Segir Selenskí á leið til Washington Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2025 18:57 Emmanuel Macron og Donald Trump, forsetar Frakklands og Bandaríkjanna í Hvíta húsinu í dag. AP/Ludovic Marin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir Vólódímír Selenskí, kollega hans frá Úkraínu, hugsanlega á leið til Washington DC í þessari eða næstu viku. Þá myndu forsetarnir skrifa undir samkomulag varðandi aðgengi Bandaríkjamanna að auðlindum Úkraínu og endurgreiðslu Úkraínumanna fyrir hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum. Eins og frægt er hefur Trump krafist þess að Úkraína greiði Bandaríkjunum fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið til að verjast innrás Rússa og hefur Trump logið því að um fimm hundruð milljarða dala sé að ræða. Sjá einnig: Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Selenskí hefur hingað til neitað því að skrifa undir samkomulag við Bandaríkin. Hefur hann meðal annars vísað til þess að Úkraína hefur fengið mun minna en fimm hundruð milljarða dala frá Bandaríkjunum og sagt það ósanngjarnt að krefja Úkraínumenn um endurgreiðslu á aðstoð, eftir á. Ekki hafi upprunalega verið samið um slíkt. Sjá einnig: Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Þá hefur hann einnig gagnrýnt að Bandaríkjamenn vilji ekki veita neins konar öryggistryggingar með samkomulaginu og sagt að hann muni ekki skrifa undir samkomulag sem skuldsetji komandi kynslóðir Úkraínumanna. Í færslu sem hann skrifaði á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðil, talaði Trump um „tugi milljarða dala og hergögn“ sem Úkraínumenn hafa fengið, í stað fimm hundruð milljarða dala. Hann sagðist einnig hafa átt í „alvarlegum“ viðræðum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um það að binda enda á stríðið og umfangsmikil viðskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands. Hann sagði þær viðræður ganga vel. You called Zelensky a dictator. Would you use the same words regarding Putin?Trump: I don't use those words lightly. pic.twitter.com/rHfTOR3jYO— Clash Report (@clashreport) February 24, 2025 Greiddu atkvæði með Rússum og Norður-Kóreu Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun Úkraínu og Evrópusambandsins þar sem þess var krafist að Rússar dragi herlið sitt til baka frá Úkraínu. Erindrekar 93 ríkja greiddu atkvæði með ályktuninni, 65 sátu hjá en átján greiddu atkvæði á móti. Meðal þeirra sem sögðu nei voru Norður-Kórea, Rússland, Belarús, Ungverjaland og Ísrael. Kína, Íran og Kúba voru meðal þeirra sem sátu hjá. Sjá einnig: Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Bandaríkjamenn lögðu fram eigin ályktun þar sem fjallað var um að binda enda á stríðið í Úkraínu og Rússlandi en þar var ekki tekið fram að Rússar hefðu gert innrás í Úkraínu. Þeirri ályktun var hafnað. Trump hefur sagt berum orðum að hann telji Úkraínumenn, Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið bera ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það. Sjá einnig: Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Trump og erindrekar hans hafa sagt að ríki Evrópu muni koma að því að veita Úkraínumönnum öryggistryggingar. Bandaríkjamenn muni ekki koma þar nærri og ítrekaði hann það í dag. Hann sagðist hafa rætt málið við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að hann hafi ekki sett sig gegn því að evrópskir hermenn yrðu sendir til Úkraínu ef og þegar stríðinu lýkur. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er í Washington þar sem hann fundaði með Trump í dag. Hann sagði að Frakkar og Bretar hefðu rætt sín á milli um áætlun um að senda hermenn til Úkraínu eftir stríðið. Þeir gætu tekið þátt í því að tryggja öryggi. Trump: So you understand, Europe is loaning the money to Ukraine. They get their money back.Macron: No… To be frank, we paid 60% of the total before.. pic.twitter.com/IkFVhD7fyj— Acyn (@Acyn) February 24, 2025 Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Frakkland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. 24. febrúar 2025 13:36 Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. 24. febrúar 2025 11:56 Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogafundinn sem fram fór í Kænugarði í Úkraínu í morgun. 24. febrúar 2025 11:49 Tilbúinn að stíga til hliðar Volodomír Selenskí Úkraínuforseti kveðst vera tilbúinn að stíga til hliðar gegn því að samið verði um frið eða Úkraína fái aðild að Atlantshafsbandalaginu. 23. febrúar 2025 16:15 Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. 22. febrúar 2025 10:07 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sjá meira
Eins og frægt er hefur Trump krafist þess að Úkraína greiði Bandaríkjunum fyrir þá hernaðaraðstoð sem ríkið hefur fengið til að verjast innrás Rússa og hefur Trump logið því að um fimm hundruð milljarða dala sé að ræða. Sjá einnig: Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Selenskí hefur hingað til neitað því að skrifa undir samkomulag við Bandaríkin. Hefur hann meðal annars vísað til þess að Úkraína hefur fengið mun minna en fimm hundruð milljarða dala frá Bandaríkjunum og sagt það ósanngjarnt að krefja Úkraínumenn um endurgreiðslu á aðstoð, eftir á. Ekki hafi upprunalega verið samið um slíkt. Sjá einnig: Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Þá hefur hann einnig gagnrýnt að Bandaríkjamenn vilji ekki veita neins konar öryggistryggingar með samkomulaginu og sagt að hann muni ekki skrifa undir samkomulag sem skuldsetji komandi kynslóðir Úkraínumanna. Í færslu sem hann skrifaði á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðil, talaði Trump um „tugi milljarða dala og hergögn“ sem Úkraínumenn hafa fengið, í stað fimm hundruð milljarða dala. Hann sagðist einnig hafa átt í „alvarlegum“ viðræðum við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um það að binda enda á stríðið og umfangsmikil viðskipti milli Bandaríkjanna og Rússlands. Hann sagði þær viðræður ganga vel. You called Zelensky a dictator. Would you use the same words regarding Putin?Trump: I don't use those words lightly. pic.twitter.com/rHfTOR3jYO— Clash Report (@clashreport) February 24, 2025 Greiddu atkvæði með Rússum og Norður-Kóreu Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag ályktun Úkraínu og Evrópusambandsins þar sem þess var krafist að Rússar dragi herlið sitt til baka frá Úkraínu. Erindrekar 93 ríkja greiddu atkvæði með ályktuninni, 65 sátu hjá en átján greiddu atkvæði á móti. Meðal þeirra sem sögðu nei voru Norður-Kórea, Rússland, Belarús, Ungverjaland og Ísrael. Kína, Íran og Kúba voru meðal þeirra sem sátu hjá. Sjá einnig: Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Bandaríkjamenn lögðu fram eigin ályktun þar sem fjallað var um að binda enda á stríðið í Úkraínu og Rússlandi en þar var ekki tekið fram að Rússar hefðu gert innrás í Úkraínu. Þeirri ályktun var hafnað. Trump hefur sagt berum orðum að hann telji Úkraínumenn, Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið bera ábyrgð á innrás Rússa í Úkraínu og hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það. Sjá einnig: Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Trump og erindrekar hans hafa sagt að ríki Evrópu muni koma að því að veita Úkraínumönnum öryggistryggingar. Bandaríkjamenn muni ekki koma þar nærri og ítrekaði hann það í dag. Hann sagðist hafa rætt málið við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og að hann hafi ekki sett sig gegn því að evrópskir hermenn yrðu sendir til Úkraínu ef og þegar stríðinu lýkur. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er í Washington þar sem hann fundaði með Trump í dag. Hann sagði að Frakkar og Bretar hefðu rætt sín á milli um áætlun um að senda hermenn til Úkraínu eftir stríðið. Þeir gætu tekið þátt í því að tryggja öryggi. Trump: So you understand, Europe is loaning the money to Ukraine. They get their money back.Macron: No… To be frank, we paid 60% of the total before.. pic.twitter.com/IkFVhD7fyj— Acyn (@Acyn) February 24, 2025
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Vladimír Pútín Hernaður Frakkland Bretland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. 24. febrúar 2025 13:36 Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. 24. febrúar 2025 11:56 Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogafundinn sem fram fór í Kænugarði í Úkraínu í morgun. 24. febrúar 2025 11:49 Tilbúinn að stíga til hliðar Volodomír Selenskí Úkraínuforseti kveðst vera tilbúinn að stíga til hliðar gegn því að samið verði um frið eða Úkraína fái aðild að Atlantshafsbandalaginu. 23. febrúar 2025 16:15 Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. 22. febrúar 2025 10:07 Mest lesið Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Innlent Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Innlent Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sjá meira
Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. 24. febrúar 2025 13:36
Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. 24. febrúar 2025 11:56
Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Í hádegisfréttum fjöllum við um leiðtogafundinn sem fram fór í Kænugarði í Úkraínu í morgun. 24. febrúar 2025 11:49
Tilbúinn að stíga til hliðar Volodomír Selenskí Úkraínuforseti kveðst vera tilbúinn að stíga til hliðar gegn því að samið verði um frið eða Úkraína fái aðild að Atlantshafsbandalaginu. 23. febrúar 2025 16:15
Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Keith Kellogg, erindreki bandraískra stjórnvalda gagnvart Úkraínu, segir Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta víggirtan og hugrakkan leiðtoga þjóðar í stríði. Þetta sagði Kellogg áður en hann kvaddi Úkraínu í gær og setur allt annan tón en Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur kallað Selenskí einræðisherra. 22. febrúar 2025 10:07