Fótbolti

Ancelotti búinn að velja framlínuna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, segist vera búinn að ákveða hverjir byrji í framlínu liðsins í kvöld gegn Man. Utd í Meistaradeildinni. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvort Didier Drogba eða Fernando Torres byrji. Eða hvort þeir verði hreinlega báðir í framlínunni.

Torres hefur átt afar erfitt uppdráttar síðan hann kom til Chelsea en hann státar af góðum árangri gegn United og það gæti freistað Ancelotti.

"Öll gagnrýni á Torres er utan Chelsea. Við erum ánægðir með hann og finnst hann spila vel fyrir liðið. Auðvitað hefur hann ekki skorað og eðlilega er hann ekki ánægður með það," sagði Ancelotti.

Torres hefur nú ekki skoraði í 10 leikjum og margir telja að Ancelotti tefli honum fram þar sem pressa sé á að fá eitthvað út úr 50 milljón punda manninum.

"Það er aldrei pressa á mér að velja ákveðna leikmenn. Ég er samt búinn að velja framherjana og þeir eru allir reynslumiklir og góðir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×