Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 109-73 | KR niðurlægði Keflavík Guðmundur Marinó Ingvarsson í DHL-höllinni skrifar 29. janúar 2015 15:53 KR vann öruggan sigur á Keflavík 109-73 í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld á heimavelli. KR-ingar voru mun ákveðnar strax í byrjun leiks og ljóst að liðið ætlaði að bæta fyrir tapið á Sauðárkróki í síðustu umferð. KR-ingar keyrðu á gestina sem áttu í nokkrum vandræðum á báðum endum vallarins í fyrsta leikhluta sem lauk með því að KR var tólf stigum yfir 30-18. Keflavík náði að hanga í KR framan af öðrum leikhluta án þess þó að ná að minnka muninn. Það virtist trufla gestina sem sýnilega misstu trúna skömmu fyrir hálfleik og KR gerði í raun út um leikinn áður en flautað var til hálfleiks en staðan í hálfleik var 60-41. Fyrir utan að Keflavík virtist ekki hafa mikla trú á verkefninu þá vantaði alla baráttu í liðið og lið sem berjast ekki eiga ekki erindi í KR í DHL-höllinni. Hafi einhver haldið að Keflavík myndi gera leikinn spennandi í seinni hálfleik var sá hinn sami fljótur að gefa það upp á bátinn. KR þurfti ekkert að hafa fyrir því að auka forystuna í 86-59 fyrir fjórða leikhluta. Keflavík skorti þrek, trú og kraft til að stríða KR í kvöld á sama tíma og KR kom sært til leiks eftir tapið í síðustu umferð. KR er á toppnum með 28 stig í 15 leikjum. Keflavík er í þykkum pakka sem berst um sæti í úrslitakeppninni með 16 stig. Finnur: Kom mér á óvart hversu daufur leikurinn var„Já, það má segja að þetta hafi verið býsna öruggt,“ sagði Finnur Stefánsson þjálfari KR eftir sigurinn örugga í kvöld. „Mér fannst þetta skrýtið í byrjun. Þetta var mjög dautt hérna og full rólegt fyrir minn smekk. Um leið og við náðum einhverjum tempói þá fannst mér þetta koma. „Það kom mér á óvart hversu daufur leikurinn var, líka hjá okkur. Við gerðum bara nóg og það var gaman að geta leyft framtíðinni að spreyta sig síðustu tíu, fimmtán mínúturnar,“ sagði Finnur sem vildi ekkert segja um Keflavíkurliðið í kvöld. „Við einbeitum okkur bara að okkur. Við vildum gera vel eftir síðasta leik en meðvitaðir samt um að það er leikur á mánudaginn. Ég er mjög ánægður með að við komum okkur aftur á sigurbraut og ég tala nú ekki um að geta leyft ungum leikmönnum að spreyta sig og öðrum að hvíla sig. „Ungu strákarnir voru virkilega flottir. Þetta eru ungir og efnilegir strákar sem eru að bíða á þröskuldnum eftir tækifærinu. Þetta eru strákar sem þurfa að leggja hart að sér til að ná lengra en ef þeir nýta tækifærið eins og í kvöld þá er ég bjartsýnn fyrir þeirra hönd,“ sagði Finnur. Sigurður: Þurftum að treysta á að hitta úr öllum skotum„Við vorum yfirspilaðir. Við spiluðum illa. Það var ekki flókið,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur sem sagði lið sitt þó hafa haft trú á verkefninu. „Um leið og við spiluðum okkar leik, sem við gerðum í örfáar mínútur þá vorum við í góðu jafnvægi. „Þetta er brothætt hjá okkur þegar það vantar næstum því alla stóru mennina hjá okkur. Á móti KR sem er bæði yfirburðarlið í deildinni og það stærsta þá áttum við hægt og rólega ekki séns. „Við erum með fullt af mönnum að í meiðslum og að koma úr meiðslum en við vorum samt með fínt lið. Við felum okkur ekkert á bak við það að við spiluðum illa og þeir spiluðu vel eins og þeir gera yfirleitt. „Fyrir okkur er þetta þannig að þegar við spilum mjög vel þá eigum við möguleika í alla en þegar við spilum svona þá verðum við í vandræðum, við erum með þannig lið. „Við erum ekkert að skora inni í teig, við höfum enga þar þannig að við þurftum að treysta á að hitta úr öllum skotum sem við gerðum að sjálfsögðu ekki. Við vorum með fimm bakverði inn á stóran hluta leiksins,“ sagði Sigurður. KR - Keflavík: Bein textalýsingLeik lokið (109-73): Býsna öruggur sigur KR. 37. mínúta (103-67): Ungu strákarnir hjá KR halda bara áfram þar sem reyndu mennirnir skildu við.34. mínúta (94-61): Já, Keflavík skoraði loksins.33. mínúta (94-59): Craion, Pavel og kjúklingarnir auka forystuna.32. mínúta (91-59): Usher er stigahæstur Keflavíkinga með 15 stig.Þriðja leikhluta lokið (86-59): Fjórði leikhluti er formsatriði.28. mínúta (81-55): Það eru 5 KR-ingar komnir með 10 stig eða meira. Brynjar er með flest, 21 stig.27. mínúta (74-53): KR-ingar leika ekki af sama krafti og í fyrri hálfleik. Þeir þurfa þess ekki.26. mínúta (74-49): Keflavík fylgdi þessum góða kafla eftir með því að kasta boltanum útaf og gefa dauðafrí skot.25. mínúta (68-49): Keflavík búið að skora 7 stig í röð. Það mesta hjá liðinu í leiknum til þessa.24. mínúta (68-45): Þetta er ekki fallegt.23. mínúta (68-42): Nei, þetta ætlar ekki að verða spennandi.22. mínúta (66-42): Sóknarfrákast og auðveld karfa fyrir Craion.21. mínúta (64-40): Brynjar byrjar á að klikka á tæknivíti sem dæmt var á Gunnar Einarsson í hálfleik en setur svo bara niður þrist í staðin. Brynjar er með 18 stig og lélega vítanýtingu.Hálfleikur: Hjá Keflavík er Davon Usher með 12 stig og Arnar Freyr Jónsson 9.Hálfleikur: Brynjar Þór Björnsson er stigahæstur hjá KR með 15 stig. Finnur Atli er með 10 stig. Pavel er með 4 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar.Hálfleikur (61-40): Það vantar allt of mikið í þetta Keflavíkurlið til að það geti komið í DHL-höllina án þess að berjast. Vonandi nær Sigurður Ingimundarson að berja einhverja von í brjóst sinna manna í hálfleik.19. mínúta (54-38): Það er mikið meiri barátta í KR.17. mínúta (49-36): Flottur kafli hjá Keflavík áður en Finnur Atli Magnússon skoraði auðvelda körfu.16. mínúta (47-33): KR er búið að hitta úr 6 af 12 vítum sínum í leiknum. Þess vegna er munurinn aðeins 14 stig.15. mínúta (46-32): Þetta er ekki fallegt þessa stundina.14. mínúta (45-30): Þrennuvaktin hjá Pavel er við öllu búin. Pavel er með 4 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar13. mínúta (40-27): Keflvíkingar eru að reyna, þeir mega eiga það.12. mínúta (39-23): Það þarf rosalega mikið að breytast til að þetta verði spennandi.11. mínúta (33-21): Keflavík minnkar muninn og KR svarar.1. leikhluta lokið (30-18): Þetta lítur nokkuð þægilega út fyrir KR.9. mínúta (26-13): Átta stig í röð hjá KR. Brynjar er kominn með 10 stig.8. mínúta (22-13): Og KR svarar um leið.7. mínúta (18-13): Gott svar hjá Keflavík sem skoraði fjögur stig í röð.6. mínúta (18-9): Pavel með loftbolta sem Helgi Már bjargaði út til Brynjars sem smellti auðvitað þrist í andlitið á sofandi gestunum.5. mínúta (13-7): Valur Orri og Pavel skiptast á sniðskotum.4. mínúta (11-5): Brynjar fyrir utan. Ekkert nema net. Hann er kominn með 5 stig.3. mínúta (8-3): Og þá vöknuðu leikmenn.2. mínúta (3-0): Þetta fer ekki fallega af stað. Mikið um tapaða bolta og almennan slugsahátt.1. mínúta (1-0): KR vann uppkastið og skorar fyrsta stigið, það gerði Craion sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð.Fyrir leik: KR tapaði síðasta leik. Meira þarf ekki til að kveikja í heimamönnum sem voru fljótir út úr klefanum.Fyrir leik: Keflvíkingar voru fyrri til að fara inn í klefa til að koma sér í gírinn fyrir leikinn. KR-ingar fylgdu tveimur mínútum síðar.Fyrir leik: Þrátt fyrir fyrsta tapið á leiktíðinni á Sauðárkróki í síðustu umferð er KR í þægilegri á stöðu á toppi deildarinnar eftir 14 umferðir. Liðið er fjórum stigum á undan Tindastóli og tíu stigum á undan liðunum þar á eftir þar sem Keflavík er eitt fjögurra liða með 16 stig.Fyrir leik: Þegar rúmur hálftími er til leiks eru hurðirnar inn í salinn lokaðar en nokkur fjöldi KR-inga er þó fyrir nokkru mættur til að gæða sér grilluðum hamborgurum.Fyrir leik: Heimamenn í KR voru fyrri til að koma út á gólfið og byrja að skjóta á körfurnar og hita sig upp.Fyrir leik: Damon Johnson er stigahæstur og frákastahæstur hjá Keflavík með 16,4 stig og 6,9 fráköst í leik. Valur Orri Valsson hefur gefið 3,8 stoðsendingar að jafnaði fyrir Keflavík.Fyrir leik: Michael Craion er stigahæstur hjá KR á leiktíðinni með 25,1 stig og hann hefur tekið að auki 12,7 fráköst. Pavel Ermolinksij hefur gefið 10,5 stoðsendingar að jafnaði í leik fyrir KR.Fyrir leik: KR vann fyrri leik liðanna í deildinni í Keflavík örugglega 90-67.Fyrir leik: 23 leikja sigurganga KR-inga í Dominos-deildinni endaði á Sauðárkróki í síðustu viku þegar KR-liðið tapaði á móti Tindastól 81-78.Fyrir leik: Þetta annar leikur liðanna í DHL-höllinni á ellefu dögum en KR vann bikarleik liðanna 18. janúar 111-90.Siggi Ingimundar var ekki sá hressasti í kvöld.vísir/vilhelmFinnur Atli sækir að körfunni.vísir/vilhelmKR-ingar voru þéttir fyrir í kvöld.Vísir/Vilhelm Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Keflavík 109-73 í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld á heimavelli. KR-ingar voru mun ákveðnar strax í byrjun leiks og ljóst að liðið ætlaði að bæta fyrir tapið á Sauðárkróki í síðustu umferð. KR-ingar keyrðu á gestina sem áttu í nokkrum vandræðum á báðum endum vallarins í fyrsta leikhluta sem lauk með því að KR var tólf stigum yfir 30-18. Keflavík náði að hanga í KR framan af öðrum leikhluta án þess þó að ná að minnka muninn. Það virtist trufla gestina sem sýnilega misstu trúna skömmu fyrir hálfleik og KR gerði í raun út um leikinn áður en flautað var til hálfleiks en staðan í hálfleik var 60-41. Fyrir utan að Keflavík virtist ekki hafa mikla trú á verkefninu þá vantaði alla baráttu í liðið og lið sem berjast ekki eiga ekki erindi í KR í DHL-höllinni. Hafi einhver haldið að Keflavík myndi gera leikinn spennandi í seinni hálfleik var sá hinn sami fljótur að gefa það upp á bátinn. KR þurfti ekkert að hafa fyrir því að auka forystuna í 86-59 fyrir fjórða leikhluta. Keflavík skorti þrek, trú og kraft til að stríða KR í kvöld á sama tíma og KR kom sært til leiks eftir tapið í síðustu umferð. KR er á toppnum með 28 stig í 15 leikjum. Keflavík er í þykkum pakka sem berst um sæti í úrslitakeppninni með 16 stig. Finnur: Kom mér á óvart hversu daufur leikurinn var„Já, það má segja að þetta hafi verið býsna öruggt,“ sagði Finnur Stefánsson þjálfari KR eftir sigurinn örugga í kvöld. „Mér fannst þetta skrýtið í byrjun. Þetta var mjög dautt hérna og full rólegt fyrir minn smekk. Um leið og við náðum einhverjum tempói þá fannst mér þetta koma. „Það kom mér á óvart hversu daufur leikurinn var, líka hjá okkur. Við gerðum bara nóg og það var gaman að geta leyft framtíðinni að spreyta sig síðustu tíu, fimmtán mínúturnar,“ sagði Finnur sem vildi ekkert segja um Keflavíkurliðið í kvöld. „Við einbeitum okkur bara að okkur. Við vildum gera vel eftir síðasta leik en meðvitaðir samt um að það er leikur á mánudaginn. Ég er mjög ánægður með að við komum okkur aftur á sigurbraut og ég tala nú ekki um að geta leyft ungum leikmönnum að spreyta sig og öðrum að hvíla sig. „Ungu strákarnir voru virkilega flottir. Þetta eru ungir og efnilegir strákar sem eru að bíða á þröskuldnum eftir tækifærinu. Þetta eru strákar sem þurfa að leggja hart að sér til að ná lengra en ef þeir nýta tækifærið eins og í kvöld þá er ég bjartsýnn fyrir þeirra hönd,“ sagði Finnur. Sigurður: Þurftum að treysta á að hitta úr öllum skotum„Við vorum yfirspilaðir. Við spiluðum illa. Það var ekki flókið,“ sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur sem sagði lið sitt þó hafa haft trú á verkefninu. „Um leið og við spiluðum okkar leik, sem við gerðum í örfáar mínútur þá vorum við í góðu jafnvægi. „Þetta er brothætt hjá okkur þegar það vantar næstum því alla stóru mennina hjá okkur. Á móti KR sem er bæði yfirburðarlið í deildinni og það stærsta þá áttum við hægt og rólega ekki séns. „Við erum með fullt af mönnum að í meiðslum og að koma úr meiðslum en við vorum samt með fínt lið. Við felum okkur ekkert á bak við það að við spiluðum illa og þeir spiluðu vel eins og þeir gera yfirleitt. „Fyrir okkur er þetta þannig að þegar við spilum mjög vel þá eigum við möguleika í alla en þegar við spilum svona þá verðum við í vandræðum, við erum með þannig lið. „Við erum ekkert að skora inni í teig, við höfum enga þar þannig að við þurftum að treysta á að hitta úr öllum skotum sem við gerðum að sjálfsögðu ekki. Við vorum með fimm bakverði inn á stóran hluta leiksins,“ sagði Sigurður. KR - Keflavík: Bein textalýsingLeik lokið (109-73): Býsna öruggur sigur KR. 37. mínúta (103-67): Ungu strákarnir hjá KR halda bara áfram þar sem reyndu mennirnir skildu við.34. mínúta (94-61): Já, Keflavík skoraði loksins.33. mínúta (94-59): Craion, Pavel og kjúklingarnir auka forystuna.32. mínúta (91-59): Usher er stigahæstur Keflavíkinga með 15 stig.Þriðja leikhluta lokið (86-59): Fjórði leikhluti er formsatriði.28. mínúta (81-55): Það eru 5 KR-ingar komnir með 10 stig eða meira. Brynjar er með flest, 21 stig.27. mínúta (74-53): KR-ingar leika ekki af sama krafti og í fyrri hálfleik. Þeir þurfa þess ekki.26. mínúta (74-49): Keflavík fylgdi þessum góða kafla eftir með því að kasta boltanum útaf og gefa dauðafrí skot.25. mínúta (68-49): Keflavík búið að skora 7 stig í röð. Það mesta hjá liðinu í leiknum til þessa.24. mínúta (68-45): Þetta er ekki fallegt.23. mínúta (68-42): Nei, þetta ætlar ekki að verða spennandi.22. mínúta (66-42): Sóknarfrákast og auðveld karfa fyrir Craion.21. mínúta (64-40): Brynjar byrjar á að klikka á tæknivíti sem dæmt var á Gunnar Einarsson í hálfleik en setur svo bara niður þrist í staðin. Brynjar er með 18 stig og lélega vítanýtingu.Hálfleikur: Hjá Keflavík er Davon Usher með 12 stig og Arnar Freyr Jónsson 9.Hálfleikur: Brynjar Þór Björnsson er stigahæstur hjá KR með 15 stig. Finnur Atli er með 10 stig. Pavel er með 4 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar.Hálfleikur (61-40): Það vantar allt of mikið í þetta Keflavíkurlið til að það geti komið í DHL-höllina án þess að berjast. Vonandi nær Sigurður Ingimundarson að berja einhverja von í brjóst sinna manna í hálfleik.19. mínúta (54-38): Það er mikið meiri barátta í KR.17. mínúta (49-36): Flottur kafli hjá Keflavík áður en Finnur Atli Magnússon skoraði auðvelda körfu.16. mínúta (47-33): KR er búið að hitta úr 6 af 12 vítum sínum í leiknum. Þess vegna er munurinn aðeins 14 stig.15. mínúta (46-32): Þetta er ekki fallegt þessa stundina.14. mínúta (45-30): Þrennuvaktin hjá Pavel er við öllu búin. Pavel er með 4 stig, 3 fráköst og 5 stoðsendingar13. mínúta (40-27): Keflvíkingar eru að reyna, þeir mega eiga það.12. mínúta (39-23): Það þarf rosalega mikið að breytast til að þetta verði spennandi.11. mínúta (33-21): Keflavík minnkar muninn og KR svarar.1. leikhluta lokið (30-18): Þetta lítur nokkuð þægilega út fyrir KR.9. mínúta (26-13): Átta stig í röð hjá KR. Brynjar er kominn með 10 stig.8. mínúta (22-13): Og KR svarar um leið.7. mínúta (18-13): Gott svar hjá Keflavík sem skoraði fjögur stig í röð.6. mínúta (18-9): Pavel með loftbolta sem Helgi Már bjargaði út til Brynjars sem smellti auðvitað þrist í andlitið á sofandi gestunum.5. mínúta (13-7): Valur Orri og Pavel skiptast á sniðskotum.4. mínúta (11-5): Brynjar fyrir utan. Ekkert nema net. Hann er kominn með 5 stig.3. mínúta (8-3): Og þá vöknuðu leikmenn.2. mínúta (3-0): Þetta fer ekki fallega af stað. Mikið um tapaða bolta og almennan slugsahátt.1. mínúta (1-0): KR vann uppkastið og skorar fyrsta stigið, það gerði Craion sem lék með Keflavík á síðustu leiktíð.Fyrir leik: KR tapaði síðasta leik. Meira þarf ekki til að kveikja í heimamönnum sem voru fljótir út úr klefanum.Fyrir leik: Keflvíkingar voru fyrri til að fara inn í klefa til að koma sér í gírinn fyrir leikinn. KR-ingar fylgdu tveimur mínútum síðar.Fyrir leik: Þrátt fyrir fyrsta tapið á leiktíðinni á Sauðárkróki í síðustu umferð er KR í þægilegri á stöðu á toppi deildarinnar eftir 14 umferðir. Liðið er fjórum stigum á undan Tindastóli og tíu stigum á undan liðunum þar á eftir þar sem Keflavík er eitt fjögurra liða með 16 stig.Fyrir leik: Þegar rúmur hálftími er til leiks eru hurðirnar inn í salinn lokaðar en nokkur fjöldi KR-inga er þó fyrir nokkru mættur til að gæða sér grilluðum hamborgurum.Fyrir leik: Heimamenn í KR voru fyrri til að koma út á gólfið og byrja að skjóta á körfurnar og hita sig upp.Fyrir leik: Damon Johnson er stigahæstur og frákastahæstur hjá Keflavík með 16,4 stig og 6,9 fráköst í leik. Valur Orri Valsson hefur gefið 3,8 stoðsendingar að jafnaði fyrir Keflavík.Fyrir leik: Michael Craion er stigahæstur hjá KR á leiktíðinni með 25,1 stig og hann hefur tekið að auki 12,7 fráköst. Pavel Ermolinksij hefur gefið 10,5 stoðsendingar að jafnaði í leik fyrir KR.Fyrir leik: KR vann fyrri leik liðanna í deildinni í Keflavík örugglega 90-67.Fyrir leik: 23 leikja sigurganga KR-inga í Dominos-deildinni endaði á Sauðárkróki í síðustu viku þegar KR-liðið tapaði á móti Tindastól 81-78.Fyrir leik: Þetta annar leikur liðanna í DHL-höllinni á ellefu dögum en KR vann bikarleik liðanna 18. janúar 111-90.Siggi Ingimundar var ekki sá hressasti í kvöld.vísir/vilhelmFinnur Atli sækir að körfunni.vísir/vilhelmKR-ingar voru þéttir fyrir í kvöld.Vísir/Vilhelm
Dominos-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira