Fótbolti

Lehmann lögsækir landsliðsmarkvörð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jens Lehmann er kominn aftur í Arsenal-búninginn.
Jens Lehmann er kominn aftur í Arsenal-búninginn. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jens Lehmann var allt annað en sáttur með það þegar þýski landsliðsmarkvörðurinn Tim Wiese sagði að hann ætti heima í Prúðuleikurunum og ætti að fara að leita sér aðstoðar hjá geðlækni. Lehmann hefur nú kært Wiese fyrir meinyrði og krefst skaðabóta.

Tim Wiese er markvörður Werder Bremen og varamarkvörður þýska landsliðsins. Lehmann gagnrýndi hann fyrir frammistöðu í Meistaradeildarleik á móti Tottenham í sjónvarpsþætti fyrr á þessu tímabili og Wiese brást illa við orðum kollega síns.

Wiese svaraði fyrir sig í blaðaviðtali daginn eftir þar sem hann sagði að Lehmann ætti að ganga til liðs við Prúðuleikaranna og ætti auk þess að að vera meðhöndlaður á sófa.

Lehmann vill fá 20 þúsund evrur (3,2 milljónir íslenskra króna) í skaðabætur fyrir brot á friðhelgi einkalífsins en réttur í Munchen mun taka málið fyrir í vikunni en Lehmann mun vera hjá Arsenal-liðinu út þetta tímabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×