Jón Jónsson og GDRN með lag ársins á FM957 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. desember 2021 18:00 Íslendingar skoruðu ansi hátt á lista vinsælustu laga ársins 2021 Á þessum síðasta degi ársins er vert að líta yfir farinn veg í tónlistarheiminum en Árslisti FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2021. Það er virkilega gaman að segja frá því að íslenskt tónlistarfólk skoraði gífurlega hátt á listanum en íslensk tónlist hefur aldrei fengið jafn mikla spilun og í ár. Listinn var í heild sinni 25 lög og af þeim voru fjórtán íslensk. Klippa: Árslisti FM957 2021 Gróska í íslensku tónlistarlífi Í ár var mikil gróska í íslensku tónlistarlífi þar sem margar öflugar plötur komu út og við hrepptum eftirminnilega fjórða sætið í Eurovision söngvakeppninni, en Daði Freyr sat einmitt í 25. sæti listans með lagið 10 Years. View this post on Instagram A post shared by Daði Freyr (@dadimakesmusic) Íslensku rokkstjörnurnar í Kaleo voru með tvö lög á lista þar sem lagið þeirra Skinny skipar 22. sætið og Hey Gringo situr í því fjórtánda. Strákarnir tóku lagið Skinny eftirminnilega í beinni útsendingu frá Fagradalsfjalli þar sem eldgosið gaus í takt við hugljúfa tóna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=6Vs6tExC-Go">watch on YouTube</a> Hinn dularfulli Hugo kom fram á sjónarsviðið í vor með lagið Hvíl í Friði sem náði tólfta sæti Árslistans en Hugo hefur alltaf komið fram með grímu sem felur allt andlit hans og enginn veit hver maðurinn á bak við listamanninn er í raun og veru. Það vakti þó mikla athygli að athafnakonan og samfélagsmiðla drottningin Birgitta Líf tók að sér að vera umboðsmaður þessa tónlistarmanns. View this post on Instagram A post shared by Húgó (@alvoruhugo) Íslensk lög í miklum meirihluta í topp tíu Íslensku lögin tröllriðu efstu tíu sætunum en af tíu lögum voru heil átta frá íslensku tónlistarfólki. Friðrik Dór náði þremur lögum inn á Árslistann og lagið hans Segðu Mér er fjórða vinsælasta lag ársins. Hann og Herra Hnetusmjör sameinuðu einnig krafta sína í laginu Ég lofa þér því og situr það lag í níunda sæti árslistans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=cAXpwtr6upc">watch on YouTube</a> Súperstjarnan Aron Can sendi frá sér plötuna ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL síðastliðið sumar og rötuðu tvö lög frá honum inn á topp 10. Lagið Flýg upp lenti í níunda sæti og Blindar Götur í því þriðja. View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Þá var söngkonan Bríet einnig með tvö lög á lista en Rólegur kúreki var í áttunda sæti og náði þetta sögulega lag gríðarlegum árangri annað árið í röð. Bríet hélt einnig risastóra útgáfutónleika á plötunni Kveðja, Bríet í október síðastliðnum. Þar gerði hún sér lítið fyrir og seldi upp í Eldborg þannig að tónleikarnir urðu tvennir. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) DJ Muscleboy og Manswess skipuðu fimmta sætið með lagið Dangerous Love og Birnir og Páll Óskar sátu í öðru sæti með lagið Spurningar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YwEuGYrZ_Ww">watch on YouTube</a> Samdi lagið eftir einlægt spjall við eiginkonu sína Rúsínan í pylsuendanum var svo lagið Ef ástin er hrein sem er vinsælasta lag ársins 2021 á FM957. Lagið kom út í ársbyrjun og er flutt óaðfinnanlega af þeim Jóni Jónssyni og Guðrúnu Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Eyfjo rð/GDRN/KATLA (@eyfjord) Þessi einlæga og kraftmikla ballaða náði til fjölbreytts hóps hlustenda og margra kynslóða þar sem fáir geta ekki raulað með grípandi viðlaginu. Undirrituð heyrði í Jóni Jónssyni og Guðrúnu Ýr og fékk að heyra hvernig lag ársins 2021 varð að veruleika. „Ef ástin er hrein var fyrsta lagið sem ég samdi á píanóið sem keypti í desember 2018. Við Hafdís, konan mín, höfðum verið að ræða málin og létta á okkur hvað mætti betur fara hjá hvort öðru,“ segir Jón og bætir við: „Léttari í hjartanu kom til mín línan Þú falsar ekki kærleikann, hann endurspeglar sannleikann og viðlagslínan Ef ástin er hrein ratar hamingjan heim.“ Ári síðar fékk hann Einar Lövdahl vin sinn til að klára textann með sér og datt síðar í hug að fá GDRN með sér í dúett. „Í ársbyrjun 2020 spilaði ég lagið fyrir Guðrúnu og hún var strax til í að syngja það með mér. Ári eftir það það kom lagið svo loksins út fallega innpakkað í útsetningunni hans Pálma Ragnars.“ View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN hefur með sanni átt gæfuríkt ár og sló meðal annars í gegn í Netflix seríunni Katla. Þessi hæfileikaríka listakona er þekkt fyrir einstaka rödd sína og segir alltaf skemmtilegt að fá að vinna í og flytja falleg lög. „Svo skemmir ekki fyrir að það er svo hrikalega skemmtilegt að flytja þetta lag með Jóni og ég er því svo þakklát fyrir alla spilunina því þá fáum við fleiri tækifæri til að syngja það fyrir ykkur öll,“ segir söngkonan GDRN um þetta gjöfula samstarf sem leiddi til vinsælasta lags ársins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rjjKHGmx_hg">watch on YouTube</a> Við hjá FM957 óskum Jóni Jónssyni og Guðrúnu Ýr innilega til hamingju sem og íslensku tónlistarfólki yfir höfuð og þökkum fyrir liðið ár. Það verður spennandi að fara inn í glænýtt tónlistar ár með svona mikið af hæfileikaríku og áhugaverðu tónlistarfólki og við hlökkum til að halda áfram að styðja þétt við bakið á íslensku tónlistarlífi. Við minnum svo á íslenska listann sem heldur áfram hvern einasta laugardag á nýju ári. Hér má finna listann í heild sinni: Árslistinn á Spotify: Íslenski listinn Fréttir ársins 2021 FM957 Tengdar fréttir Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957 Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 17. nóvember 2021 17:15 Þessi fengu tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna Tilkynnt var í dag hvaða tónlistarfólk, hópar, viðburðir og fleiri hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 14.apríl. 24. mars 2021 18:46 Dóra Júlía kemur fólki í jólaskap og gerir upp árið á FM957 Dóra Júlía Agnarsdóttir ætlar að vera með sérstakan jólaþátt á aðfangadag á FM957 og á gamlársdag gerir hún upp árið í tónlist í sérstökum áramótaþætti af Íslenska listanum. 23. desember 2021 15:30 Lag frá 2017 stefnir í að verða eitt stærsta partýlag ársins Íslenski listinn heldur ótrauður áfram og síðastliðinn laugardag létu heitustu lög landsins ljós sitt skína. 27. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Það er virkilega gaman að segja frá því að íslenskt tónlistarfólk skoraði gífurlega hátt á listanum en íslensk tónlist hefur aldrei fengið jafn mikla spilun og í ár. Listinn var í heild sinni 25 lög og af þeim voru fjórtán íslensk. Klippa: Árslisti FM957 2021 Gróska í íslensku tónlistarlífi Í ár var mikil gróska í íslensku tónlistarlífi þar sem margar öflugar plötur komu út og við hrepptum eftirminnilega fjórða sætið í Eurovision söngvakeppninni, en Daði Freyr sat einmitt í 25. sæti listans með lagið 10 Years. View this post on Instagram A post shared by Daði Freyr (@dadimakesmusic) Íslensku rokkstjörnurnar í Kaleo voru með tvö lög á lista þar sem lagið þeirra Skinny skipar 22. sætið og Hey Gringo situr í því fjórtánda. Strákarnir tóku lagið Skinny eftirminnilega í beinni útsendingu frá Fagradalsfjalli þar sem eldgosið gaus í takt við hugljúfa tóna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=6Vs6tExC-Go">watch on YouTube</a> Hinn dularfulli Hugo kom fram á sjónarsviðið í vor með lagið Hvíl í Friði sem náði tólfta sæti Árslistans en Hugo hefur alltaf komið fram með grímu sem felur allt andlit hans og enginn veit hver maðurinn á bak við listamanninn er í raun og veru. Það vakti þó mikla athygli að athafnakonan og samfélagsmiðla drottningin Birgitta Líf tók að sér að vera umboðsmaður þessa tónlistarmanns. View this post on Instagram A post shared by Húgó (@alvoruhugo) Íslensk lög í miklum meirihluta í topp tíu Íslensku lögin tröllriðu efstu tíu sætunum en af tíu lögum voru heil átta frá íslensku tónlistarfólki. Friðrik Dór náði þremur lögum inn á Árslistann og lagið hans Segðu Mér er fjórða vinsælasta lag ársins. Hann og Herra Hnetusmjör sameinuðu einnig krafta sína í laginu Ég lofa þér því og situr það lag í níunda sæti árslistans. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=cAXpwtr6upc">watch on YouTube</a> Súperstjarnan Aron Can sendi frá sér plötuna ANDI, LÍF, HJARTA, SÁL síðastliðið sumar og rötuðu tvö lög frá honum inn á topp 10. Lagið Flýg upp lenti í níunda sæti og Blindar Götur í því þriðja. View this post on Instagram A post shared by Aron Can Gultekin (@aroncang) Þá var söngkonan Bríet einnig með tvö lög á lista en Rólegur kúreki var í áttunda sæti og náði þetta sögulega lag gríðarlegum árangri annað árið í röð. Bríet hélt einnig risastóra útgáfutónleika á plötunni Kveðja, Bríet í október síðastliðnum. Þar gerði hún sér lítið fyrir og seldi upp í Eldborg þannig að tónleikarnir urðu tvennir. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) DJ Muscleboy og Manswess skipuðu fimmta sætið með lagið Dangerous Love og Birnir og Páll Óskar sátu í öðru sæti með lagið Spurningar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=YwEuGYrZ_Ww">watch on YouTube</a> Samdi lagið eftir einlægt spjall við eiginkonu sína Rúsínan í pylsuendanum var svo lagið Ef ástin er hrein sem er vinsælasta lag ársins 2021 á FM957. Lagið kom út í ársbyrjun og er flutt óaðfinnanlega af þeim Jóni Jónssyni og Guðrúnu Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN. View this post on Instagram A post shared by Guðru n Eyfjo rð/GDRN/KATLA (@eyfjord) Þessi einlæga og kraftmikla ballaða náði til fjölbreytts hóps hlustenda og margra kynslóða þar sem fáir geta ekki raulað með grípandi viðlaginu. Undirrituð heyrði í Jóni Jónssyni og Guðrúnu Ýr og fékk að heyra hvernig lag ársins 2021 varð að veruleika. „Ef ástin er hrein var fyrsta lagið sem ég samdi á píanóið sem keypti í desember 2018. Við Hafdís, konan mín, höfðum verið að ræða málin og létta á okkur hvað mætti betur fara hjá hvort öðru,“ segir Jón og bætir við: „Léttari í hjartanu kom til mín línan Þú falsar ekki kærleikann, hann endurspeglar sannleikann og viðlagslínan Ef ástin er hrein ratar hamingjan heim.“ Ári síðar fékk hann Einar Lövdahl vin sinn til að klára textann með sér og datt síðar í hug að fá GDRN með sér í dúett. „Í ársbyrjun 2020 spilaði ég lagið fyrir Guðrúnu og hún var strax til í að syngja það með mér. Ári eftir það það kom lagið svo loksins út fallega innpakkað í útsetningunni hans Pálma Ragnars.“ View this post on Instagram A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic) Guðrún Ýr Eyfjörð eða GDRN hefur með sanni átt gæfuríkt ár og sló meðal annars í gegn í Netflix seríunni Katla. Þessi hæfileikaríka listakona er þekkt fyrir einstaka rödd sína og segir alltaf skemmtilegt að fá að vinna í og flytja falleg lög. „Svo skemmir ekki fyrir að það er svo hrikalega skemmtilegt að flytja þetta lag með Jóni og ég er því svo þakklát fyrir alla spilunina því þá fáum við fleiri tækifæri til að syngja það fyrir ykkur öll,“ segir söngkonan GDRN um þetta gjöfula samstarf sem leiddi til vinsælasta lags ársins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rjjKHGmx_hg">watch on YouTube</a> Við hjá FM957 óskum Jóni Jónssyni og Guðrúnu Ýr innilega til hamingju sem og íslensku tónlistarfólki yfir höfuð og þökkum fyrir liðið ár. Það verður spennandi að fara inn í glænýtt tónlistar ár með svona mikið af hæfileikaríku og áhugaverðu tónlistarfólki og við hlökkum til að halda áfram að styðja þétt við bakið á íslensku tónlistarlífi. Við minnum svo á íslenska listann sem heldur áfram hvern einasta laugardag á nýju ári. Hér má finna listann í heild sinni: Árslistinn á Spotify:
Íslenski listinn Fréttir ársins 2021 FM957 Tengdar fréttir Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957 Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 17. nóvember 2021 17:15 Þessi fengu tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna Tilkynnt var í dag hvaða tónlistarfólk, hópar, viðburðir og fleiri hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 14.apríl. 24. mars 2021 18:46 Dóra Júlía kemur fólki í jólaskap og gerir upp árið á FM957 Dóra Júlía Agnarsdóttir ætlar að vera með sérstakan jólaþátt á aðfangadag á FM957 og á gamlársdag gerir hún upp árið í tónlist í sérstökum áramótaþætti af Íslenska listanum. 23. desember 2021 15:30 Lag frá 2017 stefnir í að verða eitt stærsta partýlag ársins Íslenski listinn heldur ótrauður áfram og síðastliðinn laugardag létu heitustu lög landsins ljós sitt skína. 27. nóvember 2021 16:00 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Dóra Júlía tekur við Íslenska listanum á FM957 Plötusnúðurinn og fjölmiðlakonan Dóra Júlía Agnarsdóttir hefur verið ráðin til Sýnar og fer hún af stað með sinn fyrsta þátt af Íslenska listanum á FM957 á laugardag. 17. nóvember 2021 17:15
Þessi fengu tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna Tilkynnt var í dag hvaða tónlistarfólk, hópar, viðburðir og fleiri hljóta tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 fyrir hið fordæmalausa tónlistarár 2020. Verðlaunin verða veitt í Silfurbergi Hörpu miðvikudagskvöldið 14.apríl. 24. mars 2021 18:46
Dóra Júlía kemur fólki í jólaskap og gerir upp árið á FM957 Dóra Júlía Agnarsdóttir ætlar að vera með sérstakan jólaþátt á aðfangadag á FM957 og á gamlársdag gerir hún upp árið í tónlist í sérstökum áramótaþætti af Íslenska listanum. 23. desember 2021 15:30
Lag frá 2017 stefnir í að verða eitt stærsta partýlag ársins Íslenski listinn heldur ótrauður áfram og síðastliðinn laugardag létu heitustu lög landsins ljós sitt skína. 27. nóvember 2021 16:00