Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Walcott hefur engar áhyggjur þrátt fyrir tap

    Theo Walcott, leikmaður Arsenal, var ekki að fara á taugum þó svo liðið hafi tapað fyrir Shaktar Donetsk í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta var fyrsta tap Arsenal í keppninni í ár en liðið er enn á toppi síns riðils.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Meistarajafntefli hjá AC Milan og Real Madrid

    Gamli jálkurinn, Pippo Inzaghi, stal senunni í Meistaradeildinni í kvöld er hann skoraði tvö mörk fyrir AC Milan gegn Real Madrid í kvöld. Lengi vel leit út fyrir að það myndi duga til sigurs en Pedro Leon jafnaði metin er tæpar fjórar mínútur voru búnar af uppbótartíma.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Bale: Er með mikið sjálfstraust

    Walesverjinn Gareth Bale var maður kvöldsins í Meistaradeildinni en hann lék varnarmenn Evrópumeistara Inter grátt í kvöld og var maðurinn á bak við stórbrotinn sigur Spurs á Inter.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Van der Vaart: Bale slátraði Maicon

    Hollendingurinn Rafael van der Vaart harkaði af sér í kvöld og lék fyrri hálfleikinn fyrir Tottenham er það lagði Inter af velli, 3-1. Van der Vaart skoraði fyrsta mark leiksins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tottenham lagði Evrópumeistarana

    Tottenham gerði sér lítið fyrir í kvöld og lagði Evrópumeistara Inter, 2-1, í stórskemmtilegum leik á White Hart Lane í kvöld. Spurs betra liðið í leiknum og átti sigurinn skilinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fabregas ekki með Arsenal

    Cesc Fabregas mun ekki spila með Arsenal þegar að liðið mætir Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu í Úkraínu annað kvöld. Fabregas er tognaður í vöðva aftan á læri.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Redknapp: Ekki hægt að finna betri vinstri vængmann í heiminum

    „Við vorum komnir í mikil vandræði þegar við vorum lentir 4-0 undir og þetta hefði getað endað mjög illa. Við hefðum alveg getað endað með sjö, átta eða níu marka tap með tíu menn á móti Inter Milan," sagði Harry Redknapp, stjóri Tottenham eftir 3-4 tap liðsins á móti Inter í Meistaradeildinni í kvöld.

    Fótbolti