gerðum það að gamni okkar að við létum sem fingurnir sæju hver annan. Þér léku sér hver að öðrum og þeir föðmuðust. Svo vatt þetta upp á sig og fingurnir fóru að tala. Við fórum að kalla þau litla fingrastrákinn og litlu fingrastúlkuna.“ segir Una. „Þau fóru að tala um hluti sem okkur fannst erfitt að tala um. Þarna var komin leið til að tala um mjög erfiða hluti. Maður gat þá fríað sig ábyrgð einhvern veginn. Það var einhver annar að segja þetta. Þetta hefur hjálpað mjög mikið. Kannski tengist þetta líka því að við erum bæði alveg óskaplega sérvitur.“ segir EiðurHeiða Helgadóttir Umsögn dómnefndar: „Una Margrét Jónsdóttir og Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson hafa verið gift í tvo áratugi. Þau segjast afar sérvitur en í sameiningu fundu þau leið til að tala saman um erfiða hluti með því að láta fingurna tjá sig. Hlý og afar einlæg mynd úr íslenskum hversdagsleika. Ljósmyndarinn skapar traust og nær þannig að segja hjartnæma sögu sem ekki er sjálfsagt að viðfangsefnin vilji deila með öðrum. Þá er myndin skemmtilega innrömmuð og bætir umhverfið heilmiklu við söguna.“ Portrettmynd ársins - Páll Stefánsson Shu Yi ljósmyndari opnar sýningu á Mutt GalleríPáll Stefánsson Umsögn dómnefndar: „Töff og óvenjuleg portrettmynd sem sker sig úr fjöldanum og gefur þá upplifun að lögmál séu brotin. Viðfangsefnið virðist svífandi en um leið svo fullkomið, eins og þyngdarlögmálið hafi gleymt að vinna sína vinnu. Afar áhugaverð innrömmun og myndbygging gerir þessa stílhreinu mynd að veislu fyrir augað. Kyrrlát en sterk orka í eftirminnilegri mynd.“ Myndasería ársins - Heiða Helgadóttir Á horni Barónsstígs og Eiríksgötu stendur gamli Blóðbankinn. „Blóð er lífsgjöf“, segir í kjörorðum bankans sem hefur fært sig um set á Snorrabraut. Eftir stendur húsið gráa á Barónsstígnum og hefur öðlast nýja tilgang, en í kjallara þess húss dvelja þeir tímabundið sem látið hafa lífið af óútskýrðum ástæðum.Heiða Helgadóttir Pétur Guðmann Guðmannsson er einn af tveimur starfandiréttarmeinafræðingum á Íslandi. Öll tilfelli dauðsfalla sem Pétur fær inn á borð til sín eru óútskýrð. Tilgangur krufningar er því að komast að því hvernig dauðann bar að garði, hvort um slys, sjálfsvíg, manndráp eða náttúrulegan dauðdaga hafi verið að ræða. „Að kunna á strúktúr líkamans, mér fannst það rosalega flott sem hugmynd. Eitthvað sem hefur bara sitt upphaf og sinn endi, mér fannst eitthvað elegant við það. Ef maður hefur áhuga á líffærafræði, öllum vöðvum, æðum, taugum, öllu, þá er þetta rétta starfið,“ segir hann kíminn.Heiða Helgadóttir Pétur reynir eftir bestu getu að tengjast ekki viðföngum sínum eða sögum þeirra persónulega. „Ef maður væri tilfinningalega blandaður í öll tilfellin myndi maður tæmast mjög fljótt, svo maður heldur sig kannski leynt og ljóst frá því og svo verður það einhvern veginn sjálfkrafa, þessi fjarlægð. Ég hefði ekki andlega efni á því að láta öll tilfellin íþyngja mér,“ segir hann. Fjarlægðin gerir það að verkum að manneskja geti orðið að líki og lík að viðfangi og þegar manneskjan er viðfang verður vinnan viðráðanleg. „Maður er að umgangast þessa manneskju á svo mikið öðruvísi hátt en maður myndi umgangast annað lifandi fólk. Það er einhver grundvallarafstöðumunur í aðstæðunum sjálfum.“Heiða Helgadóttir Pétur Guðmann leiðbeinir hér læknanema sem koma iðulega til hans. „Maður er ekki að lækna hér inni. Þetta er formfræði, þetta er formfræðirannsókn. Maður er að skoða, það er starfið. Maður er að skoða, maður er að lýsa og maður er að túlka, ekki lækna.“ Segir Pétur.Heiða Helgadóttir Það eru tilfelli sem hann getur ekki sinnt. Hann getur til að mynda ekki krufið einhvern sem hann þekkir vel. Viðfangið yrði þá aftur að líki og lík að manneskju. „Þá væri það í forgrunni að þetta væri manneskja, að þetta væri ekta einhvern veginn. Maður býr sér til þetta kerfi sem er pínulítið fjarstæðukennt, til þess að geta umgengist þetta og til þess að verða ekki fyrir of miklum áhrifum. Það er einhver innbyggð afneitun sem á sér stað, einhver djúpsálfræðileg afneitun á dauðanum, að maður trúi því raunverulega að maður deyi. Krufning er svo mikil opinberun, hún sýnir manni að maður er á endanum spendýr, að svona sé þetta og svona er maður að innan,“Heiða Helgadóttir „Þegar ég er að kryfja menn á mínum aldri, tiltölulega unga, sem deyja annaðhvort skyndidauða eða fyrir eigin hendi, það snertir í mér streng og fær mig til að hugsa út í mitt eigið líf.“Heiða Helgadóttir „Samskiptin eru engin og þar af leiðandi eru tengslin engin. Þessi manneskjulegu tengsl sem maður nær að mynda við næstum alla sem maður mætir, jafnvel afgreiðslufólki í búðum sem maður mætir einungis í stutta stund. Það eru svona míkró tengsl, manneskja við manneskju. Í krufningarsalnum eru engar forsendur fyrir því og ég held að það sé í raun heppilegt að maður geti haldið sig frá því.“ Honum tekst í flestum tilfellum að mynda slíka faglega fjarlægð en ekki öllum. Sú staða hefur komið upp að Pétur hefur þurft að kryfja manneskjur sem hann hefur séð í lifanda lífi, sem hann man eftir. Þá veikist varnarkerfið, bráðnauðsynlega varnarkerfið.Heiða Helgadóttir „Ég hef enga trú á því að ég deyi frekar en mjög margir. Bara eins og fólk er oft. Fólk gengur ekki um í þessari trú almennt um að það muni einhvern tíma deyja, og ég er eins. Ég sé mig ekki fyrir mér liggjandi á borðinu í kjallaranum á Barónsstíg.“Heiða Helgadóttir Umsögn dómnefndar: „Með úthugsaðri nálgun nær ljósmyndarinn að vinna afar vel úr krefjandi aðstæðum. Myndefnið er sláandi, jafnvel óþægilegt í huga margra, en án þess að draga neitt undan nær ljósmyndarinn samt að skapa ró og jafnvel hlýju. Sagan útskýrir og sýnir hluti sem getur verið erfitt að horfa á en vekur þó ekki óhug. Myndirnar svala ákveðinni forvitni og færa áhorfandann inn í kringumstæður sem fæstir þekkja af eigin raun en gerir það með smekklegum og fagmannlegum hætti.“ Ljósmyndun Fjölmiðlar Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Bestu myndir ársins verðlaunaðar og sýndar almenningi Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefst á morgun klukkan 15 á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsinu. Bestu myndir ársins verða verðlaunaðar. 1. apríl 2022 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
„Áhugaverð, sterk og frumleg mynd af einu stærsta fréttamáli krefjandi árs. Sjónarhornið er frábært, formið óvænt og sérlega flott auk þess sem vinnslan hæfir myndinni afar vel. Ótrúlega kraftmikil mynd sem fangar anda liðins árs en minnir um leið á ógnir sem steðja að náttúrunni og gefa engin grið, þótt athygli manna beinist tímabundið í aðrar áttir. Mynd sem segir ótal sögur,“ segir í umsögn dómnefndar um mynd ársins árið 2021 eftir Vilhelm. Aðrir ljósmyndarar sem voru verðlaunaðir voru Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem átti bestu íþróttamyndina, Páll Stefánsson sem átti portrett ársins, Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari Fréttablaðsins sem átti umhverfismynd ársins, Hörður Sveinsson sem fékk verðlaun fyrir tímaritamynd ársins og fékk Heiða Helgadóttir verðlaun fyrir myndaröð ársins og daglegt líf mynd ársins. Dómnefndina í ár skipuðu þau Aldís Pálsdóttir, Árni Torfason, Gísli Helgason, Hrund Þórsdóttir, Pjetur Sigurðsson, Sigríður Ella Frímannsdóttir og David Guttenfelder sem jafnframt var formaður dómnefndar. Myndir ársins 2021: Mynd ársins - Vilhelm Gunnarsson, Vísi Eldgosið í Geldingadölum við Fagradalsfjall var fyrsta eldgosið á Íslandi sem drónar voru komnir í almennings eign og var sú tækni nýtt til hins ýtrasta hjá mörgum.Vilhelm Gunnarsson Fréttamynd ársins - Vilhelm Gunnarsson, Vísi Eftir dramatískar kosningar í september, umdeilda endurtalningu og maraþonstarf hinar nafnlöngu undirbúningskjörbréfanefndar, tók ný ríkisstjórn loks við 28. nóvember. Reyndar var um að ræða sömu sýningu í annarri uppsetningu, þar sem nokkrir nýir leikarar tóku við og aðrir skiptu um búning. í roki og rigningu stilltu þau sér upp að venju að loknum ríkisráðsfundi en einhver bið var á myndatöku meðan Svandísar var leitað.Vilhelm Gunnarsson Umsögn dómnefndar: „Uppstillt hópmynd af nýrri ríkisstjórn er klassískt myndefni en með útsjónarsemi og húmor að vopni fangar ljósmyndarinn afar skemmtilegt augnablik sem á sér stað rétt áður en hin eiginlega myndataka fer fram. Myndin er á vissan hátt lýsandi fyrir þá ringulreið sem hefur átt sér stað í samfélaginu og pólitíkinni og um leið minnir hún á að stjórnmálafólkið er fyrst og fremst einmitt það, fólk.“ Íþróttamynd ársins - Kristinn Magnússon, Morgunblaðinu Kærasta Deane William hughreistir leikmanninn eftir að hann er í sárum eftir tap í úrslitaleik.Kristinn Magnússon Umsögn dómnefndar: „Með því að beina athygli sinni frá hinu augljósa myndefni, þar sem sigurvegarar fagna ásamt stuðningsfólki sínu, nær ljósmyndarinn að stöðva tímann mitt í allri óreiðunni. Hann nær að frysta tilfinningaþrungna stund; rólegt, fallegt og einlægt augnablik sem vekur sterka samlíðan hjá áhorfandanum. Óvenjuleg íþróttamynd sem minnir sterkt á hve mikilvægan sess íþróttir skipa í lífi margra.“ Tímaritamynd ársins - Hörður Sveinsson Tónlistarmaðurinn John GrantHörður Sveinsson Umsögn dómnefndar: „Sjónrænt mjög áhugaverð mynd sem augljóst er að ljósmyndarinn og viðfangsefnið hafa lagt mikla vinnu í. Kraftmiklir litir og óvenjuleg formin skapa spennandi dýnamík og nánast hreyfingu í myndflötinn. Skemmtilega öðruvísi mynd.“ Umhverfismynd ársins - Sigtryggur Ari Jóhannsson Hraunið við það að fara yfir varnargarða.Sigtryggur Ari Jóhannsson Umsögn dómnefndar: „Eldgosið í Geldingadölum var eitt mest myndaða fyrirbæri ársins en með persónulegri nálgun á viðfangsefnið sýnir ljósmyndarinn okkur „hina hliðina“ á gosinu með mynd sem gæti nánast verið tekin hvar sem er á Íslandi. Við fyrstu sýn virðist myndin svarthvít en við nánari skoðun kemur í ljós að svo er ekki. Marglaga en einstaklega falleg og friðsæl mynd þar sem rammíslensk kyrrðin sogar áhorfandann til sín.“ Daglegt líf mynd ársins - Heiða Helgadóttir Una Margrét Jónsdóttir og Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson hafa verið gift í 2 áratugi. Þau hafa í sameiningu fundið leið til þess að tala um erfiða hluti með því að láta fingurna tjá sig. „Það er dálítið sérstakur hluti af okkar sambandi og byrjaði nokkuð snemma eftir að ég flutti hingað og við sátum gjarnan saman við eldhúsborðið að drekka síðdegiskaffi. Þá fór Eiður að láta fingurna ganga svona í átt að mínum og ég lét mína fingur ganga. Við gerðum það að gamni okkar að við létum sem fingurnir sæju hver annan. Þér léku sér hver að öðrum og þeir föðmuðust. Svo vatt þetta upp á sig og fingurnir fóru að tala. Við fórum að kalla þau litla fingrastrákinn og litlu fingrastúlkuna.“ segir Una. „Þau fóru að tala um hluti sem okkur fannst erfitt að tala um. Þarna var komin leið til að tala um mjög erfiða hluti. Maður gat þá fríað sig ábyrgð einhvern veginn. Það var einhver annar að segja þetta. Þetta hefur hjálpað mjög mikið. Kannski tengist þetta líka því að við erum bæði alveg óskaplega sérvitur.“ segir EiðurHeiða Helgadóttir Umsögn dómnefndar: „Una Margrét Jónsdóttir og Hólmsteinn Eiður Hólmsteinsson hafa verið gift í tvo áratugi. Þau segjast afar sérvitur en í sameiningu fundu þau leið til að tala saman um erfiða hluti með því að láta fingurna tjá sig. Hlý og afar einlæg mynd úr íslenskum hversdagsleika. Ljósmyndarinn skapar traust og nær þannig að segja hjartnæma sögu sem ekki er sjálfsagt að viðfangsefnin vilji deila með öðrum. Þá er myndin skemmtilega innrömmuð og bætir umhverfið heilmiklu við söguna.“ Portrettmynd ársins - Páll Stefánsson Shu Yi ljósmyndari opnar sýningu á Mutt GalleríPáll Stefánsson Umsögn dómnefndar: „Töff og óvenjuleg portrettmynd sem sker sig úr fjöldanum og gefur þá upplifun að lögmál séu brotin. Viðfangsefnið virðist svífandi en um leið svo fullkomið, eins og þyngdarlögmálið hafi gleymt að vinna sína vinnu. Afar áhugaverð innrömmun og myndbygging gerir þessa stílhreinu mynd að veislu fyrir augað. Kyrrlát en sterk orka í eftirminnilegri mynd.“ Myndasería ársins - Heiða Helgadóttir Á horni Barónsstígs og Eiríksgötu stendur gamli Blóðbankinn. „Blóð er lífsgjöf“, segir í kjörorðum bankans sem hefur fært sig um set á Snorrabraut. Eftir stendur húsið gráa á Barónsstígnum og hefur öðlast nýja tilgang, en í kjallara þess húss dvelja þeir tímabundið sem látið hafa lífið af óútskýrðum ástæðum.Heiða Helgadóttir Pétur Guðmann Guðmannsson er einn af tveimur starfandiréttarmeinafræðingum á Íslandi. Öll tilfelli dauðsfalla sem Pétur fær inn á borð til sín eru óútskýrð. Tilgangur krufningar er því að komast að því hvernig dauðann bar að garði, hvort um slys, sjálfsvíg, manndráp eða náttúrulegan dauðdaga hafi verið að ræða. „Að kunna á strúktúr líkamans, mér fannst það rosalega flott sem hugmynd. Eitthvað sem hefur bara sitt upphaf og sinn endi, mér fannst eitthvað elegant við það. Ef maður hefur áhuga á líffærafræði, öllum vöðvum, æðum, taugum, öllu, þá er þetta rétta starfið,“ segir hann kíminn.Heiða Helgadóttir Pétur reynir eftir bestu getu að tengjast ekki viðföngum sínum eða sögum þeirra persónulega. „Ef maður væri tilfinningalega blandaður í öll tilfellin myndi maður tæmast mjög fljótt, svo maður heldur sig kannski leynt og ljóst frá því og svo verður það einhvern veginn sjálfkrafa, þessi fjarlægð. Ég hefði ekki andlega efni á því að láta öll tilfellin íþyngja mér,“ segir hann. Fjarlægðin gerir það að verkum að manneskja geti orðið að líki og lík að viðfangi og þegar manneskjan er viðfang verður vinnan viðráðanleg. „Maður er að umgangast þessa manneskju á svo mikið öðruvísi hátt en maður myndi umgangast annað lifandi fólk. Það er einhver grundvallarafstöðumunur í aðstæðunum sjálfum.“Heiða Helgadóttir Pétur Guðmann leiðbeinir hér læknanema sem koma iðulega til hans. „Maður er ekki að lækna hér inni. Þetta er formfræði, þetta er formfræðirannsókn. Maður er að skoða, það er starfið. Maður er að skoða, maður er að lýsa og maður er að túlka, ekki lækna.“ Segir Pétur.Heiða Helgadóttir Það eru tilfelli sem hann getur ekki sinnt. Hann getur til að mynda ekki krufið einhvern sem hann þekkir vel. Viðfangið yrði þá aftur að líki og lík að manneskju. „Þá væri það í forgrunni að þetta væri manneskja, að þetta væri ekta einhvern veginn. Maður býr sér til þetta kerfi sem er pínulítið fjarstæðukennt, til þess að geta umgengist þetta og til þess að verða ekki fyrir of miklum áhrifum. Það er einhver innbyggð afneitun sem á sér stað, einhver djúpsálfræðileg afneitun á dauðanum, að maður trúi því raunverulega að maður deyi. Krufning er svo mikil opinberun, hún sýnir manni að maður er á endanum spendýr, að svona sé þetta og svona er maður að innan,“Heiða Helgadóttir „Þegar ég er að kryfja menn á mínum aldri, tiltölulega unga, sem deyja annaðhvort skyndidauða eða fyrir eigin hendi, það snertir í mér streng og fær mig til að hugsa út í mitt eigið líf.“Heiða Helgadóttir „Samskiptin eru engin og þar af leiðandi eru tengslin engin. Þessi manneskjulegu tengsl sem maður nær að mynda við næstum alla sem maður mætir, jafnvel afgreiðslufólki í búðum sem maður mætir einungis í stutta stund. Það eru svona míkró tengsl, manneskja við manneskju. Í krufningarsalnum eru engar forsendur fyrir því og ég held að það sé í raun heppilegt að maður geti haldið sig frá því.“ Honum tekst í flestum tilfellum að mynda slíka faglega fjarlægð en ekki öllum. Sú staða hefur komið upp að Pétur hefur þurft að kryfja manneskjur sem hann hefur séð í lifanda lífi, sem hann man eftir. Þá veikist varnarkerfið, bráðnauðsynlega varnarkerfið.Heiða Helgadóttir „Ég hef enga trú á því að ég deyi frekar en mjög margir. Bara eins og fólk er oft. Fólk gengur ekki um í þessari trú almennt um að það muni einhvern tíma deyja, og ég er eins. Ég sé mig ekki fyrir mér liggjandi á borðinu í kjallaranum á Barónsstíg.“Heiða Helgadóttir Umsögn dómnefndar: „Með úthugsaðri nálgun nær ljósmyndarinn að vinna afar vel úr krefjandi aðstæðum. Myndefnið er sláandi, jafnvel óþægilegt í huga margra, en án þess að draga neitt undan nær ljósmyndarinn samt að skapa ró og jafnvel hlýju. Sagan útskýrir og sýnir hluti sem getur verið erfitt að horfa á en vekur þó ekki óhug. Myndirnar svala ákveðinni forvitni og færa áhorfandann inn í kringumstæður sem fæstir þekkja af eigin raun en gerir það með smekklegum og fagmannlegum hætti.“
Ljósmyndun Fjölmiðlar Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Bestu myndir ársins verðlaunaðar og sýndar almenningi Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefst á morgun klukkan 15 á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsinu. Bestu myndir ársins verða verðlaunaðar. 1. apríl 2022 20:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Bestu myndir ársins verðlaunaðar og sýndar almenningi Árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands hefst á morgun klukkan 15 á Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Grófarhúsinu. Bestu myndir ársins verða verðlaunaðar. 1. apríl 2022 20:01