Glódís Perla og Hákon Arnar eru Knattspyrnufólk ársins 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2022 10:35 Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson í leik með íslensku landsliðunum á árinu 2022. Vísir/Hulda Margrét Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson þóttu skara fram úr meðal íslensk knattspyrnufólks á árinu 2022 en Knattspyrnusamband Íslands hefur greint frá vali sínu. Svokallað Leikmannaval KSÍ valdi Glódísi Perlu og Hákon Arnar Knattspyrnufólk ársins 2022. Þetta er í nítjánda sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja. Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson hafa verið valin Knattspyrnufólk ársins 2022 af Knattspyrnuvali KSÍ.https://t.co/pekIOVcc0K#dottir #fyririsland pic.twitter.com/q6BBp97xHd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 19, 2022 Glódís Perla var frábær í vörn íslenska landsliðsins og stórliðs Bayern München á árinu. Hákon Arnar vann dönsku úrvalsdeildina með FCK á sínu fyrsta meistaraflokksári og varð einnig fjórði Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. Í næstu sætum á eftir Glódísi voru þær Sveindís Jane Jónsdóttir og Sandra Sigurðardóttir en í næstu sætum á eftir Hákoni enduðu þeir Arnór Sigurðsson og Höskuldur Gunnlaugsson. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning fyrir valinu. Knattspyrnukona ársins - 1. sæti Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í fyrsta skipti. Hún hefur verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu, líkt og áður. Á síðastliðnu keppnistímabili lenti Bayern München í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið situr nú í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla lék 11 leiki með landsliðinu á árinu, þar af var hún í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjum liðsins á EM í Englandi. - 2. sæti Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með stórliði Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni og lyfti með liðinu þýska titlinum á síðasta keppnistímabili ásamt því að vinna þýska bikarinn og komast í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Á tímabilinu sem er í gangi í dag er Wolfsburg í efsta sæti í þýsku úrvalsdeildinni og er þegar búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís lék alla 12 leiki Íslands á árinu og er lykilmaður í leik liðsins. - 3. sæti Sandra Sigurðardóttir hefur átt frábært ár, bæði með Val og íslenska landsliðinu. Sandra varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar og var valin besti markmaður deildarinnar af Leikmannasamtökunum. Sandra lék níu landsleiki á árinu og átti frábært EM á Englandi í sumar og var með bestu markmönnum mótsins. - Knattspyrnumaður ársins - 1. sæti Það má með sanni segja að Hákon Arnar Haraldsson hafi komið fram á sjónvarsviðið með miklum krafti á árinu. Á sínu fyrsta heila keppnistímabili í meistaraflokki vann hann dönsku úrvalsdeildina með FCK, komst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem hann varð fjórði Íslendingurinn til að skora í keppninni, og svo lék hann fyrstu A-landsleiki sína, sjö talsins. - 2. sæti Arnór Sigurðsson lék með IFK Norrköping á síðastliðnu keppnistímabili á láni frá CSKA. Arnór lék frábærlega með sænska liðinu eftir að hann gekk til liðs við það í sumar, en þetta er í annað sinn sem hann leikur með félaginu. Hann lék 11 leiki í sænsku deildinni, skoraði í þeim sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Arnór lék níu leiki árinu með Íslandi og skoraði eitt mark, gegn Ísrael í júní. - 3. sæti Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks, en liðið vann Bestu deild karla á sannfærandi hátt í sumar. Hann lék alla leiki liðsins á tímabilinu, allar mínútur þess utan fimm mínútna í einum leik og skoraði sjö mörk. Höskuldur spilaði sex landsleiki á árinu og var t.a.m. fyrirliði landsliðsins í leik þess gegn Suður-Kóreu í nóvember. KSÍ Fréttir ársins 2021 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Svokallað Leikmannaval KSÍ valdi Glódísi Perlu og Hákon Arnar Knattspyrnufólk ársins 2022. Þetta er í nítjánda sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, meðal annars fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja. Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson hafa verið valin Knattspyrnufólk ársins 2022 af Knattspyrnuvali KSÍ.https://t.co/pekIOVcc0K#dottir #fyririsland pic.twitter.com/q6BBp97xHd— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 19, 2022 Glódís Perla var frábær í vörn íslenska landsliðsins og stórliðs Bayern München á árinu. Hákon Arnar vann dönsku úrvalsdeildina með FCK á sínu fyrsta meistaraflokksári og varð einnig fjórði Íslendingurinn til að skora í Meistaradeildinni. Í næstu sætum á eftir Glódísi voru þær Sveindís Jane Jónsdóttir og Sandra Sigurðardóttir en í næstu sætum á eftir Hákoni enduðu þeir Arnór Sigurðsson og Höskuldur Gunnlaugsson. Hér fyrir neðan má sjá rökstuðning fyrir valinu. Knattspyrnukona ársins - 1. sæti Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í fyrsta skipti. Hún hefur verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu, líkt og áður. Á síðastliðnu keppnistímabili lenti Bayern München í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið situr nú í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla lék 11 leiki með landsliðinu á árinu, þar af var hún í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjum liðsins á EM í Englandi. - 2. sæti Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með stórliði Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni og lyfti með liðinu þýska titlinum á síðasta keppnistímabili ásamt því að vinna þýska bikarinn og komast í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Á tímabilinu sem er í gangi í dag er Wolfsburg í efsta sæti í þýsku úrvalsdeildinni og er þegar búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís lék alla 12 leiki Íslands á árinu og er lykilmaður í leik liðsins. - 3. sæti Sandra Sigurðardóttir hefur átt frábært ár, bæði með Val og íslenska landsliðinu. Sandra varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar og var valin besti markmaður deildarinnar af Leikmannasamtökunum. Sandra lék níu landsleiki á árinu og átti frábært EM á Englandi í sumar og var með bestu markmönnum mótsins. - Knattspyrnumaður ársins - 1. sæti Það má með sanni segja að Hákon Arnar Haraldsson hafi komið fram á sjónvarsviðið með miklum krafti á árinu. Á sínu fyrsta heila keppnistímabili í meistaraflokki vann hann dönsku úrvalsdeildina með FCK, komst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem hann varð fjórði Íslendingurinn til að skora í keppninni, og svo lék hann fyrstu A-landsleiki sína, sjö talsins. - 2. sæti Arnór Sigurðsson lék með IFK Norrköping á síðastliðnu keppnistímabili á láni frá CSKA. Arnór lék frábærlega með sænska liðinu eftir að hann gekk til liðs við það í sumar, en þetta er í annað sinn sem hann leikur með félaginu. Hann lék 11 leiki í sænsku deildinni, skoraði í þeim sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Arnór lék níu leiki árinu með Íslandi og skoraði eitt mark, gegn Ísrael í júní. - 3. sæti Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks, en liðið vann Bestu deild karla á sannfærandi hátt í sumar. Hann lék alla leiki liðsins á tímabilinu, allar mínútur þess utan fimm mínútna í einum leik og skoraði sjö mörk. Höskuldur spilaði sex landsleiki á árinu og var t.a.m. fyrirliði landsliðsins í leik þess gegn Suður-Kóreu í nóvember.
Knattspyrnukona ársins - 1. sæti Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í fyrsta skipti. Hún hefur verið fastur hlekkur í vörn Bayern München og íslenska landsliðsins á árinu, líkt og áður. Á síðastliðnu keppnistímabili lenti Bayern München í öðru sæti í þýsku úrvalsdeildinni og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Liðið situr nú í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla lék 11 leiki með landsliðinu á árinu, þar af var hún í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjum liðsins á EM í Englandi. - 2. sæti Sveindís Jane Jónsdóttir leikur með stórliði Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni og lyfti með liðinu þýska titlinum á síðasta keppnistímabili ásamt því að vinna þýska bikarinn og komast í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu. Á tímabilinu sem er í gangi í dag er Wolfsburg í efsta sæti í þýsku úrvalsdeildinni og er þegar búið að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Sveindís lék alla 12 leiki Íslands á árinu og er lykilmaður í leik liðsins. - 3. sæti Sandra Sigurðardóttir hefur átt frábært ár, bæði með Val og íslenska landsliðinu. Sandra varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Val í sumar og var valin besti markmaður deildarinnar af Leikmannasamtökunum. Sandra lék níu landsleiki á árinu og átti frábært EM á Englandi í sumar og var með bestu markmönnum mótsins. - Knattspyrnumaður ársins - 1. sæti Það má með sanni segja að Hákon Arnar Haraldsson hafi komið fram á sjónvarsviðið með miklum krafti á árinu. Á sínu fyrsta heila keppnistímabili í meistaraflokki vann hann dönsku úrvalsdeildina með FCK, komst alla leið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem hann varð fjórði Íslendingurinn til að skora í keppninni, og svo lék hann fyrstu A-landsleiki sína, sjö talsins. - 2. sæti Arnór Sigurðsson lék með IFK Norrköping á síðastliðnu keppnistímabili á láni frá CSKA. Arnór lék frábærlega með sænska liðinu eftir að hann gekk til liðs við það í sumar, en þetta er í annað sinn sem hann leikur með félaginu. Hann lék 11 leiki í sænsku deildinni, skoraði í þeim sex mörk og gaf fjórar stoðsendingar. Arnór lék níu leiki árinu með Íslandi og skoraði eitt mark, gegn Ísrael í júní. - 3. sæti Höskuldur Gunnlaugsson er fyrirliði Breiðabliks, en liðið vann Bestu deild karla á sannfærandi hátt í sumar. Hann lék alla leiki liðsins á tímabilinu, allar mínútur þess utan fimm mínútna í einum leik og skoraði sjö mörk. Höskuldur spilaði sex landsleiki á árinu og var t.a.m. fyrirliði landsliðsins í leik þess gegn Suður-Kóreu í nóvember.
KSÍ Fréttir ársins 2021 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti