Innlent

Ár hinna ósögðu sagna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
visir-img

Eitruð karlmennska, gerendameðvirkni, útilokunarmenning, þolendaskömmun. Þetta eru orð sem reglulega báru á góma á árinu sem nú er að líða, árinu sem MeToo bylgjan tók á sig breytta mynd.

Þegar árið 2021 er gert upp er ekki hægt að sleppa því að nefna MeToo bylgjuna. Hún var hávær og fyrirferðamikil og fjölmargar sögur spruttu fram um kynferðislegt ofbeldi sem konur hafa þurft að þola í gegnum tíðina. Oftar en ekki var um að ræða sögur um nafntogaða menn. Sögur sem aldrei höfðu verið sagðar.

Hávært ákall var um að gerendur viðurkenni gjörðir sínar - þó fæstir hafi gert það - en sömuleiðis var kallað eftir því að þolendum sé trúað og að réttarkerfið bregðist við ofbeldinu af fullum þunga.

Í annálnum hér fyrir neðan er stiklað á stóru yfir það helsta sem gerðist í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×