Engan bilbug að finna á Hákoni: „Fáum annan séns til þess að klára þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2023 11:00 Hákon Rafn hefur verið með betri leikmönnum Elfsborg á tímabilinu og einn af bestu, ef ekki besti markvörður, sænsku úrvalsdeildarinnar. Twitter@IFElfsborg1904 Íslendingalið Elfsborg, með Íslendinginn Hákon Rafn Valdimarsson í markinu, náði ekki að tryggja sér sænska meistaratitilinn í fótbolta um nýliðna helgi en liðið mun leika hreinan úrslitaleik gegn Malmö um komandi helgi. „Þetta var áhugaverð staða sem við vorum í,“ segir Hákon Rafn, einn af þremur íslenskum leikmönnum Elfsborg í samtali við Vísi. „Leikur Malmö var á undan okkar leik og auðvitað var maður alltaf með hann í hausnum því með tapi þeirra gátum við orðið sænskir meistarar með sigri gegn Degerfors.“ Svo fór að Malmö tapaði sínum leik á móti Hacken og með því gat Elfsborg tryggt sér sænska meistaratitilinn með sigri gegn Degerfors á heimavelli. „Ég held nú að flest allir í liðinu hafi verið meðvitaðir um þá stöðun en við vorum samt sem áður ekkert að ræða það fyrir okkar leik seinna um daginn. Eina sem við töluðum um var að við þyrftum að vinna okkar leik, sama hvað. Við vorum ekkert að pæla í leik Malmö þrátt fyrir að maður áttaði sig alveg á stöðunni bara út frá stemningunni á vellinum og látunum í áhorfendum. Það er auðvitað svekkjandi að hafa ekki á endanum náð í þennan sigur gegn Degerfors. Að hafa ekki náð að klára dæmið á okkar heimavelli, fyrir framan okkar stuðningsmenn. Það var fullur völlur, geggjuð stemning en við fáum annan séns til þess að klára þetta á sunnudaginn.“ Leið vel í sérstökum kringumstæðum Og á Hákon Rafn þar við úrslitaleikinn gegn Malmö á sunnudaginn kemur í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Sigur eða jafntefli í leiknum tryggir Elfsborg fyrsta sænska meistaratitilinn í rúm ellefu ár. Malmö verður sænskur meistari með sigri. Haldandi inn í leikinn mikilvæga gegn Degerfors um nýliðna helgi leið Hákoni Rafni ekkert sérkennilega samanborið við aðra leiki sem hann hefur haldið í með liði Elfsborg. „Mér leið sjálfum mjög vel. Ég var mjög gíraður í leikinn, spenntur. Vitandi það að geta komið frá leiknum sem sænskur meistari. Auðvitað gæti alveg hafa verið smá stress ríkjandi í einhverjum af samherjum mínum, vitandi stöðuna, en ég skynjaði það bara að liðið væri mjög vel stemmt fyrir leik. Þetta bara gekk ekki upp í þetta skipti. Við spiluðum ágætlega í leiknum, sér í lagi í seinni hálfleik. En það er ekkert gefið í þessum bolta. Degerfors er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og voru tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta var hörkuleikur.“ Gengi þvert á spár sérfræðinga Árangur Elfsborg á yfirstandandi tímabili hefur verið þvert á spár sérfræðinga. „Það voru ekki margir að búast við því fyrir tímabilið að við gætum verið í baráttunni um titilinn. Krafan innan félagsins er hins vegar sú að ná Evrópusæti. Fyrir tímabilið var okkur í allflestum spám spáð í kringum 6. sæti deildarinnar. Tilfinningin hjá okkur leikmönnum sem og þjálfarateyminu fyrir tímabilið var hins vegar mjög góð. Undirbúningstímabilið spilaðist vel fyrir okkur og síðasta tímabil endaði hafði einnig endað mjög vel. Ég held að það hafi ekki margir búist við því að við yrðum í baráttunni um titilinn á þessum tímapunkti, fyrir lokaumferðina.“ Hákon Rafn í leik með ElfsborgElfsborg En hvað gerir það að verkum í spilamennsku Elfsborg að liðið er einu skrefi frá sænska meistaratitlinum? „Liðið tók miklum breytingum í félagsskiptaglugganum á miðju síðasta tímabili. Deildin hér í Svíþjóð er eins og heima á Íslandi, í gangi yfir sumartímann og á ákveðnum tímapunkti er félagsskiptaglugginn opinn á miðju tímabili. Við misstum á þeim tímapunkti góða leikmenn frá okkur en fengum einnig góða leikmenn inn. Eftir þann sumarglugga höfum við náð að spila nánast bara á sama liðinu. Það er því komin töluverð reynsla innan okkar leikmannahóps á því hvernig fótbolta við viljum spila. Mér finnst allt bara hafa smollið hjá okkur í sumar.“ Finnur fyrir miklu trausti Hákon Rafn hefur verið með bestu leikmönnum Elfsborg á tímabilinu og besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann er hógvær aðspurður um sína frammistöðu á tímabilinu. „Ég hef í raun bara spilað eins. Við verjumst mjög vel sem lið, það hjálpar mér rosalega mikið. Ég kom hingað fyrir tveimur árum, var þá mikið á bekknum allt þar til um mitt síðasta tímabil. Ég hef bara verið að æfa mjög vel, bætt mig mjög mikið að mínu mati með hverjum einasta leik á þessu tímabili. Ég hef gert mistök en lært af þeim og líður ótrúlega vel í markinu hérna. Þá spilar það stórt hlutverk að finna fyrir trausti frá þjálfurum liðsins. „Þeir treysta mér mjög mikið, allir í kringum félagið. Hvort sem um ræðir þjálfarateymið eða stjórnina. Þeim líður vel með mig í markinu og þá líður mér vel með að spila fyrir þá.“ Seinni hlutinn af viðtali Vísis við Hákon Rafn birtist síðar í vikunni hér á Vísi. Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Sjá meira
„Þetta var áhugaverð staða sem við vorum í,“ segir Hákon Rafn, einn af þremur íslenskum leikmönnum Elfsborg í samtali við Vísi. „Leikur Malmö var á undan okkar leik og auðvitað var maður alltaf með hann í hausnum því með tapi þeirra gátum við orðið sænskir meistarar með sigri gegn Degerfors.“ Svo fór að Malmö tapaði sínum leik á móti Hacken og með því gat Elfsborg tryggt sér sænska meistaratitilinn með sigri gegn Degerfors á heimavelli. „Ég held nú að flest allir í liðinu hafi verið meðvitaðir um þá stöðun en við vorum samt sem áður ekkert að ræða það fyrir okkar leik seinna um daginn. Eina sem við töluðum um var að við þyrftum að vinna okkar leik, sama hvað. Við vorum ekkert að pæla í leik Malmö þrátt fyrir að maður áttaði sig alveg á stöðunni bara út frá stemningunni á vellinum og látunum í áhorfendum. Það er auðvitað svekkjandi að hafa ekki á endanum náð í þennan sigur gegn Degerfors. Að hafa ekki náð að klára dæmið á okkar heimavelli, fyrir framan okkar stuðningsmenn. Það var fullur völlur, geggjuð stemning en við fáum annan séns til þess að klára þetta á sunnudaginn.“ Leið vel í sérstökum kringumstæðum Og á Hákon Rafn þar við úrslitaleikinn gegn Malmö á sunnudaginn kemur í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Sigur eða jafntefli í leiknum tryggir Elfsborg fyrsta sænska meistaratitilinn í rúm ellefu ár. Malmö verður sænskur meistari með sigri. Haldandi inn í leikinn mikilvæga gegn Degerfors um nýliðna helgi leið Hákoni Rafni ekkert sérkennilega samanborið við aðra leiki sem hann hefur haldið í með liði Elfsborg. „Mér leið sjálfum mjög vel. Ég var mjög gíraður í leikinn, spenntur. Vitandi það að geta komið frá leiknum sem sænskur meistari. Auðvitað gæti alveg hafa verið smá stress ríkjandi í einhverjum af samherjum mínum, vitandi stöðuna, en ég skynjaði það bara að liðið væri mjög vel stemmt fyrir leik. Þetta bara gekk ekki upp í þetta skipti. Við spiluðum ágætlega í leiknum, sér í lagi í seinni hálfleik. En það er ekkert gefið í þessum bolta. Degerfors er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni og voru tilbúnir að selja sig dýrt. Þetta var hörkuleikur.“ Gengi þvert á spár sérfræðinga Árangur Elfsborg á yfirstandandi tímabili hefur verið þvert á spár sérfræðinga. „Það voru ekki margir að búast við því fyrir tímabilið að við gætum verið í baráttunni um titilinn. Krafan innan félagsins er hins vegar sú að ná Evrópusæti. Fyrir tímabilið var okkur í allflestum spám spáð í kringum 6. sæti deildarinnar. Tilfinningin hjá okkur leikmönnum sem og þjálfarateyminu fyrir tímabilið var hins vegar mjög góð. Undirbúningstímabilið spilaðist vel fyrir okkur og síðasta tímabil endaði hafði einnig endað mjög vel. Ég held að það hafi ekki margir búist við því að við yrðum í baráttunni um titilinn á þessum tímapunkti, fyrir lokaumferðina.“ Hákon Rafn í leik með ElfsborgElfsborg En hvað gerir það að verkum í spilamennsku Elfsborg að liðið er einu skrefi frá sænska meistaratitlinum? „Liðið tók miklum breytingum í félagsskiptaglugganum á miðju síðasta tímabili. Deildin hér í Svíþjóð er eins og heima á Íslandi, í gangi yfir sumartímann og á ákveðnum tímapunkti er félagsskiptaglugginn opinn á miðju tímabili. Við misstum á þeim tímapunkti góða leikmenn frá okkur en fengum einnig góða leikmenn inn. Eftir þann sumarglugga höfum við náð að spila nánast bara á sama liðinu. Það er því komin töluverð reynsla innan okkar leikmannahóps á því hvernig fótbolta við viljum spila. Mér finnst allt bara hafa smollið hjá okkur í sumar.“ Finnur fyrir miklu trausti Hákon Rafn hefur verið með bestu leikmönnum Elfsborg á tímabilinu og besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar. Hann er hógvær aðspurður um sína frammistöðu á tímabilinu. „Ég hef í raun bara spilað eins. Við verjumst mjög vel sem lið, það hjálpar mér rosalega mikið. Ég kom hingað fyrir tveimur árum, var þá mikið á bekknum allt þar til um mitt síðasta tímabil. Ég hef bara verið að æfa mjög vel, bætt mig mjög mikið að mínu mati með hverjum einasta leik á þessu tímabili. Ég hef gert mistök en lært af þeim og líður ótrúlega vel í markinu hérna. Þá spilar það stórt hlutverk að finna fyrir trausti frá þjálfurum liðsins. „Þeir treysta mér mjög mikið, allir í kringum félagið. Hvort sem um ræðir þjálfarateymið eða stjórnina. Þeim líður vel með mig í markinu og þá líður mér vel með að spila fyrir þá.“ Seinni hlutinn af viðtali Vísis við Hákon Rafn birtist síðar í vikunni hér á Vísi.
Sænski boltinn Fótbolti Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Sjá meira