„Vissi hvað ég var að fara út í“ Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2024 15:47 Freyr Alexandersson náði að stýra Kortrijk í tæplega ár sem er nokkuð vel af sér vikið miðað við þjálfarasögu félagsins síðustu ár. Getty/Nico Vereecken Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir fólki að hafa ekki áhyggjur af sér, eftir að hann var rekinn frá belgíska félaginu Kortrijk í gær þrátt fyrir að hafa reynst algjör bjargvættur á síðustu leiktíð. Freyr tók við Kortrijk í nær ómögulegri stöðu, langneðst í belgísku deildinni, í byrjun þessa árs. Hann hafði áður náð að stýra Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, halda því þar uppi og festa í sessi. Þessi 42 ára þjálfari var rekinn frá Kortrijk í gær og fyrrverandi þjálfari liðsins, Yves Vanderhaeghe, ráðinn í hans stað. Freyr tjáði sig stuttlega um þessa niðurstöðu á Instagram í dag og bar sig vel: „Langaði bara að þakka ykkur fyrir öll skilaboðin, stuðninginn og ástina. Kann virkilega vel að meta það,“ skrifaði Freyr. „Ekki hafa áhyggjur af mér,“ bætti hann við og spurning hvort að Freyr sé þegar kominn með möguleika á öðru starfi, en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara karla. Ekki hefur náðst í Frey í dag. Hann var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þegar Erik Hamrén var með liðið, og áður landsliðsþjálfari kvenna, en tók svo við Lyngby árið 2021. Frábært ferðalag með öllu sem því hefur fylgt Þegar Freyr tók svo við Kortrijk var ljóst að hann væri á leið í afar óöruggt umhverfi enda þjálfaraskipti tíð í Belgíu og ekki síst hjá Kortrijk. Freyr var þriðji þjálfarinn sem stýrði Kortrijk á síðustu leiktíð og alls hefur félagið nú átján sinnum skipt um þjálfara frá árinu 2014, án þess að tímabundnar ráðningar séu taldar með. Talað var um að hann væri á leið í „kirkjugarð þjálfara“ og á það bent í grein hér á Vísi að miðað við þróun þjálfaramál hjá Kortrijk gæti Freyr ekki búist við að vera lengur en um hálft ár í starfi. Hann entist hins vegar í nánast heilt ár. „Ég vissi hvað ég var að fara út í. Ferðalagið hefur verið frábært. Með öllu sem því hefur fylgt,“ skrifaði Freyr á Instagram en eins og fyrr segir hefur ekki náðst í hann í dag. Belgíski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Freyr tók við Kortrijk í nær ómögulegri stöðu, langneðst í belgísku deildinni, í byrjun þessa árs. Hann hafði áður náð að stýra Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina, halda því þar uppi og festa í sessi. Þessi 42 ára þjálfari var rekinn frá Kortrijk í gær og fyrrverandi þjálfari liðsins, Yves Vanderhaeghe, ráðinn í hans stað. Freyr tjáði sig stuttlega um þessa niðurstöðu á Instagram í dag og bar sig vel: „Langaði bara að þakka ykkur fyrir öll skilaboðin, stuðninginn og ástina. Kann virkilega vel að meta það,“ skrifaði Freyr. „Ekki hafa áhyggjur af mér,“ bætti hann við og spurning hvort að Freyr sé þegar kominn með möguleika á öðru starfi, en hann hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara karla. Ekki hefur náðst í Frey í dag. Hann var aðstoðarþjálfari karlalandsliðsins þegar Erik Hamrén var með liðið, og áður landsliðsþjálfari kvenna, en tók svo við Lyngby árið 2021. Frábært ferðalag með öllu sem því hefur fylgt Þegar Freyr tók svo við Kortrijk var ljóst að hann væri á leið í afar óöruggt umhverfi enda þjálfaraskipti tíð í Belgíu og ekki síst hjá Kortrijk. Freyr var þriðji þjálfarinn sem stýrði Kortrijk á síðustu leiktíð og alls hefur félagið nú átján sinnum skipt um þjálfara frá árinu 2014, án þess að tímabundnar ráðningar séu taldar með. Talað var um að hann væri á leið í „kirkjugarð þjálfara“ og á það bent í grein hér á Vísi að miðað við þróun þjálfaramál hjá Kortrijk gæti Freyr ekki búist við að vera lengur en um hálft ár í starfi. Hann entist hins vegar í nánast heilt ár. „Ég vissi hvað ég var að fara út í. Ferðalagið hefur verið frábært. Með öllu sem því hefur fylgt,“ skrifaði Freyr á Instagram en eins og fyrr segir hefur ekki náðst í hann í dag.
Belgíski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira