Flugvél Prigozhin sögð hafa verið skotin niður Samúel Karl Ólason skrifar 23. ágúst 2023 17:18 Prigozhin birti nýlega myndband þar sem hann sagðist vera í Afríku með málaliðum sínum. AP Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, eigandi málaliðahópsins Wagner Group, er lést er einkaflugvél hans féll til jarðar í Rússlandi í dag. Fregnir hafa borist af því að flugvélin hafi verið skotin niður en það er óstaðfest. Uppfært: Fréttaveitan Tass hefur staðfest að Prigozhin var um borð í flugvélinni. Fleiri leiðtogar Wagner, eins og Dimtro Utkin, eru sagðir hafa verið um borð í flugvélinni. Í frétt RIA fréttaveitunnar segir að tíu hafi verið um borð í flugvélinni og allir séu látnir. Verið var að fljúga flugvélinni frá Moskvu til Pétursborgar þegar hún brotlenti í Tver-héraði. Önnur flugvél í eigu auðjöfursins var einnig á flugi á svæðinu en Prigozhin var skráður farþegi í flugvélinni sem brotlenti. Á Telegram-síðu, sem tengist málaliðahópnum, er haft eftir vitnum að flugvélin hafi verið skotin niður. Það hefur þó ekki verið staðfest. Gerði uppreisn gegn Pútín Prigozhin og málaliðar hans gerðu skammlífa uppreisn gegn Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og forsvarsmönnum varnarmálaráðuneytisins í júní. Prigozhin, hafði verið mjög gagnrýninn á forsvarsmenn Varnarmálaráðuneytis Rússlands um nokkuð skeið og sakað þá um spillingu og vanþekkingu svo eitthvað sé nefnt. Upp úr sauð svo þann 23. júní, þegar Prigozhin hélt því fram að rússneski herinn hefði gert árásir á bækistöð Wagner í austurhluta Úkraínu og að margir málaliðar hefðu fallið. Þetta var eftir að því hafði verið lýst yfir að allir rússneskir málaliðar ættu að skrifa undir samninga við herinn. Prigozhin sagði það ekki koma til greina. Hann lýsti því svo yfir að hann ætlaði að handsama forsvarsmenn ráðuneytisins og hersins en í kjölfarið hertóku málaliðarnir borgina Rostov í suðurhluta Rússlands og keyrðu þúsundir þeirra í átt að Moskvu. Rússneskir hermenn lögðu víða niður vopn, í stað þess að reyna að stöðva málaliðana en fáir ef einhverjir hermenn gengu til liðs við þá. Pútín lýsti yfir stuðningi við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands, en þá var send út yfirlýsing frá Wagner um að Rússland þyrfti nýjan forseta. Another video of Prigozhin's Embraer Legacy 600 jet burning in Tver Oblast after the crash. Prigozhin and 10 other people including Dmitry Utkin reportedly have been killed pic.twitter.com/h7khi3sRa7— Giorgi Revishvili (@revishvilig) August 23, 2023 Málaliðar Wagner voru skammt frá Moskvu þegar Prigozhin snerist hugur og skipaði þeim að snúa við. Þá höfðu þeir skotið niður nokkrar þyrlur og eina flugvél en vegir höfðu verið grafnir í sundur og brýr sprengdar í loft upp til að hægja á þeim. Því var lýst yfir að Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, hefði komið að því að gera samkomulag milli auðjöfursins og forsetans en samkvæmt því myndi auðjöfurinn ekki verða saksóttur vegna uppreisnarinnar og málaliðar Wagner gætu farið til Belarús eða gengið til liðs við rússneska herinn. Það er þrátt fyrir að Pútín hafði lýst því yfir að Prigozhin væri svikari og að uppreisnin yrði kramin. Sagðist tryggja hagsmuni Rússa í Afríku Frá því að hann hætti við uppreisnina hefur Prigozhin látið lítið fyrir sér fara og er hann sagður hafa reynt að koma sér í mjúkinn hjá Pútín aftur. Fyrr í vikunni sendi hann frá sér fyrsta myndbandið frá uppreisninni skammlífu en þá sagðist hann í Afríku. Prigozhin sagðist vera að tryggja hagsmuni Rússlands í Afríku. Málaliðar Wagner hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Afríku á undanförnum árum. Blaðamaðurinn Christo Grozev hefur eftir heimildarmönnum sínum að Prigozhin hafi verið í Moskvu vegna fundarhalda um að leyniþjónusta rússneska hersins, sem kallast GRU, ætti mögulega að taka yfir hlutverk Wagner í Afríku. Grozev segir auðjöfurinn hafa verið að reyna að koma í veg fyrir það og að hann hafi verið á leið aftur til Afríku. Seems we can assume with high confidence that Prigozhin was on board. Several (ex) Wagner sources say he was in a 9-person delegation to Mali to try and prevent Gru from displacing Wagner from that country and Africa in general. The group was on the way back, stopover in Belarus— Christo Grozev (@christogrozev) August 23, 2023 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Andlát Tengdar fréttir Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09 Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 „Wagner málaliðahópurinn er ekki til“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist hafa boðið málaliðum Wagner group að berjast áfram í Úkraínu en að auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hafi hafnað því. Þetta mun hafa gerst á fundi þann 29. júní, nokkrum dögum eftir uppreisn Wagner og sókn málaliðanna að Moskvu. 14. júlí 2023 11:01 Wagner hafi afhent Rússum þúsundir tonna af vopnum Varnamálaráðuneyti Rússa greinir frá því að Wagner málaliðahópurinn hafi afhent rússneska hernum mörg þúsund tonn af vopnum. Rússar vinna nú að því að ná Wagner hópnum endanlega á sitt vald. 12. júlí 2023 23:52 Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Uppfært: Fréttaveitan Tass hefur staðfest að Prigozhin var um borð í flugvélinni. Fleiri leiðtogar Wagner, eins og Dimtro Utkin, eru sagðir hafa verið um borð í flugvélinni. Í frétt RIA fréttaveitunnar segir að tíu hafi verið um borð í flugvélinni og allir séu látnir. Verið var að fljúga flugvélinni frá Moskvu til Pétursborgar þegar hún brotlenti í Tver-héraði. Önnur flugvél í eigu auðjöfursins var einnig á flugi á svæðinu en Prigozhin var skráður farþegi í flugvélinni sem brotlenti. Á Telegram-síðu, sem tengist málaliðahópnum, er haft eftir vitnum að flugvélin hafi verið skotin niður. Það hefur þó ekki verið staðfest. Gerði uppreisn gegn Pútín Prigozhin og málaliðar hans gerðu skammlífa uppreisn gegn Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og forsvarsmönnum varnarmálaráðuneytisins í júní. Prigozhin, hafði verið mjög gagnrýninn á forsvarsmenn Varnarmálaráðuneytis Rússlands um nokkuð skeið og sakað þá um spillingu og vanþekkingu svo eitthvað sé nefnt. Upp úr sauð svo þann 23. júní, þegar Prigozhin hélt því fram að rússneski herinn hefði gert árásir á bækistöð Wagner í austurhluta Úkraínu og að margir málaliðar hefðu fallið. Þetta var eftir að því hafði verið lýst yfir að allir rússneskir málaliðar ættu að skrifa undir samninga við herinn. Prigozhin sagði það ekki koma til greina. Hann lýsti því svo yfir að hann ætlaði að handsama forsvarsmenn ráðuneytisins og hersins en í kjölfarið hertóku málaliðarnir borgina Rostov í suðurhluta Rússlands og keyrðu þúsundir þeirra í átt að Moskvu. Rússneskir hermenn lögðu víða niður vopn, í stað þess að reyna að stöðva málaliðana en fáir ef einhverjir hermenn gengu til liðs við þá. Pútín lýsti yfir stuðningi við Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands, en þá var send út yfirlýsing frá Wagner um að Rússland þyrfti nýjan forseta. Another video of Prigozhin's Embraer Legacy 600 jet burning in Tver Oblast after the crash. Prigozhin and 10 other people including Dmitry Utkin reportedly have been killed pic.twitter.com/h7khi3sRa7— Giorgi Revishvili (@revishvilig) August 23, 2023 Málaliðar Wagner voru skammt frá Moskvu þegar Prigozhin snerist hugur og skipaði þeim að snúa við. Þá höfðu þeir skotið niður nokkrar þyrlur og eina flugvél en vegir höfðu verið grafnir í sundur og brýr sprengdar í loft upp til að hægja á þeim. Því var lýst yfir að Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, hefði komið að því að gera samkomulag milli auðjöfursins og forsetans en samkvæmt því myndi auðjöfurinn ekki verða saksóttur vegna uppreisnarinnar og málaliðar Wagner gætu farið til Belarús eða gengið til liðs við rússneska herinn. Það er þrátt fyrir að Pútín hafði lýst því yfir að Prigozhin væri svikari og að uppreisnin yrði kramin. Sagðist tryggja hagsmuni Rússa í Afríku Frá því að hann hætti við uppreisnina hefur Prigozhin látið lítið fyrir sér fara og er hann sagður hafa reynt að koma sér í mjúkinn hjá Pútín aftur. Fyrr í vikunni sendi hann frá sér fyrsta myndbandið frá uppreisninni skammlífu en þá sagðist hann í Afríku. Prigozhin sagðist vera að tryggja hagsmuni Rússlands í Afríku. Málaliðar Wagner hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Afríku á undanförnum árum. Blaðamaðurinn Christo Grozev hefur eftir heimildarmönnum sínum að Prigozhin hafi verið í Moskvu vegna fundarhalda um að leyniþjónusta rússneska hersins, sem kallast GRU, ætti mögulega að taka yfir hlutverk Wagner í Afríku. Grozev segir auðjöfurinn hafa verið að reyna að koma í veg fyrir það og að hann hafi verið á leið aftur til Afríku. Seems we can assume with high confidence that Prigozhin was on board. Several (ex) Wagner sources say he was in a 9-person delegation to Mali to try and prevent Gru from displacing Wagner from that country and Africa in general. The group was on the way back, stopover in Belarus— Christo Grozev (@christogrozev) August 23, 2023
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Andlát Tengdar fréttir Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09 Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11 „Wagner málaliðahópurinn er ekki til“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist hafa boðið málaliðum Wagner group að berjast áfram í Úkraínu en að auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hafi hafnað því. Þetta mun hafa gerst á fundi þann 29. júní, nokkrum dögum eftir uppreisn Wagner og sókn málaliðanna að Moskvu. 14. júlí 2023 11:01 Wagner hafi afhent Rússum þúsundir tonna af vopnum Varnamálaráðuneyti Rússa greinir frá því að Wagner málaliðahópurinn hafi afhent rússneska hernum mörg þúsund tonn af vopnum. Rússar vinna nú að því að ná Wagner hópnum endanlega á sitt vald. 12. júlí 2023 23:52 Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Sjá meira
Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. 8. ágúst 2023 12:09
Ráðvilltur gagnvart uppreisn Wagner Þegar málaliðar Wagner Group lögðu undir sig borgina Rostov, þann 24. júní, og stór bílalest málaliða lagði af stað til Moskvu, var Vladimír Pútín, forseti Rússlands, í losti og vissi ekki hvernig hann átti að bregðast við. Hann gaf hernum engar skipanir lengst af degi, þó hann hefði fengið viðvaranir frá öryggisstofnunum sínum með minnst tveggja daga fyrirvara. 25. júlí 2023 08:11
„Wagner málaliðahópurinn er ekki til“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist hafa boðið málaliðum Wagner group að berjast áfram í Úkraínu en að auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hafi hafnað því. Þetta mun hafa gerst á fundi þann 29. júní, nokkrum dögum eftir uppreisn Wagner og sókn málaliðanna að Moskvu. 14. júlí 2023 11:01
Wagner hafi afhent Rússum þúsundir tonna af vopnum Varnamálaráðuneyti Rússa greinir frá því að Wagner málaliðahópurinn hafi afhent rússneska hernum mörg þúsund tonn af vopnum. Rússar vinna nú að því að ná Wagner hópnum endanlega á sitt vald. 12. júlí 2023 23:52
Wagner-liðar tóku stefnuna á kjarnorkuvopnageymslur Þegar málaliðar Wagner stefndu hraðbyr að Moskvu í uppreisn þeirra í síðasta mánuði, breytti hópur þeirra um stefnu og keyrði í átt að rússneskri herstöð þar sem kjarnorkuvopn eru geymd. Málaliðarnir komust í allavega hundrað kílómetra fjarlægð frá herstöðinni, sem kallast Voronezh-45. 12. júlí 2023 08:37