Enski boltinn

Ný­liðarnir ráða manninn sem For­est lét fara

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mættur til Leicester.
Mættur til Leicester. MI News/Getty Images

Leicester City hefur ráðið Steve Cooper sem nýjan þjálfara liðsins og mun hann stýra liðinu í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð.

Refirnir frá Leicester komust upp úr ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og misstu í kjölfarið þjálfara sinn Enzo Maresca til Chelsea. Talið var að Graham Potter myndi leysa hann af hólmi en á endanum ákvað félagið að ráða hinn 44 ára gamla Cooper.

Sá stýrði síðast Nottingham Forest en var látinn fara á síðustu leiktíð. Hann hefur áður stýrt yngri landsliðum Englands og Swansea City.

Cooper skrifar undir þriggja ára samning við félagið og segir í opnu bréfi til stuðningsfólks þess að hann sé mjög spenntur fyrir komandi tímum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×