Vilja ekki láta aukna velgengni aftra sér Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2023 17:00 Hljómsveitin Inspector Spacetime er þekkt fyrir grípandi dansgólfs smelli. Aðsend „Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu,“ segir danssveitin Inspector Spacetime sem hefur verið að gera góða hluti í íslensku tónlistarsenunni síðustu misseri. Þau voru að senda frá sér plötu þar sem má meðal annars finna lagið Smástund en lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM. Hér má heyra lagið: Klippa: Inspector Spacetime - SMÁSTUND Rafpopp og evrópskir klúbbasmellir „Við erum mætt á nýjan leik með plötuna EXTRAVAGANZA. Á henni má finna fjögur splunkuný lög sem ætla sér að gera kyrrsetu erfiða,“ segja meðlimir sveitarinnar og bæta við: „Rafmagnaðir taktar og dúndrandi bassalínur; Inspector Spacetime snýr aftur!“ Líflegur og einkennandi stíll þeirra sækir innblástur í allar áttir, allt frá rafpoppi 9. áratugarins að evrópskum klúbbasmellum aldamótaáranna. „Við sækjum alltaf innblástur frá óteljandi stöðum. Við hlustum mjög mikið á popp og danstónlist og reynum alltaf að hafa þetta svolítið fjölbreytt.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra Egill Gauti Sigurjónsson, Vaka Agnarsdóttir og Elías Geir Óskarsson mynda sveitina og hafa þau sannarlega safnað í reynslubankann frá því að Inspector Spacetime var stofnuð. Lagið þeirra Dansa og bánsa var notað í auglýsingaherferð Bleiku slaufunnar í ár og ættu flestir landsmenn að hafa dillað sér við Spacetime tóna á einhverjum tímapunkti. Meðlimir sveitarinnar segja reynsluna kærkomna þó hún geti stundum gert hlutina örlítið erfiðari. „Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu sem okkur finnst oftast jákvætt en það aftrar okkur stundum. Það er svolítið öðruvísi að gefa út tónlist þegar maður er ekki lengur alveg óþekktur. Við þurfum stundum að stoppa okkur af og reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra.“ Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify: Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Þau voru að senda frá sér plötu þar sem má meðal annars finna lagið Smástund en lagið var kynnt inn í fasta liðnum íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM. Hér má heyra lagið: Klippa: Inspector Spacetime - SMÁSTUND Rafpopp og evrópskir klúbbasmellir „Við erum mætt á nýjan leik með plötuna EXTRAVAGANZA. Á henni má finna fjögur splunkuný lög sem ætla sér að gera kyrrsetu erfiða,“ segja meðlimir sveitarinnar og bæta við: „Rafmagnaðir taktar og dúndrandi bassalínur; Inspector Spacetime snýr aftur!“ Líflegur og einkennandi stíll þeirra sækir innblástur í allar áttir, allt frá rafpoppi 9. áratugarins að evrópskum klúbbasmellum aldamótaáranna. „Við sækjum alltaf innblástur frá óteljandi stöðum. Við hlustum mjög mikið á popp og danstónlist og reynum alltaf að hafa þetta svolítið fjölbreytt.“ View this post on Instagram A post shared by INSPECTOR SPACETIME (@inspector_spacetime_) Reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra Egill Gauti Sigurjónsson, Vaka Agnarsdóttir og Elías Geir Óskarsson mynda sveitina og hafa þau sannarlega safnað í reynslubankann frá því að Inspector Spacetime var stofnuð. Lagið þeirra Dansa og bánsa var notað í auglýsingaherferð Bleiku slaufunnar í ár og ættu flestir landsmenn að hafa dillað sér við Spacetime tóna á einhverjum tímapunkti. Meðlimir sveitarinnar segja reynsluna kærkomna þó hún geti stundum gert hlutina örlítið erfiðari. „Við erum búin að þróa með okkur meiri fullkomnunaráráttu sem okkur finnst oftast jákvætt en það aftrar okkur stundum. Það er svolítið öðruvísi að gefa út tónlist þegar maður er ekki lengur alveg óþekktur. Við þurfum stundum að stoppa okkur af og reyna að spá ekki of mikið í væntingum annarra.“ Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957. Lög Íslenska listans: Íslenski listinn á Spotify:
Íslenski listinn FM957 Tónlist Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira