Fótbolti

Marka­kóngur Panama látinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tejada í leik gegn Belgíu á HM 2018.
Tejada í leik gegn Belgíu á HM 2018. Julian Finney/Getty Images

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Luis „Matador“ Tejada er látinn. Hann var aðeins 41 árs gamall þegar hann lést.

Panama og Ísland tóku bæði þátt á HM 2018 sem fram fór í Rússlandi. Um var að ræða fyrsta heimsmeistaramót beggja þjóða en Tejada átti risaþátt í að Panama komst alla leið til Rússlands þar sem það mætti Englandi, Túnis og Belgíu.

Tejada er markahæsti leikmaður í sögu Panama með 43 mörk í 108 leikjum. Hann var að spila það sem kalla mætti „bumbubolta“ í útjaðri Panamaborgar þegar hann hneig til jarðar. Hann var úrskurðaður látinn þegar hann kom á sjúkrahús.

Knattspyrnusamband Panama vottaði aðstendum hans virðingu sína og sagði afrek hans myndu lifa að eilífu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×