Fótbolti

Smalling: Ég þarf ekki að sanna neitt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Chris Smalling.
Chris Smalling.
Chris Smalling, varnarmaður Man. Utd, segist ekki þurfa að sanna nokkurn skapaðan hlut er Man. Utd mætir Chelsea í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudag.

Smalling kom talsvert við sögu síðast er liðin mættust. Þá var dæmt á hann víti sem Frank Lampard skoraði úr en Chelsea vann leikinn, 2-1.

"Ég er enn á því að þetta hafi ekki verið víti. Þetta var mjög harður dómur. Svona dóma fær maður samt stundum og það sem máli skiptir er að bregðast rétt við. Það höfum við gert með góðri frammistöðu," sagði Smalling.

"Þessi leikur verður enn eitt stóra skrefið á mínum ferli. Flesta leikmenn dreymir um að komast svona langt í Meistaradeildinni. Það er frábært að fá að taka þátt.

"Ég get ekki beðið eftir því að spila. Mér hefur gengið vel upp á síðkastið og tel mig ekki þurfa að sanna neitt," sagði Smalling.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×