Betty White er látin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. desember 2021 20:48 White var heiðruð fyrir ævistarfs sitt á Screen Actors Guild Awards árið 2010. AP/Matt Sayles „Jafnvel þótt Betty væri að verða 100 ára hélt ég að hún myndi lifa að eilífu,“ segir Jeff Witjas, umboðsmaður og náin vinur leikkonunnar Betty White, sem lést fyrr í dag. White var einna þekktust fyrir að vera ein af The Golden Girls og fyrir hlutverk sitt í Hot in Cleveland. Yngri sjónvarpsunnendur muna mögulega eftir henni í óborganlegum hlutverkum í þáttaröðunum That '70 Show og Boston Legal. Leikkonan var elskuð og dáð af öllum sem hana þekktu og stundum kölluð „gullstúlkan með gullhjartað“. People ræddi við White á dögunum um 100 ára afmælið, sem hún hefði fagnað 17. janúar næstkomandi hefði hún lifað. „Ég er heppin að vera við svona góða heilsu og að líða svona vel á þessum aldri,“ sagði leikkonan. #DidYouKnowIn 1954, #BettyWhite was criticized after having Arthur Duncan, a Black tap dancer, on her show.Her response: "I'm sorry. Live with it." She then gave Duncan even more airtime. The show was canceled soon after.Rest well, Betty. #ThankYouForBeingAFriend pic.twitter.com/3rQRTHOPe7— The Martin Luther King, Jr. Center (@TheKingCenter) December 31, 2021 Hún sagðist alla tíð hafa verið ákaflega jákvæð og bjartsýn og sagðist þakka langlífi sitt því að hafa forðast að borða „allt grænt“. Leiða má líkur að því að White hafi verið að grínast en hún var vel þekkt fyrir gott skopskyn og létta lund. White fæddist í Oak Park í Illinois og var eina barn foreldra sinna. Sem barn dreymdi hana um að verða skógarvörður eða rithöfundur en féll fyrir leiklistinni í skóla. Eftir tvö alvarleg sambönd varð White ástfangin af leikjaþáttastjórnandanum Allen Ludden, sem hún sagði sína einu sönnu ást. Ludden lést úr magakrabbameini árið 1981. Aðalleikararnir í Mary Tyler Moore Show; f.v. Ed Asner, White, Moore og Ted Knight.AP/Reed Saxon White hlaut sína fyrstu Emmy-tilnefningu árið 1951 og hlaut tvær í viðbót fyrir hlutverk sitt í The Mary Tyler Moore Show. Hún sló svo í gegn sem ein af The Golden Girls og lék í þáttunum frá 1985 til 1992. Í kringum aldamótin náði White til yngri áhorfenda sem Bea Sigurdson í That '70 Show og sem Catherine Piper í Boston Legal. Þá lék hún í myndinni The Proposal með Söndru Bullock og Ryan Reynolds. The world looks different now. She was great at defying expectation. She managed to grow very old and somehow, not old enough. We’ll miss you, Betty. Now you know the secret. pic.twitter.com/uevwerjobS— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) December 31, 2021 White var á löngum ferli tilnefnd til alls 21 Emmy-verðlauna og hlaut mörg önnur. Hún sagði í samtali við People í janúar síðastliðnum að skopskyn væri lykillinn að löngu og hamingjuríku lífi. „Að horfa á björtu hliðarnar og eyða ekki tíma í það neikvæða. Neikvæðni krefst of mikillar orku,“ sagði hún. Árið 1999 sagðist hún leitast við að gera sem mest úr hverjum degi. „Það er eins gott að átta sig á því hversu gott lífið er á meðan þú lifir því,“ sagði hún. „Áður en þú veist verður það liðið hjá.“ Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Betty White um lykilinn að langlífi: „Forðast að borða það sem er grænt“ Leikkonan Betty White fagnar hundrað ára afmæli í janúar næstkomandi. Hún segir að leyndarmálið að langlífinu sé einfaldlega að forðast það að borða allt sem er grænt. 28. desember 2021 21:26 Leikkonan Betty White er ekki dáin Orðunum „dyes“ og „dies“ ruglað saman. 4. september 2014 15:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
White var einna þekktust fyrir að vera ein af The Golden Girls og fyrir hlutverk sitt í Hot in Cleveland. Yngri sjónvarpsunnendur muna mögulega eftir henni í óborganlegum hlutverkum í þáttaröðunum That '70 Show og Boston Legal. Leikkonan var elskuð og dáð af öllum sem hana þekktu og stundum kölluð „gullstúlkan með gullhjartað“. People ræddi við White á dögunum um 100 ára afmælið, sem hún hefði fagnað 17. janúar næstkomandi hefði hún lifað. „Ég er heppin að vera við svona góða heilsu og að líða svona vel á þessum aldri,“ sagði leikkonan. #DidYouKnowIn 1954, #BettyWhite was criticized after having Arthur Duncan, a Black tap dancer, on her show.Her response: "I'm sorry. Live with it." She then gave Duncan even more airtime. The show was canceled soon after.Rest well, Betty. #ThankYouForBeingAFriend pic.twitter.com/3rQRTHOPe7— The Martin Luther King, Jr. Center (@TheKingCenter) December 31, 2021 Hún sagðist alla tíð hafa verið ákaflega jákvæð og bjartsýn og sagðist þakka langlífi sitt því að hafa forðast að borða „allt grænt“. Leiða má líkur að því að White hafi verið að grínast en hún var vel þekkt fyrir gott skopskyn og létta lund. White fæddist í Oak Park í Illinois og var eina barn foreldra sinna. Sem barn dreymdi hana um að verða skógarvörður eða rithöfundur en féll fyrir leiklistinni í skóla. Eftir tvö alvarleg sambönd varð White ástfangin af leikjaþáttastjórnandanum Allen Ludden, sem hún sagði sína einu sönnu ást. Ludden lést úr magakrabbameini árið 1981. Aðalleikararnir í Mary Tyler Moore Show; f.v. Ed Asner, White, Moore og Ted Knight.AP/Reed Saxon White hlaut sína fyrstu Emmy-tilnefningu árið 1951 og hlaut tvær í viðbót fyrir hlutverk sitt í The Mary Tyler Moore Show. Hún sló svo í gegn sem ein af The Golden Girls og lék í þáttunum frá 1985 til 1992. Í kringum aldamótin náði White til yngri áhorfenda sem Bea Sigurdson í That '70 Show og sem Catherine Piper í Boston Legal. Þá lék hún í myndinni The Proposal með Söndru Bullock og Ryan Reynolds. The world looks different now. She was great at defying expectation. She managed to grow very old and somehow, not old enough. We’ll miss you, Betty. Now you know the secret. pic.twitter.com/uevwerjobS— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) December 31, 2021 White var á löngum ferli tilnefnd til alls 21 Emmy-verðlauna og hlaut mörg önnur. Hún sagði í samtali við People í janúar síðastliðnum að skopskyn væri lykillinn að löngu og hamingjuríku lífi. „Að horfa á björtu hliðarnar og eyða ekki tíma í það neikvæða. Neikvæðni krefst of mikillar orku,“ sagði hún. Árið 1999 sagðist hún leitast við að gera sem mest úr hverjum degi. „Það er eins gott að átta sig á því hversu gott lífið er á meðan þú lifir því,“ sagði hún. „Áður en þú veist verður það liðið hjá.“
Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Betty White um lykilinn að langlífi: „Forðast að borða það sem er grænt“ Leikkonan Betty White fagnar hundrað ára afmæli í janúar næstkomandi. Hún segir að leyndarmálið að langlífinu sé einfaldlega að forðast það að borða allt sem er grænt. 28. desember 2021 21:26 Leikkonan Betty White er ekki dáin Orðunum „dyes“ og „dies“ ruglað saman. 4. september 2014 15:00 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Betty White um lykilinn að langlífi: „Forðast að borða það sem er grænt“ Leikkonan Betty White fagnar hundrað ára afmæli í janúar næstkomandi. Hún segir að leyndarmálið að langlífinu sé einfaldlega að forðast það að borða allt sem er grænt. 28. desember 2021 21:26