Fótbolti

Ódýrasti miðinn á úrslitaleik Meistaradeildarinnar kostar 32 þúsund

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Miðar á úrslitaleik Meistaradeildarinnar kosta á bilinu 32 til 60 þúsund krónur.
Miðar á úrslitaleik Meistaradeildarinnar kosta á bilinu 32 til 60 þúsund krónur. Nordic Photos / Getty Images
Óhætt er að segja að það er ekki fyrir hvern sem er að kaupa sér miða á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í ár en hann fer nú fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum.

Ódýrasti miðinn kostar 176 pund eða um 32 þúsund krónur en þar af eru teknar um fimm þúsund krónur í bókunargjald.

Þetta hefur þótt afar umdeilt í Bretlandi og margir sem kvarta undan þessu háa miðaverði. Ekki síst er kvartað undan óskiljanlega háu bókunargjaldi. Dýrari miðar kosta annaðhvort 42 eða 55 þúsund krónur auk áðurnefnds bókunargjalds.

Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu sem stendur að keppninni, hefur viðurkennt að verðlagningin sé „ekki skynsamleg“ og að þetta verði skoðað betur á næstu árum. Búist er við um 86 þúsund áhorfendum á leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×