Adebayor með tvö í 4-0 sigri Real Madrid á tíu mönnum Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2011 18:00 Mynd/AP Tíu Tottenham-menn máttu þakka fyrir að tapa bara 4-0 á Santiago Bernabéu í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Peter Crouch setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að fá tvö gul spjöld á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og Real-liðið var eftir það með mikla yfirburði í leiknum. Tottenham á því nánast enga möguleika á að komast áfram í undanúrslit en seinni leikurinn verður á White Hart Lane. Emmanuel Adebayor reyndist Tottenham-mönnum oft erfiður þegar hann lék með nágrönnum þeirra í Arsenal og ekki gekk Spurs-mönnum betur að ráða við Tógó-maninn í kvöld. Adebayor skoraði tvö skallamörk í leiknum, eitt í sitt hvorum hálfleiknum, og kom Real með því í 2-0 í leiknum. Tottenham menn hafa upplifað sannkallað Evrópuævintýri á þessu tímabili en eftir þetta stórtap er ljóst að Real Madrid er komið með meira en annan fótinn inn í undanúrslitin. Emmanuel Adebayor kom Real Madrid í 1-0 á 5. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Mesut Özil. Tottenham varð fyrir miklu áfalli eftir sextán mínútna leik þegar Peter Crouch fékk sitt annað gula spjald fyrir vilta tæklingu á Marcelo en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið sitt á níundu mínútu fyrir brot á Sergio Ramos. Tottenham náði tveimur flottum sóknum með nokkra mínútna millibil um miðjan hálfleikinn en tókst ekki að jafna. Gareth Bale átti fyrst sendingu inn á Rafael van der Vaart sem náði ekki skoti að marki en svo fór Bale síðan alla leið sjálfur en skaut í hliðarnetið. Emmanuel Adebayor kom Real í 2-0 með frábærum skalla á 57. mínútu eftir flotta fyrirgjöf frá Marcelo. Adebayor átti frábæan skalla skömmu síðar sem Heurelo Gomes náði að verja yfir markið og kom í veg fyrir þrennuna hjá Tógó-manninum. Gomes kom hinsvegar engum vörnum við þegar Ángel Di María skoraði með frábæru skoti á 72. mínútu eftir sendingu frá Mesut Özil. Cristiano Ronaldo skoraði síðan fjórða markið á 87. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Kaka. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira
Tíu Tottenham-menn máttu þakka fyrir að tapa bara 4-0 á Santiago Bernabéu í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Peter Crouch setti nýtt met í Meistaradeildinni með því að fá tvö gul spjöld á fyrstu fimmtán mínútum leiksins og Real-liðið var eftir það með mikla yfirburði í leiknum. Tottenham á því nánast enga möguleika á að komast áfram í undanúrslit en seinni leikurinn verður á White Hart Lane. Emmanuel Adebayor reyndist Tottenham-mönnum oft erfiður þegar hann lék með nágrönnum þeirra í Arsenal og ekki gekk Spurs-mönnum betur að ráða við Tógó-maninn í kvöld. Adebayor skoraði tvö skallamörk í leiknum, eitt í sitt hvorum hálfleiknum, og kom Real með því í 2-0 í leiknum. Tottenham menn hafa upplifað sannkallað Evrópuævintýri á þessu tímabili en eftir þetta stórtap er ljóst að Real Madrid er komið með meira en annan fótinn inn í undanúrslitin. Emmanuel Adebayor kom Real Madrid í 1-0 á 5. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Mesut Özil. Tottenham varð fyrir miklu áfalli eftir sextán mínútna leik þegar Peter Crouch fékk sitt annað gula spjald fyrir vilta tæklingu á Marcelo en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið sitt á níundu mínútu fyrir brot á Sergio Ramos. Tottenham náði tveimur flottum sóknum með nokkra mínútna millibil um miðjan hálfleikinn en tókst ekki að jafna. Gareth Bale átti fyrst sendingu inn á Rafael van der Vaart sem náði ekki skoti að marki en svo fór Bale síðan alla leið sjálfur en skaut í hliðarnetið. Emmanuel Adebayor kom Real í 2-0 með frábærum skalla á 57. mínútu eftir flotta fyrirgjöf frá Marcelo. Adebayor átti frábæan skalla skömmu síðar sem Heurelo Gomes náði að verja yfir markið og kom í veg fyrir þrennuna hjá Tógó-manninum. Gomes kom hinsvegar engum vörnum við þegar Ángel Di María skoraði með frábæru skoti á 72. mínútu eftir sendingu frá Mesut Özil. Cristiano Ronaldo skoraði síðan fjórða markið á 87. mínútu með viðstöðulausu skoti eftir sendingu frá Kaka.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Sjá meira