Enski boltinn

Mourinho: Ég þjálfa næst á Englandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid.
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, ætlar að þjálfa í ensku úrvalsdeildinni þegar hann hættir með spænska stórliðið. Hann hefur verið á Ítalíu og á Spáni síðan að hann hætti með Chelsea-liðið árið 2007 eftir að hafa lent upp á kant við eigandann Roman Abramovich.

„Ég sakna Englands og næsta starf mitt verður í Englandi," sagði Jose Mourinho í viðtali hjá The Sun.

„Ég held líka að England vilji fá mig til baka og þar eyddi ég skemmtilegasta tímanum á mínum ferli," sagði Mourinho.

„Ég átti æðislegan tíma hjá Chelsea bæði sem knattspyrnustjóri og sem fjölskyldumaður. Ég og fjölskylda mín nutum þess svo að vera í Englandi. Við höldum sambandi við okkar fólk og komum alltaf reglulega í heimsókn," sagði Mourinho

„Það er nokkrir titlar sem mér langar að vinna aftur í Englandi og ég mun tala við umboðsmanninn minn um að redda mér góðu starfi í Englandi. Ég á samt enn eftir þrjú ár hjá Real Madrid. Það er stærsta félag í heimi en jafnframt það erfiðasta," sagði Mourinho.

„Ég gat ekki sagt nei við þá þegar þeir komu til mín í þriðja skiptið. Ég varð líka að prófa það að fara til Ítalíu. Ég elska samt England en ég get ekki svarað af hverju þegar fólk í Portúgal, Ítalíu og Spáni spyr mig út af hverju. Ég vil bara umfram allt vera ánægður í mínu starfi og ég er það á Englandi," sagði Mourinho.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×