Enski boltinn

Man United má ekki kaupa leik­menn af Nice

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sir Jim Ratcliffe á hlut í Man United sem og Nice frá Frakklandi.
Sir Jim Ratcliffe á hlut í Man United sem og Nice frá Frakklandi. Peter Byrne/Getty Images

Sir Jim Ratcliffe segir að samkvæmt regluverki Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, megi Manchester United ekki kaupa leikmann af Nice þar sem hann á eignarhluta í báðum félögum.

The Athletic greinir frá og segir að ástæðan sé eignarhald Ratcliffe en hann á minnihluta í Manchester United og meirihluta í Nice. Ekki kemur fram um hvaða leikmann er að ræða en vitað er að Man Utd hefur mikinn áhuga á hinum 24 ára gamla miðverði Jean-Clair Todibo.

Þetta kemur á óvart þar sem Manchester City festi nýverið kaup á leikmanni frá félagi sem er einnig Football City Group. Man City keypti Savío frá Troyes í Frakklandi en hann hefur undanfarið verið á láni hjá Girona á Spáni.

„Þeir sögðu að við gætum selt hann til annars lið í ensku úrvalsdeildinni en við getum ekki selt hann til Manchester United. Ég sé ekki hvernig þetta er sanngjarnt í garð leikmannsins eða hverju þetta á að áorka,“ sagði Ratcliffe í viðtali við Bloomberg.

Man Utd og Nice bíða einnig eftir ákvörðun UEFA hvort þau megi bæði taka þátt í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×