Enski boltinn

Beta sterk­lega orðuð við Aston Villa

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir gæti verið á leið til Englands.
Elísabet Gunnarsdóttir gæti verið á leið til Englands. Kristiansbladet

Elísabet Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Beta, er orðuð við þjálfarastöðu Aston Villa í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Elísabet hefur verið án starfs síðan hún lét af störfum hjá Kristianstad í Svíþjóð að lokinni síðustu leiktíð.

Í frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, er Elísabet sögð með efstu nafna á blaði hjá Villa sem er í þjálfaraleit um þessar mundir.

Hin 47 ára gamla Elísabet er talin hæfur kostur í starfið en hún hefur undanfarin 15 ár gert magnaða hluti með Kristianstad í Svíþjóð.

BBC greinir frá að Beta hafi einnig verið á lista hjá Chelsea eftir að Emma Hayes færði sig til Bandaríkjanna til að stýra kvennalandsliðinu þar í landi. Á endanum var Sonia Bompastor ráðin sem nýr þjálfari Chelsea en hún hefur náð góðum árangri með Lyon.

Villa endaði í 7. sæti ensku úrvalsdeildar kvenna á síðustu leiktíð eftir að enda í 5. sæti árið áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×