Erlent

Sturluðu mynd­skeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Sjón er sögu ríkari.
Sjón er sögu ríkari.

Myndskeiði sem búið var til með aðstoð gervigreindar og sýnir ákveðna framtíðarsýn fyrir Gasa, hefur verið deilt á samfélagsmiðlaaðgöngum Donald Trump Bandaríkjaforseta. 

Myndskeiðið sýnir stríðshrjáð Gasa eins og það er í dag og svo það sem gæti tekið við; ferðamannaparadís með gullnar strendur, glæsilega skýljaklúfa, lúxuslíf og jú, risastórt gulllíkneski af Trump sjálfum.

Þá sjást Trump og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, bregða fyrir að sóla sig á ströndinni og Elon Musk að lifa hinu góða lífi.

„Donald er að koma til að frelsa þig, færandi ljós fyrir alla að sjá. Engin göng, enginn ótti. Gasa Trumps er loksins hér,“ segir texti lagsins sem hljómar undir.

Samkvæmt Sky News var myndskeiðinu fyrst deilt fyrr í febrúar, af samfélagsmiðlaaðgöngum með engin greinanleg tengsl við forsetaembættið.

Deiling embættisins á Truth Social og Instagram hefur vakið hörð viðbrögð en eins og kunnugt er hefur Trump lýst yfir áhuga á því að Bandaríkjamenn taki yfir og eignist Gasa, í þeim tilgangi að búa þar til áfangastað fyrir efnaða ferðamenn.

Sjón er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×