Martin: Ekki lengur bara rassafar á bekknum "Við vissum að þeir hittu á lélegan leik á móti okkur síðast eða við á frábæran. Við vissum að þeir kæmu grimmir inn í þennan leik og við þurftum bara að mæta því. Við náðum að standast stóru áhlaupin hjá þeim, náðum alltaf að koma til baka og sýndum þvílíkan karakter í lokin með því að setja þessi stóru skot niður," sagði KR-ingurinn Martin Hermannsson eftir leikinn en hann var valinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Körfubolti 1. maí 2014 22:30
Bikarinn á loft hjá KR | Myndband Það var mikil stemning í Röstinni í Grindavík í kvöld er Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, lyfti sjálfum Íslandsbikarnum á loft. Körfubolti 1. maí 2014 22:23
Finnur trylltist af fögnuði | Myndband "Við erum fokking Íslandsmeistarar," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, skömmu eftir að hans menn tryggðu sér titilinn í Röstinni. Finnur réð sér vart fyrir kæti. Körfubolti 1. maí 2014 21:40
Þessir hafa staðið sig best í úrslitaeinvígi KR og Grindavíkur Grindavík tekur á móti KR í kvöld í fjórða leiknum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Dominos-deild karla í körfubolta. KR verður Íslandsmeistari með sigri en Grindvíkingar geta tryggt sér oddaleik vinni þeir leikinn. Körfubolti 1. maí 2014 14:30
Aðeins eitt félag hefur unnið titilinn á heimavelli meistaranna KR-ingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Grindavík í kvöld með sigri á heimavelli Íslandsmeistara síðustu tveggja ára. Körfubolti 1. maí 2014 10:30
Líflína Grindavíkur er í hendi Lewis KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í Röstinni í kvöld. Benedikt Guðmundsson segir gæðin vissulega hjá KR og sigurlíkurnar þeim megin. Risahjarta og karakter Grindavíkur hafi fleytt liðinu langt en ekkert lið geti sigrað Vesturbæinga í fimm leikja hrinu. Körfubolti 1. maí 2014 10:00
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 79-87 | KR Íslandsmeistari KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Dominos deild karla eftir átta stiga sigur, 79-87, á Grindavík í Röstinni í kvöld. Körfubolti 1. maí 2014 00:01
Teitur verður aðstoðarmaður Friðriks Inga næsta vetur Teitur Örlygsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar, verður áfram í baráttunni í Dominos-deild karla í körfubolta næsta vetur því Njarðvíkingar tilkynntu það á lokahófi sínu í kvöld að Teitur verði aðstoðarmaður Friðriks Inga Rúnarssonar næsta vetur. Þetta kemur fram á karfan.is Körfubolti 30. apríl 2014 22:04
Pétur aftur í úrvalsdeildina - tekur við liði Skallagríms Pétur Ingvarsson verður næsti þjálfari Skallagríms í Dominos-deild karla í körfubolta en þetta kemur fram á heimasíðu Skallagríms sem og það að Pétur hafi skrifað undir tveggja ára samning. Körfubolti 30. apríl 2014 19:30
Ólafur sleppur við bann og sekt Aga- og úrskurðarnefnd gaf Grindvíkingnum Ólafi Ólafssyni aðeins áminningu vegna ummæla hans eftir þriðja leik KR og Grindavíkur í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 30. apríl 2014 13:57
Landsliðið kveikti neistann hjá Ragnari Risinn Ragnar Nathanaelsson, miðherji Þórs í Þorlákshöfn, er genginn í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Sundsvall Dragons en hann fyrst símtal frá þjálfara liðsins á fimmtudaginn. Körfubolti 30. apríl 2014 08:00
KKÍ fordæmir ummæli Ólafs: Málinu vísað til aganefndar Körfuknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra ummæla sem Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Dominos-deildarinnar í körfubolta í gærkvöldi. Körfubolti 29. apríl 2014 16:12
Bréf til KKÍ: Óásættanlegt ef Ólafur kemst upp með þessi ummæli Síminn hefur vart stoppað hjá formanni KKÍ, Hannesi S. Jónssyni, síðan Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, lét ósmekkleg ummæli falla í sjónvarpsviðtali eftir leik Grindavíkur og KR í gær. Körfubolti 29. apríl 2014 14:25
Ákveðið síðar í dag hvort það eigi að refsa Ólafi | Síminn stoppar ekki Ummæli Grindvíkingsins Ólafs Ólafssonar í viðtali á Stöð 2 Sport í gær hafa verið mikið á milli tannanna á fólki í dag. Körfubolti 29. apríl 2014 13:00
Ólafur biðst afsökunar á ummælum sínum Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deild karla í körfubolta, sér eftir ummælum sem hann lét falla eftir tap liðsins gegn KR í lokaúrslitum Íslandsmótsins í kvöld. Körfubolti 28. apríl 2014 23:09
Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. Körfubolti 28. apríl 2014 22:49
Ólafur: Eins og við kunnum ekki að spila körfubolta Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var bálreiður eftir 29 stiga tap Íslands- og bikarmeistaranna gegn KR í þriðja leik lokaúrslita Íslandsmótsins í körfubolta í kvöld. Körfubolti 28. apríl 2014 21:38
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík 87-58 | Grindvíkingar rassskelltir KR er komið yfir á ný í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir að hafa rassskellt Grindavík 87-58 á heimavelli sínum í kvöld. KR leiðir einvígið 2-1. Körfubolti 28. apríl 2014 10:58
Stærðin skiptir ekki máli Á morgun mætast KR og Grindavík í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. KR vann fyrsta leikinn á heimavelli með níu stigum, 93-84, en Grindvíkingar svöruðu fyrir sig með 79-76 sigri í Röstinni. Körfubolti 27. apríl 2014 22:15
Nýtt myndband af umdeildri villu úr KR - Grindavík Óíþróttamannslega villan sem dæmd var á Martin Hermannsson í gær vakti mikla athygli. Sport 26. apríl 2014 17:36
Öll helstu tilþrifin úr leik Grindavíkur og KR | Myndband Það stefnir í æsilega rimmu milli KR og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Körfubolti 25. apríl 2014 21:58
Æsilegar lokasekúndur í Röstinni | Myndband Það var mikil dramatík á lokasekúndunum í leik Grindavíkur og KR í Dominos-deild karla í körfubolta. Körfubolti 25. apríl 2014 21:40
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Grindavík - KR 79-76 | Grindavík jafnaði einvígið Íslandsmeistarar Grindavíkur jöfnuðu einvígið gegn KR, 1-1, í úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta í kvöld í hreint frábærum leik. Körfubolti 25. apríl 2014 14:03
Benedikt lofar Martin í hástert | Einstakir hæfileikar Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn, hvetur alla íþróttaáhugamenn að fylgjast sérstaklega vel með KR-ingnum Martin Hermannssyni. Körfubolti 25. apríl 2014 13:00
Spilar í sokkunum þó svo þeir séu forljótir Jóhann Árni Ólafsson og félagar í Grindavík líta á leikinn gegn KR í kvöld sem lykilleik í lokaúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Nokkrir leikmenn liðsins nýta sér nýjustu tækni til að jafna sig fyrr á milli leikja. Körfubolti 25. apríl 2014 07:45
Úrslitaleiknum frestað vegna handboltaleiks Mótastjórn KSÍ ákvað í gær að færa úrslitaleik FH og Breiðabliks í deildabikarkeppninni aftur um einn dag. Íslenski boltinn 23. apríl 2014 10:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Grindavík | KR tók forystuna KR tók í kvöld forystuna í lokaúrslitunum Íslandsmótsins í körfubolta eftir 93-84 sigur á Grindavík í DHL-höllinni. Körfubolti 21. apríl 2014 18:45
Sigurður Gunnar í sínum fimmtu lokaúrslitum á sex árum Sigurður Gunnar Þorsteinsson, miðherji Grindavíkur, er kominn með góða reynslu af því að spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn en hann er nú kominn í lokaúrslitin í fimmta sinn á síðustu sjö tímabilum. Körfubolti 21. apríl 2014 10:30
Fulltrúar síðustu fjögurra Íslandsmeistaratitla með KR í ár Grindvíkingar hafa unnið Íslandsmeistaratitilinn undanfarin tvö tímabil og innan Grindavíkurliðsins er því mikil meistarareynsla en margir úr KR-liðinu hafa einnig unnið titilinn með sínu félagi á síðustu árum. Körfubolti 21. apríl 2014 10:00