Vinsælustu lögin á FM957 árið 2023 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. desember 2023 17:10 Þessir tónlistarmenn eiga vinsælustu lögin á FM í ár. SAMSETT Á þessum síðasta degi ársins er vert að fara yfir árið í tónlistarheiminum en útvarpsstöðin FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2023. Patrik vinsælastur Efstu fimm lög ársins eiga það öll sameiginlegt að vera íslensk en tónlistarmaðurinn Patrik trónir á toppnum ásamt Luigi með lagið Skína. Patrik skaust upp á stjörnuhimininn síðastliðið vor þegar hann gaf út smáskífuna PBT. Fyrsti smellurinn hans Prettyboitjokkó situr í áttunda sæti listans. Patrik er með um 75 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og milljónir streyma á lögin sín. Hann segist ánægður og þakklátur fyrir liðið ár og segist jafnframt vera rétt að byrja. „Ég er eiginlega bara meyr eftir allt þetta ár. Það er bara meira á leiðinni, alveg klárt. Plata á næsta ári og svona. Það sem stendur upp úr þegar ég lít yfir árið er lagið Skína, hvað það varð risa stórt. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Svo kom þetta jólalag, prettyboi um jólin, frekar óvænt til mín og það stendur líka upp úr. Ég sé svo bara fyrir mér meiri tónlist á nýju ári og ég ætla sömuleiðis að halda tónleika,“ segir Patrik fullur tilhlökkunar fyrir 2024. Yfirtaka ísstrákanna Strákasveitin Iceguys fylgir fast á eftir í öðru sæti með frumraun sveitarinnar Rúlletta. Sveitin er skipuð Rúriki Gíslasyni, Friðriki Dór Jónssyni, Jóni Jónssyni, Herra Hnetusmjöri og Aroni Can en lögin sem skipa 2. - 5. sæti listans tilheyra öll í það minnsta einhverjum meðlimi sveitarinnar. Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór eru í þriðja sætinu með lagið Vinn við það, sem þeir frumfluttu á Idolinu í beinni útsendingu í byrjun febrúar. Iceguys hreppa svo fjórða sætið með lagið Krumla en tónlistarmyndbandið fór sem eldur um sinu á Internetinu á sínum tíma. Það má sjá hér: Bakka ekki út, rappdúett Arons Can og Birnis, tók svo fimmta sætið en lagið sat lengi vel á Íslenska listanum á FM í ár. Aron Can og Herra Hnetusmjör tilheyra því hvor um sig þremur af efstu fimm lögum ársins. Árslisti FM957 árið 2023: Íslenski listinn Tónlist Fréttir ársins 2023 FM957 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Patrik vinsælastur Efstu fimm lög ársins eiga það öll sameiginlegt að vera íslensk en tónlistarmaðurinn Patrik trónir á toppnum ásamt Luigi með lagið Skína. Patrik skaust upp á stjörnuhimininn síðastliðið vor þegar hann gaf út smáskífuna PBT. Fyrsti smellurinn hans Prettyboitjokkó situr í áttunda sæti listans. Patrik er með um 75 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og milljónir streyma á lögin sín. Hann segist ánægður og þakklátur fyrir liðið ár og segist jafnframt vera rétt að byrja. „Ég er eiginlega bara meyr eftir allt þetta ár. Það er bara meira á leiðinni, alveg klárt. Plata á næsta ári og svona. Það sem stendur upp úr þegar ég lít yfir árið er lagið Skína, hvað það varð risa stórt. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Svo kom þetta jólalag, prettyboi um jólin, frekar óvænt til mín og það stendur líka upp úr. Ég sé svo bara fyrir mér meiri tónlist á nýju ári og ég ætla sömuleiðis að halda tónleika,“ segir Patrik fullur tilhlökkunar fyrir 2024. Yfirtaka ísstrákanna Strákasveitin Iceguys fylgir fast á eftir í öðru sæti með frumraun sveitarinnar Rúlletta. Sveitin er skipuð Rúriki Gíslasyni, Friðriki Dór Jónssyni, Jóni Jónssyni, Herra Hnetusmjöri og Aroni Can en lögin sem skipa 2. - 5. sæti listans tilheyra öll í það minnsta einhverjum meðlimi sveitarinnar. Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór eru í þriðja sætinu með lagið Vinn við það, sem þeir frumfluttu á Idolinu í beinni útsendingu í byrjun febrúar. Iceguys hreppa svo fjórða sætið með lagið Krumla en tónlistarmyndbandið fór sem eldur um sinu á Internetinu á sínum tíma. Það má sjá hér: Bakka ekki út, rappdúett Arons Can og Birnis, tók svo fimmta sætið en lagið sat lengi vel á Íslenska listanum á FM í ár. Aron Can og Herra Hnetusmjör tilheyra því hvor um sig þremur af efstu fimm lögum ársins. Árslisti FM957 árið 2023:
Íslenski listinn Tónlist Fréttir ársins 2023 FM957 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira