Íslenski boltinn

Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálf­leik í sigri Njarð­víkur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Njarðvík kom sér í efsta sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld.
Njarðvík kom sér í efsta sæti deildarinnar með sigrinum í kvöld. Njarðvík

Grótta tapaði 2-3 á móti Njarðvík í fyrsta leik 8. umferð Lengjudeildar karla. Öll fimm mörk leiksins og eitt rautt spjald litu dagsins ljós í seinni hálfleik. 

Staðan var markalaus í hálfleik en strax í upphafi seinni hálfleiks komu þau í röðum.

Njarðvík komst yfir á 51. mínútu þegar Kenneth Hogg fylgdi skoti Joao Ananias eftir og setti boltann í galopið net.

Grótta jafnaði aðeins tveimur mínútum síðar þegar Arnar Daníel Aðalsteinsson skallaði boltann í netið eftir langt innkast heimamanna.

Í næstu sókn tók Njarðvík forystuna aftur, Dominik Radic skoraði markið eftir góðan sprett gestanna upp hægri kantinn.

Þá tók við rólyndiskafli áður en Njarðvíkingar settu annað mark á 72. mínútu. Aftur var Domnik Radic á ferðinni, Hreggviður Hermannsson með stoðsendingu í þetta sinn.

Radic fékk svo sitt annað gula spjald á 86. mínútu og var rekinn af velli.

Grótta klóraði í bakkann undir lokin þegar Slavi Kosov setti boltann óvart í eigið net en fleiri urðu mörkin ekki og Njarðvík hirti stigin þrjú með 2-3 sigri á Vivaldi-vellinum.

Með sigrinum fer Njarðvík í efsta sæti deildarinnar. Með eins stigs forskot á Fjölni sem á leik til góða. Grótta er í 5. sæti með 10 stig eftir 8 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×