Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Rasmus til Eyja

Knattspyrnumaðurinn Rasmus Christiansen hefur gengið til liðs við ÍBV og skrifaði undir samning við knattspyrnudeild félagsins til loka þessa tímabils. Þetta kemur fram í tilkynningu ÍBV

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Knattspyrnufólk og bransastjörnur fjöl­menntu í bíó

Goðsagnir úr heimi knattspyrnunnar í bland við þjálfara, leikmenn og bransastjörnur úr auglýsingageiranum sameinuðust í Smárabíó í gær þar sem árleg auglýsing fyrir Bestu-deildirnar var frumsýnd. Góð stemning var á sýningunni líkt og myndirnar bera með sér.

Lífið
Fréttamynd

Åge Hareide: Framtíðin er björt

„Alltaf pirrandi að tapa undir lokin, var að vonast til að við kæmumst í framlengingu til að koma ferskum löppum inn á. Þeir þrýstu okkur aftar en við sköpuðum færi til að ná að jafna. Það eru minnstu smáatriði sem skipta máli í alþjóðlegum fótbolta,“ sagði Åge Hareide, þjálfari Íslands, eftir grátlegt tap gegn Úkraínu sem gerði út um EM draum liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vorum svo ó­geðs­lega ná­lægt þessu“

„Þetta er ekki það skemmtilegasta sem maður gerir eftir að hafa tapað svona stórum leik,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson um það að þurfa að mæta í viðtal eftir grátlegt tap Íslands gegn Úkraínu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hann var alltaf mættur“

Jón Dagur Þorsteinsson átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir tap Íslands gegn Úkraínu. Hann sagði tapið það erfiðasta á hans ferli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vorum grát­lega ná­lægt þessu“

„Akkúrat núna er þetta mjög þungt. Vorum grátlega nálægt þessu. Mjög þungt,“ sagði Arnór Ingvi Traustason eftir 2-1 tap gegn Úkraínu sem þýðir að Evrópudraumur Íslands er úr leik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Eins og gæi sem var með vesen á Astró svona 2002“

Ísland mátti þola súrt 2-1 tap gegn Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM 2024. Ísland komst yfir þökk sé glæsimarki Alberts Guðmundssonar í fyrri hálfleik en Úkraína skoraði tvö í þeim síðari og er komið á EM í Þýskalandi nú í sumar. 

Fótbolti
Fréttamynd

Engin inn­stæða í Tékk­landi

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri beið afhroð í Tékklandi þar sem það mætti heimamönnum í undankeppni EM 2025 í knattspyrnu. Lokatölur 4-1 Tékkum í vil.

Fótbolti