Tónlist

Patrik á toppnum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Patrik situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM með lagið Skína.
Patrik situr í fyrsta sæti Íslenska listans á FM með lagið Skína. Helgi Ómarsson

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, jafnan þekktur sem prettyboitjokko, situr á toppi Íslenska listans á FM í þessari viku ásamt Luigi með lagið Skína.

Lagið hefur hækkað sig upp listann á síðastliðnum vikum og sat í þriðja sæti í síðustu viku. Skína er með rúmlega hálfa milljón streyma inn á Spotify og kom út 21. júlí síðastliðinn. 

Patrik skaust upp á stjörnuhiminn tónlistarlífsins fyrr í vetur þegar hann gaf út lagið Prettyboitjokkó en það hafði lengi blundað í honum að fara að gefa út tónlist.

Strákasveitin Iceguys fylgir fast á eftir Patriki í öðru sæti með lagið Krumla og Herra Hnetusmjör situr í þriðja sætinu með fyrrum topplag Íslenska listans á FM, All In. 

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.

Lög Íslenska listans:

Íslenski listinn á Spotify:  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×