Fótbolti

Åge Hareide: Alls ekki ætlun mín að særa eða móðga neinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Åge Hareide, þjálfari Íslands.
Åge Hareide, þjálfari Íslands. Vísir/Vilhelm

Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, segir það ekki hafa verið ætlun sína að móðga eða særa neinn með ummælum sem féllu á blaðamannafundi síðasta föstudag. 

Ummæli Åge um Albert Guðmundsson á blaðamannafundinum vöktu mikla athygli en Åge hefur nú beðist afsökunar á öllum misskilningi sem ummælin gætu hafa valdið. Ummælin snerust að vali Alberts og hafa vakið athygli eins og sjá má í ummælum Evu B. Helgadóttur, lögmanns konunnar sem kærði Albert fyrir nauðgun á síðasta ári.

Nú hefur Knattspyrnusamband Íslands sent frá sér yfirlýsingu þar sem Åge útskýrir mál sitt. Þar segir:

“Varðandi ummæli sem voru höfð eftir mér á blaðamannafundi síðastliðinn föstudag, varðandi reglur um val á leikmönnum í íslenska landsliðið, þá vil ég gjarnan skýra að ég átti aðeins við að sem knattspyrnuþjálfari vil ég auðvitað geta valið bestu leikmennina hverju sinni. Það hefur ekki alltaf verið hægt. 

Þá vil ég líka nefna að ég var alveg skýr á blaðamannafundinum með það að reglurnar eru eins og þær eru, og að ég myndi virða þær reglur. Ég biðst afsökunar á að hafa valdið misskilningi varðandi þetta, enda var það alls ekki ætlun mín að særa eða móðga neinn.”


Tengdar fréttir

Niðurfelling kærð en KSÍ leyfir Alberti að spila

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að heimila þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum við Ísrael á fimmtudag, í umspili um sæti á EM, þrátt fyrir að niðurfelling á kynferðisbrotamáli gegn honum hafi verið kærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×