Tónlist

Hermi­gervill og Unn­steinn slúttuðu Krydd­síldinni

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þeir Hermigervill og Unnsteinn tóku lagið með formenn flokkanna og þáttastjórnendur fyrir aftan sig.
Þeir Hermigervill og Unnsteinn tóku lagið með formenn flokkanna og þáttastjórnendur fyrir aftan sig.

Tónlistarmennirnir Unnsteinn Manuel og Hermigervill héldu uppi stuðinu í Kryddsíldinni, árlegum áramótaþætti Stöðvar 2, í gær, gamlársdag.

Þeir brutu meðal annars upp á stemninguna í þættinum með glænýju lagi Unnsteins, Eitur. Lagið var raunar svo nýtt að það hafði ekki fengið nafn fyrr en rúmum sólarhring fyrir frumflutning þess.

Þeir félagar slógu svo botninn í þáttinn, að loknum fjörugum umræðum í boði leiðtoga stjórnmálaflokkanna, með öðru lagi. Það var lagið Lúser eftir Unnstein, en flutning þeirra má sjá og heyra hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×