Íslenski listinn

Fréttamynd

Þrumuræðan sem tryggði Þor­valdi formannsstól KSÍ: „Ég býð ykkur annan val­kost en aftur­hvarf til for­tíðar“

Þorvaldur Örlygsson var um síðastliðna helgi kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Þorvaldur flutti kraftmikla framboðsræðu sem hreyfði eflaust við fundargestum áður en gengið var til kjörkassa.  Þar boðaði hann breytingar og framfarir, lýsti yfir óbeit sinni á óheiðarleika og sagði KSÍ ekki eiga að vera klíkuskap á kaffihúsum. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Vildu gera al­vöru partýlag fyrir jólin

Rapparinn Emmsjé Gauti er kominn í partýgírinn fyrir jólin en hann var að senda frá sér lagið Partýjól ásamt Steinda Jr. og Þormóði. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Tónlist
Fréttamynd

„Sumt mun kannski sjokkera fólk“

Hinn 22 ára gamli Jóhann Ágúst Ólafsson var að senda frá sér sitt fyrsta lag, „Kallinn á tunglinu“. Lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Vilja ekki láta aukna vel­gengni aftra sér

„Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu,“ segir danssveitin Inspector Spacetime sem hefur verið að gera góða hluti í íslensku tónlistarsenunni síðustu misseri.

Tónlist
Fréttamynd

Erfiðir tímar í sambandi urðu að popplagi

„Trust issues fjallar um þær tilfinningar sem komu upp hjá mér þegar ég gekk í gegnum erfiðan tíma í sambandi,“ segir tónlistarkonan Þórunn Salka. Hún var að senda frá sér lagið Trust Issues en lagið var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM.

Tónlist
Fréttamynd

„Veistu ekki hver ég er?“

Rappsveitin Eldmóðir var að senda frá sér lagið Stefán Braga en lagið fjallar að sögn þeirra um óþolandi týpu á djamminu sem kann sig engan veginn. Stefán Braga var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 fyrr í dag.

Tónlist
Fréttamynd

„Munum öll hringja okkur inn veik á morgun“

„Kiki er óður til heimapartýja í London sem heita öðru nafni Kikis. Kiki er eina móteitrið við gráma borgarinnar þegar sumarið er liðið,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir sem notast við listamannsnafnið Special-K. Lagið Kiki var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Patrik á toppnum

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, jafnan þekktur sem prettyboitjokko, situr á toppi Íslenska listans á FM í þessari viku ásamt Luigi með lagið Skína.

Tónlist
Fréttamynd

Ævarandi leit að réttu stemningunni

„Þetta er kærulaus tónlist um hversdagsleg málefni. Um sápukúludiskótek og sangríu. Um þjóðarsálina, íslenska sumarið og hina eilífu leit að réttu stemningunni,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Frímannsson um lagið Andalúsía sem hljómsveit hans JónFrí var að senda frá sér.

Tónlist
Fréttamynd

Íslensku lögin í meirihluta

Efstu sex lög Íslenska listans á FM eru íslensk í þessari viku en listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag. Herra Hnetusmjör trónir á toppi listans aðra vikuna í röð með nýjasta lagið sitt All In, Iceguys sitja í öðru sæti með lagið Rúlletta og Patrik hækkar sig upp í þriðja sæti ásamt Luigi með lagið Skína.

Tónlist
Fréttamynd

Íslensku lögin taka yfir topp tíu

Emmsjé Gauti situr staðfastur í fyrsta sæti Íslenska listans á FM með Þjóðhátíðarlagið Þúsund hjörtu. Íslenski listinn var fluttur á FM957 fyrr í dag og eiga efstu fimm lög listans í þessari viku það sameiginlegt að vera öll íslensk.

Tónlist
Fréttamynd

„Kol­brún fyrir ári hefði aldrei leyft sér að dreyma um þetta“

„Það var stór stökkpallur að fara úr Músíktilraunum yfir í tónlistarbransann á Íslandi. Ótal dyr sem opnuðust, fullt af möguleikum og skemmtilegum tækifærum,“ segir tónlistarkonan Kolbrún Óskarsdóttir, sem notast við listamannsnafnið KUSK. Hún var að senda frá sér lagið Áttir allt sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Fer óhrædd inn í framtíðina

„Einhverjir hafa spurt mig hvort lagið fjalli um að vera foreldri og ég held að það sé að einhverju leyti rétt. Ég fékk allavega innblástur úr móðurhlutverkinu,“ segir tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, jafnan þekkt sem GDRN. Hún var að senda frá sér lagið Parísarhjól en lagið kom nýtt inn á Íslenska listann á FM í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Öðlaðist von um að geta sigrað stríðið gegn ofsa­kvíðanum

„Lífinu sem ég hafði þekkt var kippt undan mér og ég þurfti að læra upp á nýtt að lifa með miklum kvíða og vanlíðan, sem var ákveðið áfall fyrir mig,“ segir tónlistarkonan Katrín Myrra. Hún sendi nýverið frá sér smáskífuna Skuggar og er þar að finna lagið Ljósið, sem var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM957 í dag. Blaðamaður ræddi við Katrínu um tengslin á milli tónlistarinnar hennar og tilverunnar.

Tónlist
Fréttamynd

Lætur ekkert stoppa sig núna

„Ég ætla bara að leggja allt til hliðar og setja alla orkuna mína í að geta gert það sem mig langar, sem er að verða tónlistarkona og leikkona,“ segir Eurovision farinn Diljá Pétursdóttir, sem sendi nýlega frá sér lagið Crazy. Lagið situr í tíunda sæti Íslenska listans á FM en blaðamaður ræddi við hana um lagið. 

Tónlist